Viðskipti innlent

Um 30% af kortaveltu Íslendinga er erlendis

Tölur frá Seðlabankanum benda til þess að um 30% af þeirri aukningu sem hefur orðið í kortaveltu Íslendinga milli ára sé vegna erlendrar veltu og neyslu.

Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka þar sem rætt er um að einkaneyslan jókst um 3,8% milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra og að svipuð þróun virðist hafa orðið á fjórða ársfjórðungi þess.

Flest bendir því til þess að sá hagvöxtur sem drifinn er áfram af einkaneyslu hér á landi, sé ekki sjálfbær þar sem einkaneyslan á að miklu leyti rætur sínar að rekja til tímabundinna aðgerða eins og útgreiðslu á séreignasparnaði. Vöxturinn sé alls ekki sjálfbær ef fjármagnið renni síðan í vasa erlendra fyrirtækja.

Fram kemur hjá greiningunni að á sama tíma og eyðsla Íslendinga í útlöndum stóreykst sýna niðurstöður úr nýrri lífskjarakönnun Hagstofunnar að um 50% heimila landsins eiga erfitt með að ná endum saman.

Niðurstöðurnar sýna jafnframt að hlutfall þeirra einstaklinga sem lentu í vanskilum með greiðslur á síðasta ári væri það hæsta í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×