Viðskipti innlent

Farþegum fjölgaði mest hér á landi

Umferðin um stærstu flugvelli Norðurlanda jókst verulega á síðasta ári. Á Keflavíkurflugvelli voru farþegarnir rúmlega tvær milljónir og fjölgaði þeim um 17,9 prósent.

Hlutfallslega var þetta mesta aukningin á farþegum um flugvellina á Norðurlöndunum en aukningin var litlu minni á Vantaa flugvellinum í Helsinki eða 15,5%, að því er segir á vefsíðunni túristi.is.

Um Kastrup í Kaupmannahöfn fóru flestir eða nærri tuttugu og þrjár milljónir farþega. Þar var aukningin hins vegar minnst eða 5,7%. Á Arlanda í Stokkhólmi jókst farþegafjöldinn um 12% og á Gardemoen í Osló jókst hann um 10,5%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×