Viðskipti innlent

Bakkavör lækkar um tæpt prósent

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur lækkað um 0,95 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 4,17 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra.

Viðskipti innlent

Össur hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu toppaði daginn með hækkun upp á 6,24 prósent í Kauphöllinni. Á eftir fylgdi Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, sem hækkaði um 2,58 prósent, og Marel Food Systems, sem hækkaði um 1,44 prósent.

Viðskipti innlent

Össur hækkar einn í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur hækkað um 0,97 prósent í sex viðskiptum upp á 38 milljónir króna í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfingin á íslenskum hlutabréfamarkaði frá því viðskipti hófust fyrir tæpum tuttugu mínútum.

Viðskipti innlent

FME gat ekki komið í veg fyrir Icesave vanda

Fjármálaeftirlitið gat ekki knúið Landsbankann til þess að færa Icesave reikningana úr útibúi þess á Íslandi yfir í dótturfélag í Bretlandi. Engu að síður hafði eftilitið mælst til þess við Landsbankann að svo yrði gert. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Vísis varðandi Icesave.

Viðskipti innlent

Ræddi ekki við Björgvin um Icesave-vanda í vor

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segist ekki hafa rætt sérstaklega um málefni Icesave-reikninganna og að væri að breytingum félagsins í dótturfélag eða gerð samkomulags við breska Fjármálaeftirlitið um umgjörð reikninganna við viðskiptaráðherra í vor.

Viðskipti innlent

Pálmi tjáir sig ekki um milljarðana þrjá frá FL

Sumarið 2005 lét Hannes Smárason, þá stjórnarformaður FL, flytja án heimildar þrjá milljarða króna af reikningum FL til Kaupþings í Lúxemborg, til þess að hjálpa Pálma Haraldssyni við að greiða fyrir kaupin á lággjaldaflugfélaginu Sterling í Danmörku. Þetta kemur fram í grein Agnesar Bragadóttur blaðamanns í Morgunblaðinu í dag.

Viðskipti innlent

Vissi ekki af vanda Icesave í mars

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og yfirmaður bankamála hér á landi segist ekki hafa vitað um vanda Icesave í mars á þessu ári líkt og Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hélt fram í Markaðnum í morgun. Björgvin segist fyrst hafa vitað af málinu í blálokin á ágúst.

Viðskipti innlent

Landsbankinn segist hafa átt fyrir Icesave innistæðum

Fyrrverandi stjórnendur Landsbankans segja eignir bankans hafa verið vel umfram innistæður á svokölluðum Icesave reikningum í Bretlandi. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sagði í Markaðnum á Stöð 2 í morgun að eignir Landsbankans hefðu ekki dugað fyrir innistæðunum.

Viðskipti innlent

Icesave viðvörunarbjöllur byrjuðu að hringja í mars

Viðvörunarbjöllur varðandi Icesave í Bretlandi fóru að hringja í marsmánuði ef marka má orð Sigurðar Einarssonar fyrrum stjórnarformanns Kaupþings í Markaðnum á Stöð 2 í morgun. Hann segir vanta svör við ýmsu tengdu Icesave sem hann segir að hafi komið niður á Kaupþingi í Bretlandi.

Viðskipti innlent

Stærstu mistökin voru að fara ekki úr landi

Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir stjórn Seðlabanka Íslands gjörsamlega hafa brugðist þegar ekkert var gert eftir að nefnd sem hann var formaður skilaði af sér skýrslu árið 2003. Þar var varað við ástandinu en ekkert var að gert. Þetta sagði Sigurður í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 í morgun.

Viðskipti innlent

Segir Davíð Oddsson hafa hótað því að taka Kaupþing niður

Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir að þeim Davíði Oddssyni hafi lent illilega saman á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í fyrra. Davíð hafi meðal annars hótað Sigurði að taka bankann niður ef þeir hættu ekki við umsókn sína um að fá að gera upp í evrum. Hann segir samskipti Seðlabankans við yfirstjórn Kaupþings hafa snarminnkað eftir að Davíð varð seðlabankastjóri.

Viðskipti innlent

Mistök að fara inn í Glitni

Tryggvi Þór Herbertsson fyrrverandi efnahagsráðgjafi Ríkisstjórnarinnar segir að þeir Geir H. Haarde hafi ekki verið sammála um hvaða leiðir ætti að fara. „Ég lagði til aðrar leiðir, stundum var hlustað og stundum ekki,“ sagði Tryggvi í Markaðnum hjá Birni Inga á Stöð 2 fyrir stundu. Hann segir neyðarlögin hafa verið skrifuð nóttina áður en þau voru sett og myndi ekki snerta á pólitík með tveggja metra löngu priki.

Viðskipti innlent

Valdi ekki Icesave sem viðskipti ársins

Ólafur Ísleifsson hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík segir í bréfi til þingmannsins Bjarna Harðarsonar í Morgunblaðinu í dag að hann hafi ekki setið í nefnd sem valdi Icesave ein af viðskiptum ársins, líkt og Bjarni hefur haldið fram á heimasíðu sinni.

Viðskipti innlent

Össur steig hæst í Kauphöllinni í dag

Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði um 3,56 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Þá hækkaði gengi bréfa í Atorku um 1,82 prósent, Eimskipafélagsins um 1,5 prósent og Marel Food Systems um 1,33.

Viðskipti innlent

Fjármálaráðuneyti Póllands staðfestir lán

Pólska fjármálaráðuneytið segir í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að þarlend yfirvöld muni lána Íslendingum 200 milljónir dollara. Vitnað er til yfirlýsingarinnar í virtum erlendum fréttamiðlum, þar á meðal hjá AFP-fréttaveitunni og Reuters.

Viðskipti innlent