Viðskipti innlent Bakkavör lækkar um tæpt prósent Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur lækkað um 0,95 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 4,17 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Viðskipti innlent 11.11.2008 10:27 Tap Milestone á falli Carnegie rúmlega 2 milljarðar kr. Móðurfélagið á bakvið Carnegie bankann verður leyst upp í framhaldi af því að sænska ríkið hefur yfirtekið bankann. Líklegt tap Milestone á falli Carnegie er rúmlega 2 milljarðar kr. þar sem hlutabréfin í bankanum eru nú talin verðlaus. Viðskipti innlent 11.11.2008 10:20 Norðurlönd skortir upplýsingar fyrir láni sínu til Íslands Talsmaður finnska fjármálaráðuneytisins segir að Norðurlöndin skorti upplýsingar frá íslenskum stjórnvöldum fyrir láni sínu til Íslands. Fyrr en þær upplýsingar liggi fyrir mun lánið ekki verða afgreitt. Viðskipti innlent 11.11.2008 08:53 Össur hækkaði mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu toppaði daginn með hækkun upp á 6,24 prósent í Kauphöllinni. Á eftir fylgdi Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, sem hækkaði um 2,58 prósent, og Marel Food Systems, sem hækkaði um 1,44 prósent. Viðskipti innlent 10.11.2008 17:54 Segja yfirtöku á Carnegie ekki hafa áhrif á sjóði bankans VBS fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að yfirtaka sænskra stjórnvalda á Carnegie-fjárfestingarbankanum í dag hafi hvorki áhrif á dagleg viðskipti með hlutdeildarskírteini Carnegie sjóðanna né verðmæti þeirra. Viðskipti innlent 10.11.2008 16:56 Sænski seðlabankinn hafnaði beiðni SÍ um gjaldmiðlaskipti Sænski seðlabankinn hafnaði nýlega beiðni Seðlabanka Íslands (SÍ) um að draga á gjaldmiðlaskiptalínu þá sem norrænu seðlabankarnir samþykktu í vor. SÍ hefur þegar dregið 200 milljónir evra frá norska seðlabankanum og sömu upphæð hjá danska seðlabankanum. Viðskipti innlent 10.11.2008 15:03 Soffía Lárusdóttir segir sig úr varastjórn Teymis Stjórn Teymis hf. hefur borist tilkynning frá Soffíu Lárusdóttur, varamanni í stjórn félagsins, þess efnis að hún segi sig úr varastjórn félagsins. Viðskipti innlent 10.11.2008 14:36 Lífeyrissjóðirnir tapa tugum milljarða króna á bankabréfum Allt útlit er fyrir að lífeyrissjóðirnir muni tapa tugum milljarða króna á eign sinni í skuldabréfum banka og sparisjóða hér á landi. Áður en bankakerfið hrundi lágu lífeyrissjóðirnir með 80-90 milljarða króna í þessum skuldabréfum í eignasöfnum sínum. Viðskipti innlent 10.11.2008 13:00 Tíðni makaskiptasamninga í fasteignaviðskiptum stóreykst Tíðni makaskiptasamninga í fasteignaviðskiptum hefur stóraukist undanfarna mánuði samkvæmt gögnum frá Fasteignamati ríkisins. Með makaskiptasamningi er átt við kaupsamning þar sem hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. Viðskipti innlent 10.11.2008 11:57 Samþykktu að selja allt stofnfé SPM til Nýja Kaupþings Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum á föstudaginn var að taka tilboði frá Nýja Kaupþingi í allt stofnfé Sparisjóðs Mýrasýslu. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar Nýja Kaupþings. Viðskipti innlent 10.11.2008 11:02 Ísland er ekki á dagkrá IMF þessa vikuna Samkvæmt heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) er Ísland ekki á dagkrá þar á bæ þessa vikuna. Hins vegar mun stjórn IMF ræða málefni Al Salvador, Líbanons, Seychelles-eyja og Armeníu í vikunni. Viðskipti innlent 10.11.2008 10:39 Viðskiptablaðið segir öllum upp og óskar eftir greiðslustöðvun Vegna viðvarandi rekstrarerfiðleika hafa eigendur Viðskiptablaðsins afráðið að draga saman útgáfu blaðsins og einskorða hana hér eftir við eitt tölublað í viku. Jafnframt hefur útgáfufélag blaðsins, Framtíðarsýn hf. óskað eftir greiðslustöðvun og öllum starfsmönnum félagsins hefur verið sagt upp. Viðskipti innlent 10.11.2008 10:23 Össur hækkar einn í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur hækkað um 0,97 prósent í sex viðskiptum upp á 38 milljónir króna í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfingin á íslenskum hlutabréfamarkaði frá því viðskipti hófust fyrir tæpum tuttugu mínútum. Viðskipti innlent 10.11.2008 10:19 Illa gengur að selja Sterling Skiptaráðanda í þrotabúi danska flugfélagsins Sterling, sem var í eigu íslendinga, gengur illa að selja félagið, en stefnt var að því að sölu lyki fyrir helgi. Viðskipti innlent 10.11.2008 07:11 Fiskvon á Patreksfirði greiddi hæstu meðallaunin í fyrra Útvegsfyrirtækið Fiskvon á Patreksfirði greiddi hæstu meðallaun í sjávarútvegi í fyrra, en fyrirtækið gerir út dragnótabátinn Þorstein BA. Viðskipti innlent 10.11.2008 07:07 FME gat ekki komið í veg fyrir Icesave vanda Fjármálaeftirlitið gat ekki knúið Landsbankann til þess að færa Icesave reikningana úr útibúi þess á Íslandi yfir í dótturfélag í Bretlandi. Engu að síður hafði eftilitið mælst til þess við Landsbankann að svo yrði gert. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Vísis varðandi Icesave. Viðskipti innlent 9.11.2008 22:49 Ræddi ekki við Björgvin um Icesave-vanda í vor Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segist ekki hafa rætt sérstaklega um málefni Icesave-reikninganna og að væri að breytingum félagsins í dótturfélag eða gerð samkomulags við breska Fjármálaeftirlitið um umgjörð reikninganna við viðskiptaráðherra í vor. Viðskipti innlent 9.11.2008 19:01 Pálmi tjáir sig ekki um milljarðana þrjá frá FL Sumarið 2005 lét Hannes Smárason, þá stjórnarformaður FL, flytja án heimildar þrjá milljarða króna af reikningum FL til Kaupþings í Lúxemborg, til þess að hjálpa Pálma Haraldssyni við að greiða fyrir kaupin á lággjaldaflugfélaginu Sterling í Danmörku. Þetta kemur fram í grein Agnesar Bragadóttur blaðamanns í Morgunblaðinu í dag. Viðskipti innlent 9.11.2008 13:02 Vissi ekki af vanda Icesave í mars Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og yfirmaður bankamála hér á landi segist ekki hafa vitað um vanda Icesave í mars á þessu ári líkt og Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hélt fram í Markaðnum í morgun. Björgvin segist fyrst hafa vitað af málinu í blálokin á ágúst. Viðskipti innlent 8.11.2008 20:25 Landsbankinn segist hafa átt fyrir Icesave innistæðum Fyrrverandi stjórnendur Landsbankans segja eignir bankans hafa verið vel umfram innistæður á svokölluðum Icesave reikningum í Bretlandi. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sagði í Markaðnum á Stöð 2 í morgun að eignir Landsbankans hefðu ekki dugað fyrir innistæðunum. Viðskipti innlent 8.11.2008 18:14 Icesave viðvörunarbjöllur byrjuðu að hringja í mars Viðvörunarbjöllur varðandi Icesave í Bretlandi fóru að hringja í marsmánuði ef marka má orð Sigurðar Einarssonar fyrrum stjórnarformanns Kaupþings í Markaðnum á Stöð 2 í morgun. Hann segir vanta svör við ýmsu tengdu Icesave sem hann segir að hafi komið niður á Kaupþingi í Bretlandi. Viðskipti innlent 8.11.2008 17:00 Stærstu mistökin voru að fara ekki úr landi Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir stjórn Seðlabanka Íslands gjörsamlega hafa brugðist þegar ekkert var gert eftir að nefnd sem hann var formaður skilaði af sér skýrslu árið 2003. Þar var varað við ástandinu en ekkert var að gert. Þetta sagði Sigurður í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 í morgun. Viðskipti innlent 8.11.2008 15:32 Segir Davíð Oddsson hafa hótað því að taka Kaupþing niður Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir að þeim Davíði Oddssyni hafi lent illilega saman á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í fyrra. Davíð hafi meðal annars hótað Sigurði að taka bankann niður ef þeir hættu ekki við umsókn sína um að fá að gera upp í evrum. Hann segir samskipti Seðlabankans við yfirstjórn Kaupþings hafa snarminnkað eftir að Davíð varð seðlabankastjóri. Viðskipti innlent 8.11.2008 12:24 Mistök að fara inn í Glitni Tryggvi Þór Herbertsson fyrrverandi efnahagsráðgjafi Ríkisstjórnarinnar segir að þeir Geir H. Haarde hafi ekki verið sammála um hvaða leiðir ætti að fara. „Ég lagði til aðrar leiðir, stundum var hlustað og stundum ekki,“ sagði Tryggvi í Markaðnum hjá Birni Inga á Stöð 2 fyrir stundu. Hann segir neyðarlögin hafa verið skrifuð nóttina áður en þau voru sett og myndi ekki snerta á pólitík með tveggja metra löngu priki. Viðskipti innlent 8.11.2008 12:00 Valdi ekki Icesave sem viðskipti ársins Ólafur Ísleifsson hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík segir í bréfi til þingmannsins Bjarna Harðarsonar í Morgunblaðinu í dag að hann hafi ekki setið í nefnd sem valdi Icesave ein af viðskiptum ársins, líkt og Bjarni hefur haldið fram á heimasíðu sinni. Viðskipti innlent 8.11.2008 09:34 SPRON frestar uppgjöri vegna fjármálakreppu SPRON hf. hefur ákveðið að fresta birtingu uppgjörs fyrir þriðja ársfjórðung vegna áframhaldandi óvissu á íslenskum fjármálamarkaði. Viðskipti innlent 7.11.2008 19:59 Samson fer fram á gjaldþrotaskipti Stjórn Samson eignarhaldsfélags hefur óskað eftir við Héraðsdóm Reykjavíkur að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Viðskipti innlent 7.11.2008 18:02 Össur steig hæst í Kauphöllinni í dag Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði um 3,56 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Þá hækkaði gengi bréfa í Atorku um 1,82 prósent, Eimskipafélagsins um 1,5 prósent og Marel Food Systems um 1,33. Viðskipti innlent 7.11.2008 16:51 Stór sölusamningur um ker í nýja síldarverksmiðju í Rússlandi Promens Dalvík ehf. hefur gert samning um framleiðslu á um 1000 fiskikerum og lokum fyrir nýja og fullkomna síldarverksmiðju í Rússlandi. Viðskipti innlent 7.11.2008 13:54 Fjármálaráðuneyti Póllands staðfestir lán Pólska fjármálaráðuneytið segir í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að þarlend yfirvöld muni lána Íslendingum 200 milljónir dollara. Vitnað er til yfirlýsingarinnar í virtum erlendum fréttamiðlum, þar á meðal hjá AFP-fréttaveitunni og Reuters. Viðskipti innlent 7.11.2008 12:46 « ‹ ›
Bakkavör lækkar um tæpt prósent Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur lækkað um 0,95 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 4,17 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Viðskipti innlent 11.11.2008 10:27
Tap Milestone á falli Carnegie rúmlega 2 milljarðar kr. Móðurfélagið á bakvið Carnegie bankann verður leyst upp í framhaldi af því að sænska ríkið hefur yfirtekið bankann. Líklegt tap Milestone á falli Carnegie er rúmlega 2 milljarðar kr. þar sem hlutabréfin í bankanum eru nú talin verðlaus. Viðskipti innlent 11.11.2008 10:20
Norðurlönd skortir upplýsingar fyrir láni sínu til Íslands Talsmaður finnska fjármálaráðuneytisins segir að Norðurlöndin skorti upplýsingar frá íslenskum stjórnvöldum fyrir láni sínu til Íslands. Fyrr en þær upplýsingar liggi fyrir mun lánið ekki verða afgreitt. Viðskipti innlent 11.11.2008 08:53
Össur hækkaði mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu toppaði daginn með hækkun upp á 6,24 prósent í Kauphöllinni. Á eftir fylgdi Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, sem hækkaði um 2,58 prósent, og Marel Food Systems, sem hækkaði um 1,44 prósent. Viðskipti innlent 10.11.2008 17:54
Segja yfirtöku á Carnegie ekki hafa áhrif á sjóði bankans VBS fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að yfirtaka sænskra stjórnvalda á Carnegie-fjárfestingarbankanum í dag hafi hvorki áhrif á dagleg viðskipti með hlutdeildarskírteini Carnegie sjóðanna né verðmæti þeirra. Viðskipti innlent 10.11.2008 16:56
Sænski seðlabankinn hafnaði beiðni SÍ um gjaldmiðlaskipti Sænski seðlabankinn hafnaði nýlega beiðni Seðlabanka Íslands (SÍ) um að draga á gjaldmiðlaskiptalínu þá sem norrænu seðlabankarnir samþykktu í vor. SÍ hefur þegar dregið 200 milljónir evra frá norska seðlabankanum og sömu upphæð hjá danska seðlabankanum. Viðskipti innlent 10.11.2008 15:03
Soffía Lárusdóttir segir sig úr varastjórn Teymis Stjórn Teymis hf. hefur borist tilkynning frá Soffíu Lárusdóttur, varamanni í stjórn félagsins, þess efnis að hún segi sig úr varastjórn félagsins. Viðskipti innlent 10.11.2008 14:36
Lífeyrissjóðirnir tapa tugum milljarða króna á bankabréfum Allt útlit er fyrir að lífeyrissjóðirnir muni tapa tugum milljarða króna á eign sinni í skuldabréfum banka og sparisjóða hér á landi. Áður en bankakerfið hrundi lágu lífeyrissjóðirnir með 80-90 milljarða króna í þessum skuldabréfum í eignasöfnum sínum. Viðskipti innlent 10.11.2008 13:00
Tíðni makaskiptasamninga í fasteignaviðskiptum stóreykst Tíðni makaskiptasamninga í fasteignaviðskiptum hefur stóraukist undanfarna mánuði samkvæmt gögnum frá Fasteignamati ríkisins. Með makaskiptasamningi er átt við kaupsamning þar sem hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. Viðskipti innlent 10.11.2008 11:57
Samþykktu að selja allt stofnfé SPM til Nýja Kaupþings Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum á föstudaginn var að taka tilboði frá Nýja Kaupþingi í allt stofnfé Sparisjóðs Mýrasýslu. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar Nýja Kaupþings. Viðskipti innlent 10.11.2008 11:02
Ísland er ekki á dagkrá IMF þessa vikuna Samkvæmt heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) er Ísland ekki á dagkrá þar á bæ þessa vikuna. Hins vegar mun stjórn IMF ræða málefni Al Salvador, Líbanons, Seychelles-eyja og Armeníu í vikunni. Viðskipti innlent 10.11.2008 10:39
Viðskiptablaðið segir öllum upp og óskar eftir greiðslustöðvun Vegna viðvarandi rekstrarerfiðleika hafa eigendur Viðskiptablaðsins afráðið að draga saman útgáfu blaðsins og einskorða hana hér eftir við eitt tölublað í viku. Jafnframt hefur útgáfufélag blaðsins, Framtíðarsýn hf. óskað eftir greiðslustöðvun og öllum starfsmönnum félagsins hefur verið sagt upp. Viðskipti innlent 10.11.2008 10:23
Össur hækkar einn í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur hækkað um 0,97 prósent í sex viðskiptum upp á 38 milljónir króna í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfingin á íslenskum hlutabréfamarkaði frá því viðskipti hófust fyrir tæpum tuttugu mínútum. Viðskipti innlent 10.11.2008 10:19
Illa gengur að selja Sterling Skiptaráðanda í þrotabúi danska flugfélagsins Sterling, sem var í eigu íslendinga, gengur illa að selja félagið, en stefnt var að því að sölu lyki fyrir helgi. Viðskipti innlent 10.11.2008 07:11
Fiskvon á Patreksfirði greiddi hæstu meðallaunin í fyrra Útvegsfyrirtækið Fiskvon á Patreksfirði greiddi hæstu meðallaun í sjávarútvegi í fyrra, en fyrirtækið gerir út dragnótabátinn Þorstein BA. Viðskipti innlent 10.11.2008 07:07
FME gat ekki komið í veg fyrir Icesave vanda Fjármálaeftirlitið gat ekki knúið Landsbankann til þess að færa Icesave reikningana úr útibúi þess á Íslandi yfir í dótturfélag í Bretlandi. Engu að síður hafði eftilitið mælst til þess við Landsbankann að svo yrði gert. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Vísis varðandi Icesave. Viðskipti innlent 9.11.2008 22:49
Ræddi ekki við Björgvin um Icesave-vanda í vor Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segist ekki hafa rætt sérstaklega um málefni Icesave-reikninganna og að væri að breytingum félagsins í dótturfélag eða gerð samkomulags við breska Fjármálaeftirlitið um umgjörð reikninganna við viðskiptaráðherra í vor. Viðskipti innlent 9.11.2008 19:01
Pálmi tjáir sig ekki um milljarðana þrjá frá FL Sumarið 2005 lét Hannes Smárason, þá stjórnarformaður FL, flytja án heimildar þrjá milljarða króna af reikningum FL til Kaupþings í Lúxemborg, til þess að hjálpa Pálma Haraldssyni við að greiða fyrir kaupin á lággjaldaflugfélaginu Sterling í Danmörku. Þetta kemur fram í grein Agnesar Bragadóttur blaðamanns í Morgunblaðinu í dag. Viðskipti innlent 9.11.2008 13:02
Vissi ekki af vanda Icesave í mars Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og yfirmaður bankamála hér á landi segist ekki hafa vitað um vanda Icesave í mars á þessu ári líkt og Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hélt fram í Markaðnum í morgun. Björgvin segist fyrst hafa vitað af málinu í blálokin á ágúst. Viðskipti innlent 8.11.2008 20:25
Landsbankinn segist hafa átt fyrir Icesave innistæðum Fyrrverandi stjórnendur Landsbankans segja eignir bankans hafa verið vel umfram innistæður á svokölluðum Icesave reikningum í Bretlandi. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sagði í Markaðnum á Stöð 2 í morgun að eignir Landsbankans hefðu ekki dugað fyrir innistæðunum. Viðskipti innlent 8.11.2008 18:14
Icesave viðvörunarbjöllur byrjuðu að hringja í mars Viðvörunarbjöllur varðandi Icesave í Bretlandi fóru að hringja í marsmánuði ef marka má orð Sigurðar Einarssonar fyrrum stjórnarformanns Kaupþings í Markaðnum á Stöð 2 í morgun. Hann segir vanta svör við ýmsu tengdu Icesave sem hann segir að hafi komið niður á Kaupþingi í Bretlandi. Viðskipti innlent 8.11.2008 17:00
Stærstu mistökin voru að fara ekki úr landi Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir stjórn Seðlabanka Íslands gjörsamlega hafa brugðist þegar ekkert var gert eftir að nefnd sem hann var formaður skilaði af sér skýrslu árið 2003. Þar var varað við ástandinu en ekkert var að gert. Þetta sagði Sigurður í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 í morgun. Viðskipti innlent 8.11.2008 15:32
Segir Davíð Oddsson hafa hótað því að taka Kaupþing niður Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir að þeim Davíði Oddssyni hafi lent illilega saman á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í fyrra. Davíð hafi meðal annars hótað Sigurði að taka bankann niður ef þeir hættu ekki við umsókn sína um að fá að gera upp í evrum. Hann segir samskipti Seðlabankans við yfirstjórn Kaupþings hafa snarminnkað eftir að Davíð varð seðlabankastjóri. Viðskipti innlent 8.11.2008 12:24
Mistök að fara inn í Glitni Tryggvi Þór Herbertsson fyrrverandi efnahagsráðgjafi Ríkisstjórnarinnar segir að þeir Geir H. Haarde hafi ekki verið sammála um hvaða leiðir ætti að fara. „Ég lagði til aðrar leiðir, stundum var hlustað og stundum ekki,“ sagði Tryggvi í Markaðnum hjá Birni Inga á Stöð 2 fyrir stundu. Hann segir neyðarlögin hafa verið skrifuð nóttina áður en þau voru sett og myndi ekki snerta á pólitík með tveggja metra löngu priki. Viðskipti innlent 8.11.2008 12:00
Valdi ekki Icesave sem viðskipti ársins Ólafur Ísleifsson hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík segir í bréfi til þingmannsins Bjarna Harðarsonar í Morgunblaðinu í dag að hann hafi ekki setið í nefnd sem valdi Icesave ein af viðskiptum ársins, líkt og Bjarni hefur haldið fram á heimasíðu sinni. Viðskipti innlent 8.11.2008 09:34
SPRON frestar uppgjöri vegna fjármálakreppu SPRON hf. hefur ákveðið að fresta birtingu uppgjörs fyrir þriðja ársfjórðung vegna áframhaldandi óvissu á íslenskum fjármálamarkaði. Viðskipti innlent 7.11.2008 19:59
Samson fer fram á gjaldþrotaskipti Stjórn Samson eignarhaldsfélags hefur óskað eftir við Héraðsdóm Reykjavíkur að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Viðskipti innlent 7.11.2008 18:02
Össur steig hæst í Kauphöllinni í dag Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði um 3,56 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Þá hækkaði gengi bréfa í Atorku um 1,82 prósent, Eimskipafélagsins um 1,5 prósent og Marel Food Systems um 1,33. Viðskipti innlent 7.11.2008 16:51
Stór sölusamningur um ker í nýja síldarverksmiðju í Rússlandi Promens Dalvík ehf. hefur gert samning um framleiðslu á um 1000 fiskikerum og lokum fyrir nýja og fullkomna síldarverksmiðju í Rússlandi. Viðskipti innlent 7.11.2008 13:54
Fjármálaráðuneyti Póllands staðfestir lán Pólska fjármálaráðuneytið segir í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að þarlend yfirvöld muni lána Íslendingum 200 milljónir dollara. Vitnað er til yfirlýsingarinnar í virtum erlendum fréttamiðlum, þar á meðal hjá AFP-fréttaveitunni og Reuters. Viðskipti innlent 7.11.2008 12:46
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent