Viðskipti innlent

Illa gengur að selja Sterling

Skiptaráðanda í þrotabúi danska flugfélagsins Sterling, sem var í eigu íslendinga, gengur illa að selja félagið, en stefnt var að því að sölu lyki fyrir helgi.

Á föstudag hætti fjárfestirinn Karsten Ree við kaupin , meðal annars vegna þess að önnur flugfélög eru að fylla upp í tómarúmið, sem myndaðist eftir gjaldþrot Sterling. Flugfélögin Norwegian, Easyjet og Transavia eru öll farin að fljúga á fyrrum leiðum Sterling og lýst Karsten Ree ekki á að fara að keppa við þau eins og á stendur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×