Viðskipti innlent

Fréttaskýring: Hver er þessi skilanefndar-Lárus

Formaður skilanefndar Landsbankans, Lárus Finnbogason, gengdi stjórnarformennsku í Fjármálaeftirlitinu frá 1. janúar árið 2007 þangað til Jón Sigurðsson tók við embættinu eftir bankahrun 2008. Þá hafði Lárus setið sleitulaust í stjórn Fjármálaeftirlitsins frá 1999 þegar eftirlitið var stofnað.

Viðskipti innlent

Skráð atvinnuleysi var 9,1% í apríl

Skráð atvinnuleysi í apríl 2009 var 9,1% og jókst úr 8,9% í mars, eða um 1,8%. Að meðaltali voru 14.814 manns atvinnulausir í apríl eða 268 fleiri að jafnaði en í mars. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.717 manns að jafnaði.

Viðskipti innlent

Óverðtryggðir langtímavextir ekki lægri síðan 2004

Ef frá er talinn fyrri hluti októbermánaðar síðastliðins, þegar flótti í öryggi réði lögum og lofum á skuldabréfamarkaði, hafa óverðtryggðir langtímavextir aðeins einu sinni verið eins lágir og nú frá tilkomu RIKB13 á vordögum 2002. Var það vorið 2004, rétt áður en Seðlabankinn hóf vaxtahækkunarferli sitt sem stóð allt fram á lokafjórðung síðasta árs.

Viðskipti innlent

Eimskip selur hlutinn sinn í Containerships

Eimskip hefur gert samning um sölu á 65% hlut sinn í finnska skipafélaginu Containerships. Kaupandi er Container Finance sem verið hefur minnihluta eigandi í Containerships. Salan er gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar félagsins og að aflétting veða takist. Með þessu lækka skuldir félagsins um 11 milljarða kr.

Viðskipti innlent

Tenging við Ísland hamlar viðskiptum

Flugvélamiðlunin Avion Aircraft Trading lætur dótturfélag á Írlandi annast ný viðskipti að mestu. Undanþága frá gjaldeyrishömlum gerir að reksturinn er ekki alveg fluttur. „Ef lagt er út í ný viðskipti, eða við fyrirtæki sem ekki þekkja til okkar, þá getur tengingin við Ísland truflað vegna orðspors landsins. Traustið er ekkert,“ segir Hafþór Hilmarsson, starfandi stjórnarformaður Avion Aircraft Trading (AAT). Orðróm um að félag hans sé flutt úr landi segir hann hins vegar orðum aukinn.

Viðskipti innlent

Seldi BYR-hlut án samþykkis skilanefndar

Yfirlögmaður Landsbanka Íslands skrifaði undir framsalsbeiðni á 2,6% hlut skilanefndarinnar í BYR þrátt fyrir að hann hefði ekki haft samþykki skilanefndarinnar. Allt í plati segir skilanefndin sem hætti við söluna eftir frétt Stöðvar 2 í gærkvöld. Stofnfjáreigandi vill senda skilanefndina út í fjós að vinna.

Viðskipti innlent

Stofnfjáraðilalisti Byrs á vefinn á ný

Listi yfir stofnfjáreigendur Byrs sparisjóðs hefur verið birtur á ný á vefnum. Fyrr í dag hvarf listinn af heimasíðu sjóðsins en síðar kom í ljós að verið var að uppfæra hann. Staðan á stærstu eigendum sjóðsins er því á ný orðin sú sama og hún var áður en tilkynnt var um sölu Landsbankans á tveggja prósenta hlut til Reykjavík Invest. Sú ákvörðun var dregin til baka í gær þegar skilanefnd Landsbankans tók ákvörðun um að ekkert yrði af viðskiptunum.

Viðskipti innlent

Útlán ÍLS jukust um 14% milli mánaða

Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) rúmlega 2,8 milljörðum króna í apríl. Þar af voru rúmir 1,9 milljarðar vegna almennra lána og rúmar 900 milljónir vegna leiguíbúðalána. Heildarútlán sjóðsins jukust því um tæplega 14% frá fyrra mánuði.

Viðskipti innlent

Alfesca skilar góðu uppgjöri

Alfesca tapað um 0,3 milljónum evra, eða rúmlega 51 milljón kr., á þriðja ársfjórðungi (reikningsárið gildir frá júlí til júlí), en gengi gjaldmiðla og fjárfestingar vegna endurskipulagningar starfseminnar hafði þar áhrif. Félagið telur þetta viðunandi árangur miðað við markaðsaðstæður.

Viðskipti innlent

Skilanefnd skellir skuldinni á starfsmenn sína

„Lárus Finnbogason var ekkert inni í þessu máli," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, spurður út í fyrirhugaða sölu á stofnfjárbréfum í Byr til Reykjavík Invest en Lárus Finnbogason formaður skilanefndarinnar er endurskoðandi félagsins. Salan á bréfunum var tilkynnt á stjórnarfundi hjá Byr síðastliðinn föstudag en skilanefndin ákvað á fundi í gær að ekkert yrði af henni. Lárus vék af þeim fundi vegna tengsla sinna við Reykjavík Invest að sögn Páls. Hann segir að starfsmenn nefndarinnar hafi gengið of langt.

Viðskipti innlent

Listi yfir stofnfjáreigendur Byr hverfur

Listi yfir stofnfjáreigendur Byrs var fjarlægður af heimasíðu Byrs í morgun en þar kom fram að Reykjavík Invest ætti 2,6 prósent hlut í bankanum þrátt fyrir tilkynningu skilanefndar Landsbankans í gær um að viðskiptin hefðu ekki átt sér stað.

Viðskipti innlent

Segjast ekki hafa komið nálægt tilraun til stofnfjárkaupa

„Við komum ekkert að þessari sölu," segir Rakel Gylfadóttir sem býður sig fram ásamt Arnari Bjarnasyni í stjórn Byrs. Arnar á eignarhaldsfélagið Reykjavík Invest sem hugðist kaupa stofnfjárbréf af skilanefndar Landsbankans en formaður nefndarinnar, Lárus Finnbogason, hugðist hafa milligöngu um það.

Viðskipti innlent

Fjölmargir og miklir óvissuþættir í nýrri þjóðhagsspá

Óvissuþættir í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem birt er í dag eru fjölmargir og miklir og tengjast endurreisn bankakerfisins, afnámi hafta á gjaldeyrismarkaði, gengi krónunnar, fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja, breytingum á alþjóðlegu samstarfi, frekari stóriðjuframkvæmdum og ástandi á vinnumarkaði.

Viðskipti innlent