Tenging við Ísland hamlar viðskiptum Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. maí 2009 05:00 Hafþór Hafsteinsson „Ef lagt er út í ný viðskipti, eða við fyrirtæki sem ekki þekkja til okkar, þá getur tengingin við Ísland truflað vegna orðspors landsins. Traustið er ekkert,“ segir Hafþór Hilmarsson, starfandi stjórnarformaður Avion Aircraft Trading (AAT). Orðróm um að félag hans sé flutt úr landi segir hann hins vegar orðum aukinn. „Á Írlandi eigum við dótturfélag, sem aftur á tvær flugvélar,“ segir hann, en bætir um leið við að AAT noti nú írska dótturfélagið þegar kemur að nýjum viðskiptum. AAT, sem annast kaup, sölu og leigu fraktflugvéla, var áður hluti af Avion Group, en er nú í eigu Arctic Partners. AAT fellur undir skilgreiningar Seðlabankans um undanþágu frá lögum um gjaldeyrishöft, enda bæði með meirihluta tekna og gjalda í erlendri mynt. Hafþór segir félagið því ekki hyggja á flutning starfsumhverfisins vegna, en hefði félagið ekki fengið undanþágu frá lögunum er ljóst að það hefði ekki getað haldið starfseminni áfram hér á landi. Hann segir hins vegar lítið traust í alþjóðaviðskiptum og ljóst að ekki hjálpi til að segjast koma frá Íslandi í samskiptum við fyrirtæki eða fjármálastofnanir sem fyrirtækið hafi ekki átt í samskiptum við áður. „Þá er betra að nota írska dótturfélagið.“ Markaðurinn hefur hins vegar heimildir fyrir því að önnur smærri fyrirtæki sem ekki hafa fengið undanþágu frá gjaldeyrislögunum séu sum hver að hugsa sér til hreyfings. Nýlegt dæmi er um félag sem er með þjónustustarfsemi erlendis og ætlaði í hagræðingarskyni að kaupa litla íbúð í Lundúnum vegna tíðra ferða þangað. Gjaldeyrislögin gerðu hins vegar að verkum að fyrirtækið mátti ekki taka yfir lánin sem á íbúðinni hvíldu. Fyrirtæki í þessari stöðu, sem eru með erlenda starfsemi án þess þó að falla undir undanþáguákvæði gjaldeyrislaganna, horfa gjarnan til Írlands með mögulegan flutning í huga, þar sem aðbúnaður sé þar góður og skattaumhverfi hagkvæmt. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem nefnt er hér að ofan segir að þar á bæ séu menn langþreyttir á að mega ekki haga fjárfestingum eftir eigin höfði og vera meinað að stökkva á tækifæri sem upp kunna að koma á erlendri grundu. Gjaldeyrishöftin voru lögleidd í lok nóvember og áttu samkvæmt laganna hljóðan að gilda í tvö ár, jafnlengi og samkomulag ríkisstjórnarinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Seðlabankinn segir stefnt að því að afnema höftin í þrepum eftir því sem aðstæður leyfa. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Ef lagt er út í ný viðskipti, eða við fyrirtæki sem ekki þekkja til okkar, þá getur tengingin við Ísland truflað vegna orðspors landsins. Traustið er ekkert,“ segir Hafþór Hilmarsson, starfandi stjórnarformaður Avion Aircraft Trading (AAT). Orðróm um að félag hans sé flutt úr landi segir hann hins vegar orðum aukinn. „Á Írlandi eigum við dótturfélag, sem aftur á tvær flugvélar,“ segir hann, en bætir um leið við að AAT noti nú írska dótturfélagið þegar kemur að nýjum viðskiptum. AAT, sem annast kaup, sölu og leigu fraktflugvéla, var áður hluti af Avion Group, en er nú í eigu Arctic Partners. AAT fellur undir skilgreiningar Seðlabankans um undanþágu frá lögum um gjaldeyrishöft, enda bæði með meirihluta tekna og gjalda í erlendri mynt. Hafþór segir félagið því ekki hyggja á flutning starfsumhverfisins vegna, en hefði félagið ekki fengið undanþágu frá lögunum er ljóst að það hefði ekki getað haldið starfseminni áfram hér á landi. Hann segir hins vegar lítið traust í alþjóðaviðskiptum og ljóst að ekki hjálpi til að segjast koma frá Íslandi í samskiptum við fyrirtæki eða fjármálastofnanir sem fyrirtækið hafi ekki átt í samskiptum við áður. „Þá er betra að nota írska dótturfélagið.“ Markaðurinn hefur hins vegar heimildir fyrir því að önnur smærri fyrirtæki sem ekki hafa fengið undanþágu frá gjaldeyrislögunum séu sum hver að hugsa sér til hreyfings. Nýlegt dæmi er um félag sem er með þjónustustarfsemi erlendis og ætlaði í hagræðingarskyni að kaupa litla íbúð í Lundúnum vegna tíðra ferða þangað. Gjaldeyrislögin gerðu hins vegar að verkum að fyrirtækið mátti ekki taka yfir lánin sem á íbúðinni hvíldu. Fyrirtæki í þessari stöðu, sem eru með erlenda starfsemi án þess þó að falla undir undanþáguákvæði gjaldeyrislaganna, horfa gjarnan til Írlands með mögulegan flutning í huga, þar sem aðbúnaður sé þar góður og skattaumhverfi hagkvæmt. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem nefnt er hér að ofan segir að þar á bæ séu menn langþreyttir á að mega ekki haga fjárfestingum eftir eigin höfði og vera meinað að stökkva á tækifæri sem upp kunna að koma á erlendri grundu. Gjaldeyrishöftin voru lögleidd í lok nóvember og áttu samkvæmt laganna hljóðan að gilda í tvö ár, jafnlengi og samkomulag ríkisstjórnarinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Seðlabankinn segir stefnt að því að afnema höftin í þrepum eftir því sem aðstæður leyfa.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira