Viðskipti innlent

Seldi BYR-hlut án samþykkis skilanefndar

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Yfirlögmaður Landsbanka Íslands skrifaði undir framsalsbeiðni á 2,6% hlut skilanefndarinnar í BYR þrátt fyrir að hann hefði ekki haft samþykki skilanefndarinnar. Allt í plati segir skilanefndin sem hætti við söluna eftir frétt Stöðvar 2 í gærkvöld. Stofnfjáreigandi vill senda skilanefndina út í fjós að vinna.

Samkvæmt heimildum fréttastofu barst framsalsbeiðni á hlut Landsbankans inn á borð stjórnar BYRS í síðustu viku. Óskað var eftir því að sala á hlut bankans til lítils fjárfestingarfélags, Reykjavik Invest, yrði samþykkt. Eggert Páll Ólason, yfirlögmaður Landsbanka Íslands, skrifaði undir framsalsbeiðnina.

Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að framsalsbeiðnin hafi verið með fyrirvara um samþykki skilanefndarinnar. Stjórn BYRS tekur aftur á móti engar beiðnir til greina nema að sá aðili sem sendir beiðnina hafi umboð þeirra sem halda utan um hlutinn, í þessu tilviki skilanefndarinnar.

Form beiðnarinnar var með hefðbundnum hætti og var salan samþykkt. Stofnfjárlista BYRS var breytt í kjölfarið og Reykjavik Invest var með 10 stærstu eigendum sjóðsins. Skilanefndin fundaði eftir fréttir okkar í gær og tók þá ákvörðun að ógilda söluna. Páll segir ákvörðunina byggjast á því að salan hafi ekki verið góð fyrir hagsmuni bankans.

Lárus Finnbogason, formaður skilanefndarinnar og endurskoðandi Reykjavik Invest, hefur ekki viljað tjá sig um málið í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og sver af sér að hafa komið að þeirri ákvörðun að selja hlutinn. Athygli vekur þó að tveir skilanefndarmenn heyrðu fyrst um málið í fréttum okkar í gær, þeir Einar Jónsson og Lárentsínus Kristjánsson.

Á fréttamannafundi á Akureyri í dag voru forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra öll sammála um það að Fjármálaeftirlitið verði að rannsaka þetta mál hratt og vel. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, að búið væri að kanna málið. Um mistök starfsmanna Landsbankans væri að ræða og málið yrði ekki rannsakað frekar nema að eitthvað annað kæmi í ljós.

Mikil átök hafa verið í BYR en aðalfundur er á morgun þar sem ný stjórn félagsins verður kosin. Stofnfjáreigendum sem fréttastofa hefur rætt við þykir tímasetning á sölunni vera undarleg og eru ósáttir við störf skilanefndarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.