Viðskipti innlent

Nordea mælir með sölu á Atlantic Petroleum

Atlantic Petroleum birtir uppgjör sitt yfir fyrsta ársfjórðung fyrir opnun markaða á föstudagsmorgun. Nordea bankinn hefur uppfært verðmat sitt á hlutnum í félaginu úr 315 dkr. í 330 dkr.í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en mælir samt með sölu. Ástæðan eru áhyggjur af skuldastöðu félagsins.

Viðskipti innlent

Enginn arður greiddur hluthöfum Bakkavarar

Stjórn Bakkavör Group hf. gerir að tillögu sinni að aðalfundur félagsins haldinn 20. maí 2009, samþykki að ekki verði greiddur arður til hluthafa. Tap félagsins að fjárhæð 153.872 þúsund sterlingspund verði fært til lækkunar á eigin fé félagsins.

Viðskipti innlent

Ásmundur fær ekki borgað fyrir stjórnarformennskuna

Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans, þiggur ekki laun fyrir að gegna stjórnarformennsku í eignaumsýslufélögum Landsbankans en tilkynnt var um stofnun þeirra í gær. Dótturfélög bankans, Reginn ehf, og Eignarhaldsfélagið Vestia fara annars vegar með eignarhald bankans á fasteignum og hinsvegar með eignarhald Landsbankans á hlutaféi annara rekstrarfélaga.

Viðskipti innlent

Tvær skrifstofur Ferðamálastofu lagðar niður erlendis

Skrifstofur Ferðamálastofu í Kaupmannahöfn og Frankfurt verða lagðar niður, og munu verkefni þeirra flytjast að stórum hluta til sendiráða Íslands í viðkomandi ríkjum sem þannig taka að sér hlutverk markaðsskrifstofa ferðamála í náinni samvinnu við Ferðamálastofu og Útflutningsráð.

Viðskipti innlent

Áfram niðursveifla á íbúðaverði í höfuðborginni

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,6% milli mars og apríl samkvæmt upplýsingum sem Fasteignaskrá Íslands birti í gær. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur samkvæmt vísitölu Fasteignaskrár lækkað samfellt undanfarna níu mánuði og nemur lækkunin á þeim tíma samtals 10%.

Viðskipti innlent

Félag(i) Hannes?

Og enn um athafnamenn því Vísir greindi frá því í vikunni að skuldir Hannesar Smárasonar, fyrrverandi forstjóra FL Group (nú Stoða), næmu hátt í 45 milljörðum króna að því gefnu að hann hafi ekkert greitt niður af skuldabagganum frá árslokum 2007.

Viðskipti innlent

Eftir atvikum

Þótt fjármálakreppan hafi bugað og beygt marga af auðugustu einstaklingum landsins telst þeim til tekna að þeir hafa húmor fyrir aðstæðum sínum.

Viðskipti innlent

Sekt og áminning hjá Straumi

Kauphöllin hefur ákveðið að áminna Straum opinberlega og beita févíti að upphæð 1,5 milljónir kr. vegna atvika þar sem útgefandi er talinn hafa gerst brotlegur við ákvæði reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni. Um er að ræða lán Seðlabankans til Straums sem visir.is greindi frá á sínum tíma.

Viðskipti innlent