Viðskipti innlent

Pálmi víkur úr stjórn Ticket

Pálmi Haraldsson hefur vikið úr stjórn Ticket Travel Group að eigin ósk að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Fram kom í fréttum í upphafi vikunnar að tæplega 30% hlutur Fons í Ticket var seldur Norðmanninum Per G. Braathen. Söluverðið nam rúmlega 600 milljónum kr. og var tæplega 10% yfir markaðsverði er kaupin fóru fram s.l. föstudag.

Fons, eignarhaldsfélag Pálma, hefur sem kunnugt er verið tekið til gjaldþrotaskipta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×