Viðskipti innlent

Kroll á að rannsaka undanskot eigna hjá Glitni

Ráðgjafafyrirtækið Kroll á einkum að rannsaka hugsanlegt undanskot eigna hjá Glitni í aðdraganda bankahrunsins s.l. haust.

Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis segir í samtali við Fréttastofu að Kroll sé ekki ætlað að rannsaka hugsanlegt saknæmt athæfi innan bankans, slíkt sé gert á öðrum vettvangi.

„Það hefur verið orðrómur í gangi um undanskot eigna og einhverjir hafa þurft að sitja undir honum," segir Árni. „Því þótti okkur rétt að fá viðurkennda alþjóðlega ráðgjafa til þess að rannsaka þessi mál."

Ennfremur kemur fram í máli Árna að skilanefndin hafi talið rétt að leita af sér allan grun í þessu máli sem og ef um einhverjar óeðlilegar millifærslur hefði verið að ræða sem tengdust hugsanlegum undanskotum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×