Viðskipti innlent

Enginn arður greiddur hluthöfum Bakkavarar

Stjórn Bakkavör Group hf. gerir að tillögu sinni að aðalfundur félagsins haldinn 20. maí 2009, samþykki að ekki verði greiddur arður til hluthafa. Tap félagsins að fjárhæð 153.872 þúsund sterlingspund verði fært til lækkunar á eigin fé félagsins.

Þá samþykkti aðalfundurinn að þóknun til hvers stjórnarmanns, þ.m.t. stjórnarformanns, verði 18.000 sterlingspund á ári eða tæpar 3,6 milljónir kr. frá aðalfundi 2009 til aðalfundar 2010. Ekki er greidd sérstök þóknun fyrir setu í undirnefndum stjórnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×