Viðskipti innlent

Fimmta vaxtalækkun Nýja Kaupþings á þessu ári

Nýja Kaupþing hefur ákveðið að lækka útlánsvexti um 1 til 1,5 prósentustig frá og með 21. maí. Innlánsvextir lækka á bilinu 0,75- 3 prósentustig. Lækkunin tekur bæði til verðtryggðra og óverðtryggðra inn- og útlána.

Í tilkynningu segir að þetta sé í fimmta sinn sem Nýja Kaupþing lækkar vexti á árinu. Bankinn vill með áframhaldandi vaxtalækkunarferli koma til móts við þau heimili og fyrirtæki í landinu sem berjast við háa greiðslubyrði af skuldum sínum.

Yfirdráttarvextir fyrirtækja hafa á árinu lækkað úr 24,55% í 15,75% eða um 8,8 prósentustig og vextir óverðtryggðra skuldabréfa hafa lækkað um 10,4 prósentustig. Vaxtakostnaður á ári af fimm milljón króna yfirdráttarheimild fyrirtækis hefur þannig lækkað um 440.000 kr. frá áramótum.

Innlánsvextir veltureikninga fyrirtækja hafa hins vegar á sama tímabili lækkað minna en útlánsvextir eða um 5,2 prósentustig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×