Viðskipti innlent

Tinna Björk tekur við sem markaðsstjóri Applicon

Tinna Björk Hjartardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Applicon ehf. Tinna hefur starfað í tvö og hálft ár hjá Applicon, fyrst sem Microsoft ráðgjafi og svo sem vörustjóri SharePoint lausna.

Í tilkynningu segir að Tinna Björk starfaði áður sem markaðsstjóri hjá Marel Ltd. í Bretlandi. Tinna er tölvunarfræðingur að mennt frá Háskólanum í Reykjavík.

Applicon er norrænt ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki í viðskiptahugbúnaði með áherslu á SAP, Calypso og Microsoft lausnir. Applicon félögin eru fjögur talsins með starfsemi í þremur löndum, Applicon A/S og Applicon Solutions A/S í Danmörku, Applicon í Svíþjóð og Applicon ehf. á Íslandi.

Tæplega 200 manns starfa hjá Applicon, sem er í eigu Nýherjasamstæðunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×