Viðskipti innlent

Sparisjóðirnir lækka vexti inn- og útlána

Sparisjóðirnir munu flestir lækka inn- og útlánsvexti frá og með 21. maí næstkomandi. Einnig verður breyting á innlendum gjaldeyrisreikningum.

Í tilkynningu um málið kemur ekki fram hve miklar þessar vaxtalækkanir verða. Hinsvegar lýsa Sparisjóðirnir á Íslandi sig reiðubúna til samstarfs um lausn þess vanda sem nú liggur á þjóðinni

„Sparisjóðirnir stíga hér með enn einu sinni fram af ábyrgð með lækkun vaxta á inn- og útlánum. Við endurreisn íslensks samfélags skiptir höfuðmáli að standa fjárhagslega vel við bakið á einstaklingum og minni fyrirtækjum. Þar gegna sparisjóðirnir mikilvægu hlutverki," segir í tilkynningunni.

„Til þess að svo geti orðið þarf að gæta jafnræðis í öllum aðgerðum hins opinbera jafnt skilanefndum sem almennum aðgerðum Alþingis og ríkisstjórnar."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×