Viðskipti innlent

Spáir rétt rúmlega 11% ársverðbólgu í maí

Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir 0,6% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða í maí. Lækkar þá tólf mánaða verðbólga niður í 11,1% samanborið við 11,9% í apríl.

Þessi spá er aðeins hærri en hjá greiningu Íslandsbanka og hagfræðideild Landsbankans sem gera ráð fyrir að ársverðbólgan verði aðeins undir 11%.

Greining Kaupþings segir að hafa beri í huga að nýjustu tölur um lækkun fasteignaverðs skapa óvissu til lækkunar í spánni. Greining gerir ráð fyrir að verðlag án húsnæðis hækki um 0,8% í maí samanborið við 0,7% í mánuðinum á undan.

Miðað við fyrstu drög gerir greiningin ráð fyrir svipaðri hækkun milli mánaða í júní (um 0,5%) og lækkun vísitölunnar í júlí vegna útsöluáhrifa. Spáin fyrir júní og júlí er þó aðeins til viðmiðunar og gæti hæglega breyst.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×