Viðskipti innlent Veruleg svartsýni meðal stjórnenda fyrirtækja Niðurstöður ársfjórðungslegrar könnunar Capacent Gallup meðal stærstu fyrirtækja landsins liggja nú fyrir. Telja stjórnendur 97% þeirra fyrirtækja sem svara könnuninni að aðstæður séu nú mjög slæmar (62%) eða frekar slæmar (35%), en ekkert fyrirtæki telur þær góðar. Viðskipti innlent 11.6.2009 16:02 Segir tvo banka nú stjórna Atlantic Petroleum Færeysku bankarnir Eik Banki og Föroya Banki hafa í raun tekið yfir stjórnina á olíufélaginu Atlantic Petroleum að því er segir í frétt um málið í Berlingske Tidende. Allir þessir þrír aðilar eru skráðir í kauphöllinni hér á landi sem og í Kaupmannahöfn. Viðskipti innlent 11.6.2009 15:54 Gengi hlutabréfa Bakkavarar lækkaði mest í dag Gengi hlutabréfa Bakkavarar féll um 6,09 prósent á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Marel Food System sum 0,92 prósent og Færeyjabanka um 0,41 prósent. Viðskipti innlent 11.6.2009 15:45 Straumur óskar eftir áframhaldandi greiðslustöðvun Fjárfestingarbankinn Straumar-Burðarás hefur óskað eftir áframhaldandi greiðslustöðvun. Þetta segir Georg Andersen, forstöðumaður samskiptasviðs bankans. 19. mars veitti Héraðsdómur Reykjavíkur bankanum heimild til greiðslustöðvunar sem rennur út í dag. Viðskipti innlent 11.6.2009 13:53 Byr með lausnir til fyrirtækja vegna erlendra lána Þau fyrirtæki sem tekið hafa erlend lán í gegnum Byr sparisjóð geta nú leitað eftir lækkun á greiðslubyrði að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Viðskipti innlent 11.6.2009 13:39 Fastir vextir á Icesave láni ásættanlegir Í vefriti Fjármálaráðuneytisins í dag staðfestir ráðuneytið meðal annars þær lánsupphæðir sem þegar hafa komið fram á Vísi auk vaxtakjara lánanna. Vextir reiknast af láninu frá 1. janúar 2009. Viðskipti innlent 11.6.2009 13:34 Mikil fækkun á utanlandsferðum Íslendinga Í maí síðastliðnum ferðuðust 22.500 Íslendingar til útlanda samkvæmt tölum um brottfarir úr Leifsstöð. Er þetta fækkun um 42% frá sama mánuði fyrir ári síðan þegar 38.500 Íslendingar lögðu land undir fót. Viðskipti innlent 11.6.2009 12:26 Atvinnuleysi minnkar, var 8,7% í maí Skráð atvinnuleysi í maí 2009 var 8,7% eða að meðaltali 14.595 manns og minnkar atvinnuleysi um 1,5% að meðaltali frá apríl eða um 219 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.739 manns. Viðskipti innlent 11.6.2009 12:11 Er niðursveiflunni lokið í Bretlandi? Vöxtur landsframleiðslu í Bretlandi hefur aukist undanfarna tvo mánuði og telur rannsóknarstofnun efnahags- og félagsmála þar í landi, að margt bendi til þess að mestu niðursveiflunni sé nú lokið. Viðskipti innlent 11.6.2009 12:06 FÍS vill aðildarviðræður við ESB án tafar Stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) sendi í gær bréf til allra alþingismanna, þar sem fjallað er um aðildarviðræður við ESB. Þar kemur fram að FÍS vill að stjórnvöld fari í aðildarviðræður við ESB án tafar. Viðskipti innlent 11.6.2009 12:02 Sparisjóðirnir lækka vexti Sparisjóðirnir hafa ákveðið að lækka óverðtryggða vexti inn- og útlána um allt að 1%. Jafnframt lækka sparisjóðirnir verðtryggða vexti inn-og útlána um allt að 1%. Viðskipti innlent 11.6.2009 11:53 Gengi Bakkavarar fellur í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur fallið um 6,09 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði hér í morgun. Á sama tíma hefur gengi bréfa Marel Food Systems lækkað um 1,1 prósent. Viðskipti innlent 11.6.2009 10:31 FME sendir Stím til ákæruvalds Fjármálaeftirlitið mun vísa Stím-málinu til ákæruvalds samkvæmt Morgunblaðinu í morgun. Viðskipti innlent 11.6.2009 10:31 40 milljarða hækkun Icesave lána Vísir greindi frá því í gær að upphæð þeirra lána sem ríkisstjórn Íslands hyggst ábyrgjast vegna Icesave skuldbindinganna, næmi 2,2 milljörðum Sterlingspunda og 1,2 milljörðum Evra. Viðskipti innlent 11.6.2009 10:14 Telur ólíklegt að vaxtagreiðslur skýri veikingu krónunnar Hagfræðideild Landsbankans telur ólíklegt að vaxtagreiðslur til erlendra eigenda ríkisbréfa í þessum mánuði skýri veikingu krónunnar. Þetta kemur fram í Hagsjá deildarinnar. Viðskipti innlent 11.6.2009 09:50 Samsetning nýju úrvalsvísitölunnar óbreytt Edurskoðun Kauphallarinnar á OMX Iceland 6 vísitölunni, sem gerð er tvisvar á ári, leiddi ekki af sér breytingar á samsetningu vísitölunnar. Viðskipti innlent 11.6.2009 00:01 Mannekla hamlar rannsókn Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, telur að fjölga þurfi starfsmönnum embættisins um helming „að minnsta kosti". Vegna fjölskyldutengsla Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara undirbýr dómsmálaráðherra lagabreytingu til að setja sérstakan ríkissaksóknara, sem annast mál sem frá embætti Ólafs koma. Björn Bergsson hæstaréttardómari mun gegna stöðunni. Viðskipti innlent 11.6.2009 00:01 37 milljarða hækkun Icesave lána á 5 dögum Upphæð þeirra lána sem ríkisstjórn Íslands hyggst ábyrgjast vegna Icesave skuldbindinganna, nemur eins og komið hefur fram 2,2 milljörðum Sterlingspunda og 1,2 milljörðum Evra. Viðskipti innlent 10.6.2009 15:48 Evran í 180 kr. og pundið í 210 kr.! Enn veikist gengi krónunnar. Nú klukkutíma fyrir lokun markaða hefur krónan veikst um 0,75% en samkvæmt gjaldeyrisborði Íslandsbanka nemur velta á millibankamarkaði rúmum 3 milljónum Evra eða 540 milljónum króna. Viðskipti innlent 10.6.2009 14:46 Krónan veikst um fjögur prósent í júní Krónan hefur veikst um tæp 4 prósent það sem af er júní mánuði. Það sem af er degi hefur hún veikst um 1,2 prósent. Dollarinn stendur nú í rúmum 128 krónum, evran er 181 króna, pundið stendur í tæpum 211 krónum og danska krónan er rúmar 24 íslenskar krónur. Viðskipti innlent 10.6.2009 12:43 Krónan ekki veikari síðan í byrjun desember í fyrra Gengi krónunnar hefur veikst um 1,18 prósent það sem af er dags og hefur hún ekki verið veikari síðan í byrjun desember í fyrra, eða um það leyti sem gjaldeyrishöftin voru sett á til að sporna við hruni hennar. Viðskipti innlent 10.6.2009 11:24 Mat á eignasafni Landsbankans væntanlegt Samkvæmt heimildum Vísis er nýtt mat skilanefndar á eignum Landsbankans væntanlegt á allra næstu dögum. Viðskipti innlent 10.6.2009 11:04 Metávöxtun var á Tryggingarsjóðnum "Svona safn á náttúrulega ekki að geta vaxið svona mikið á einu ári og gerir það sjálfsagt aldrei aftur," segir Marteinn Breki Helgason, forstöðumaður eignastýringar MP Banka. Hann vísar þar til ársávöxtunar fjárvörslusafna Tryggingarsjóðs innstæðueigenda sem uxu um 51,3 prósent á árinu. Eignir sjóðsins eru að mestu erlendar og skýrir því fall krónunnar breytinguna að stærstum hluta. Viðskipti innlent 10.6.2009 09:30 Mikilvægast að hlúa að litlu fyrirtækjunum „Þegar erfiðleikar líkir þeim sem nú steðja að í íslensku efnahagslífi blasa við, þá eykst hvatinn til að stofna ný, lítil fyrirtæki. Það er líklegt að slíkum fyrirtækjum muni fjölga mjög á næstunni,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskipti innlent 10.6.2009 00:01 Hvað gerðist? Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur flytur í Háskólanum í dag fyrirlestur með yfirskriftinni „Hvað gerðist eiginlega í bankahruninu?“ Viðskipti innlent 10.6.2009 00:01 Hagsmunir starfsfólks teknir fram yfir hagsmuni eigenda "Það er mikilvægt fyrir okkur að halda fyrirtækjum gangandi ef rekstrargrundvöllur er fyrir hendi,“ segir Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri og einn eigenda Kaffitárs. Viðskipti innlent 10.6.2009 00:01 Færeyingar framlengja lán Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum hefur framlengt brúarlán sem var á gjalddaga í lok júlí og desember um eitt ár. Viðskipti innlent 10.6.2009 00:01 Enn lækkar krónan Gengi krónunnar lækkaði um 0,9% í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði í dag. Gengisvísitalan stendur nú í 232,3 stigum og hefur krónan veikst þó nokkuð að undanförnu. Viðskipti innlent 9.6.2009 17:17 Mikil aukning atvinnuleysis á Íslandi Atvinnuleysi eykst einna mest á Íslandi af ríkjum OECD en atvinnuleysi hér á landi jókst um 5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung 2008. Aukning atvinnuleysis er hins vegar mest á Spáni eða 7,2% og þar á eftir kemur Írland með 5,1% aukningu atvinnuleysis. Viðskipti innlent 9.6.2009 16:48 Ásgeir Friðgeirsson: Actavis er í skilum Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, staðfestir í samtali við Vísi að skuld Actavis hjá Landsbankanum nemi 206 milljónum punda eða 41,5 milljarði króna og að félagið sé í skilum við bankann. Viðskipti innlent 9.6.2009 16:08 « ‹ ›
Veruleg svartsýni meðal stjórnenda fyrirtækja Niðurstöður ársfjórðungslegrar könnunar Capacent Gallup meðal stærstu fyrirtækja landsins liggja nú fyrir. Telja stjórnendur 97% þeirra fyrirtækja sem svara könnuninni að aðstæður séu nú mjög slæmar (62%) eða frekar slæmar (35%), en ekkert fyrirtæki telur þær góðar. Viðskipti innlent 11.6.2009 16:02
Segir tvo banka nú stjórna Atlantic Petroleum Færeysku bankarnir Eik Banki og Föroya Banki hafa í raun tekið yfir stjórnina á olíufélaginu Atlantic Petroleum að því er segir í frétt um málið í Berlingske Tidende. Allir þessir þrír aðilar eru skráðir í kauphöllinni hér á landi sem og í Kaupmannahöfn. Viðskipti innlent 11.6.2009 15:54
Gengi hlutabréfa Bakkavarar lækkaði mest í dag Gengi hlutabréfa Bakkavarar féll um 6,09 prósent á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Marel Food System sum 0,92 prósent og Færeyjabanka um 0,41 prósent. Viðskipti innlent 11.6.2009 15:45
Straumur óskar eftir áframhaldandi greiðslustöðvun Fjárfestingarbankinn Straumar-Burðarás hefur óskað eftir áframhaldandi greiðslustöðvun. Þetta segir Georg Andersen, forstöðumaður samskiptasviðs bankans. 19. mars veitti Héraðsdómur Reykjavíkur bankanum heimild til greiðslustöðvunar sem rennur út í dag. Viðskipti innlent 11.6.2009 13:53
Byr með lausnir til fyrirtækja vegna erlendra lána Þau fyrirtæki sem tekið hafa erlend lán í gegnum Byr sparisjóð geta nú leitað eftir lækkun á greiðslubyrði að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Viðskipti innlent 11.6.2009 13:39
Fastir vextir á Icesave láni ásættanlegir Í vefriti Fjármálaráðuneytisins í dag staðfestir ráðuneytið meðal annars þær lánsupphæðir sem þegar hafa komið fram á Vísi auk vaxtakjara lánanna. Vextir reiknast af láninu frá 1. janúar 2009. Viðskipti innlent 11.6.2009 13:34
Mikil fækkun á utanlandsferðum Íslendinga Í maí síðastliðnum ferðuðust 22.500 Íslendingar til útlanda samkvæmt tölum um brottfarir úr Leifsstöð. Er þetta fækkun um 42% frá sama mánuði fyrir ári síðan þegar 38.500 Íslendingar lögðu land undir fót. Viðskipti innlent 11.6.2009 12:26
Atvinnuleysi minnkar, var 8,7% í maí Skráð atvinnuleysi í maí 2009 var 8,7% eða að meðaltali 14.595 manns og minnkar atvinnuleysi um 1,5% að meðaltali frá apríl eða um 219 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.739 manns. Viðskipti innlent 11.6.2009 12:11
Er niðursveiflunni lokið í Bretlandi? Vöxtur landsframleiðslu í Bretlandi hefur aukist undanfarna tvo mánuði og telur rannsóknarstofnun efnahags- og félagsmála þar í landi, að margt bendi til þess að mestu niðursveiflunni sé nú lokið. Viðskipti innlent 11.6.2009 12:06
FÍS vill aðildarviðræður við ESB án tafar Stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) sendi í gær bréf til allra alþingismanna, þar sem fjallað er um aðildarviðræður við ESB. Þar kemur fram að FÍS vill að stjórnvöld fari í aðildarviðræður við ESB án tafar. Viðskipti innlent 11.6.2009 12:02
Sparisjóðirnir lækka vexti Sparisjóðirnir hafa ákveðið að lækka óverðtryggða vexti inn- og útlána um allt að 1%. Jafnframt lækka sparisjóðirnir verðtryggða vexti inn-og útlána um allt að 1%. Viðskipti innlent 11.6.2009 11:53
Gengi Bakkavarar fellur í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur fallið um 6,09 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði hér í morgun. Á sama tíma hefur gengi bréfa Marel Food Systems lækkað um 1,1 prósent. Viðskipti innlent 11.6.2009 10:31
FME sendir Stím til ákæruvalds Fjármálaeftirlitið mun vísa Stím-málinu til ákæruvalds samkvæmt Morgunblaðinu í morgun. Viðskipti innlent 11.6.2009 10:31
40 milljarða hækkun Icesave lána Vísir greindi frá því í gær að upphæð þeirra lána sem ríkisstjórn Íslands hyggst ábyrgjast vegna Icesave skuldbindinganna, næmi 2,2 milljörðum Sterlingspunda og 1,2 milljörðum Evra. Viðskipti innlent 11.6.2009 10:14
Telur ólíklegt að vaxtagreiðslur skýri veikingu krónunnar Hagfræðideild Landsbankans telur ólíklegt að vaxtagreiðslur til erlendra eigenda ríkisbréfa í þessum mánuði skýri veikingu krónunnar. Þetta kemur fram í Hagsjá deildarinnar. Viðskipti innlent 11.6.2009 09:50
Samsetning nýju úrvalsvísitölunnar óbreytt Edurskoðun Kauphallarinnar á OMX Iceland 6 vísitölunni, sem gerð er tvisvar á ári, leiddi ekki af sér breytingar á samsetningu vísitölunnar. Viðskipti innlent 11.6.2009 00:01
Mannekla hamlar rannsókn Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, telur að fjölga þurfi starfsmönnum embættisins um helming „að minnsta kosti". Vegna fjölskyldutengsla Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara undirbýr dómsmálaráðherra lagabreytingu til að setja sérstakan ríkissaksóknara, sem annast mál sem frá embætti Ólafs koma. Björn Bergsson hæstaréttardómari mun gegna stöðunni. Viðskipti innlent 11.6.2009 00:01
37 milljarða hækkun Icesave lána á 5 dögum Upphæð þeirra lána sem ríkisstjórn Íslands hyggst ábyrgjast vegna Icesave skuldbindinganna, nemur eins og komið hefur fram 2,2 milljörðum Sterlingspunda og 1,2 milljörðum Evra. Viðskipti innlent 10.6.2009 15:48
Evran í 180 kr. og pundið í 210 kr.! Enn veikist gengi krónunnar. Nú klukkutíma fyrir lokun markaða hefur krónan veikst um 0,75% en samkvæmt gjaldeyrisborði Íslandsbanka nemur velta á millibankamarkaði rúmum 3 milljónum Evra eða 540 milljónum króna. Viðskipti innlent 10.6.2009 14:46
Krónan veikst um fjögur prósent í júní Krónan hefur veikst um tæp 4 prósent það sem af er júní mánuði. Það sem af er degi hefur hún veikst um 1,2 prósent. Dollarinn stendur nú í rúmum 128 krónum, evran er 181 króna, pundið stendur í tæpum 211 krónum og danska krónan er rúmar 24 íslenskar krónur. Viðskipti innlent 10.6.2009 12:43
Krónan ekki veikari síðan í byrjun desember í fyrra Gengi krónunnar hefur veikst um 1,18 prósent það sem af er dags og hefur hún ekki verið veikari síðan í byrjun desember í fyrra, eða um það leyti sem gjaldeyrishöftin voru sett á til að sporna við hruni hennar. Viðskipti innlent 10.6.2009 11:24
Mat á eignasafni Landsbankans væntanlegt Samkvæmt heimildum Vísis er nýtt mat skilanefndar á eignum Landsbankans væntanlegt á allra næstu dögum. Viðskipti innlent 10.6.2009 11:04
Metávöxtun var á Tryggingarsjóðnum "Svona safn á náttúrulega ekki að geta vaxið svona mikið á einu ári og gerir það sjálfsagt aldrei aftur," segir Marteinn Breki Helgason, forstöðumaður eignastýringar MP Banka. Hann vísar þar til ársávöxtunar fjárvörslusafna Tryggingarsjóðs innstæðueigenda sem uxu um 51,3 prósent á árinu. Eignir sjóðsins eru að mestu erlendar og skýrir því fall krónunnar breytinguna að stærstum hluta. Viðskipti innlent 10.6.2009 09:30
Mikilvægast að hlúa að litlu fyrirtækjunum „Þegar erfiðleikar líkir þeim sem nú steðja að í íslensku efnahagslífi blasa við, þá eykst hvatinn til að stofna ný, lítil fyrirtæki. Það er líklegt að slíkum fyrirtækjum muni fjölga mjög á næstunni,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskipti innlent 10.6.2009 00:01
Hvað gerðist? Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur flytur í Háskólanum í dag fyrirlestur með yfirskriftinni „Hvað gerðist eiginlega í bankahruninu?“ Viðskipti innlent 10.6.2009 00:01
Hagsmunir starfsfólks teknir fram yfir hagsmuni eigenda "Það er mikilvægt fyrir okkur að halda fyrirtækjum gangandi ef rekstrargrundvöllur er fyrir hendi,“ segir Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri og einn eigenda Kaffitárs. Viðskipti innlent 10.6.2009 00:01
Færeyingar framlengja lán Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum hefur framlengt brúarlán sem var á gjalddaga í lok júlí og desember um eitt ár. Viðskipti innlent 10.6.2009 00:01
Enn lækkar krónan Gengi krónunnar lækkaði um 0,9% í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði í dag. Gengisvísitalan stendur nú í 232,3 stigum og hefur krónan veikst þó nokkuð að undanförnu. Viðskipti innlent 9.6.2009 17:17
Mikil aukning atvinnuleysis á Íslandi Atvinnuleysi eykst einna mest á Íslandi af ríkjum OECD en atvinnuleysi hér á landi jókst um 5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung 2008. Aukning atvinnuleysis er hins vegar mest á Spáni eða 7,2% og þar á eftir kemur Írland með 5,1% aukningu atvinnuleysis. Viðskipti innlent 9.6.2009 16:48
Ásgeir Friðgeirsson: Actavis er í skilum Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, staðfestir í samtali við Vísi að skuld Actavis hjá Landsbankanum nemi 206 milljónum punda eða 41,5 milljarði króna og að félagið sé í skilum við bankann. Viðskipti innlent 9.6.2009 16:08
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent