Viðskipti innlent

Enn lækkar krónan

Sterlingspundið hækkaði um 2,4% í dag.
Sterlingspundið hækkaði um 2,4% í dag.

Gengi krónunnar lækkaði um 0,9% í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði í dag. Gengisvísitalan stendur nú í 232,3 stigum og hefur krónan veikst þó nokkuð að undanförnu.

Gengi sterlingspundsins hækkaði mest eða um 2,42% og stendur gengi pundsins nú í rétt rúmum 206 krónum. Gengi Evru er 177,4 krónur og styrktist Evran um 1,02%. Að lokum hækkaði gengi dönsku krónunnar um rúmt prósent og stendur gengi hennar í 23,8 krónum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×