Viðskipti innlent

Byr og HR í samstarf um fjármálalæsi

Byr sparisjóður og Stofnun um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning sem miðar að því að efla fjármálalæsi Íslendinga. Byr verður aðalstyrktaraðili stofnunarinnar en á hennar vegum verða stundaðar rannsóknir og efnt til námskeiða sem miða að bættu fjármálalæsi þjóðarinnar.

Viðskipti innlent

Endurskoðunarákvæði Icesave hagstæð Íslendingum

Jakob Möller hrl. segir að ákvæði um endurskoðun samningsins, verði endurgreiðsla íslenska ríkinu um megn, séu mjög hagfelld lántakanum:. Um þetta segir Jakob: ,,Fullyrða má, að ákvæði þessi séu lántaka mjög í hag, og eru ella a.m.k. nánast óþekkt í lánasamningum, og ákvæðin að auki hagfelldari en gengur og gerist í viðskiptasamningum.”

Viðskipti innlent

Vefsíðan iceslave opnuð

Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið í samfélaginu vegna samnings íslenskra stjórnvalda og tryggingarsjóðs innistæðueigendanna hefur verið sett á stofn vefsíðan www.iceslave.is þar sem Íslendingar geta séð heildarstöðu Icesave skuldar þjóðarinnar.

Viðskipti innlent

Síminn gerir samning um þriðja sæstrenginn

Síminn hefur nú gert samning við Greenland Connect um sæstreng til Kanada. Síminn er eina íslenska fjarskiptafyrirtækið sem er með samninga um þrjá sæstrengi til og frá Íslandi og eykur þetta öryggi og bætir þjónustu enda er um fimmfalda aukningu á bandbreidd til Ameríku að ræða.

Viðskipti innlent

Icelandair nær efstu sætum í neytendaskýrslu

Óhætt er að segja að Icelandair sé sigurvegari nýrrar Neytendaskýrslu AEA, Sambands evrópskra flugfélaga. Í skýrslunni er kynnt frammistaða ervrópskra flugfélaga á síðasta vetri í fjórum mikilvægum þjónustuflokkum fyrir neytendur, þ.e. í fullnustu fluga, í stundvísi á styttri flugleiðum, í stundvísi á lengri flugleiðum og skilvísi farangurs.

Viðskipti innlent

Lánshæfiseinkunn Íslands á pari við mörg Austur-Evrópulönd

Lánshæfiseinkunnir Íslands sem um árabil voru fyrsta flokks og á pari með lánshæfiseinkunnum nágrannaríkja okkar í V-Evrópu hafa nú aldrei verið lægri. Núna erum við hinsvegar í sama flokki og nýmarkaðsríki A-Evrópu en mörg þeirra ramba nú á brún óviðunandi áhættu eftir að hafa horft upp á lánshæfiseinkunnir sínar hríðfalla samhliða því að fjármálakreppan hefur grafið sig dýpra.

Viðskipti innlent

Íslandssjóðir auka gagnsæi og upplýsingagjöf

Íslandssjóðir, rekstrarfélag verðbréfasjóða Íslandsbanka, hefur birt samantekt á verklagi félagsins á nýjum vef sínum, www.islandssjodir.is. Þar koma fram þeir ferlar sem fylgt er við fjárfestingar hjá Íslandssjóðum, upplýsingagjöf, áhættustýringu og siðareglur félagsins. Á vefnum er einnig að finna reglur Íslandssjóða um hagsmunaárekstra.

Viðskipti innlent

Mats Josefsson setti engin skilyrði

Mats Josefsson efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar setti engin skilyrði fyrir áframhaldandi vinnu sinni fyrir íslensk stjórnvöld. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur þingmanns Framsóknarflokksins um málið.

Viðskipti innlent