Viðskipti innlent

Þrjú félög endurflokkuð sem lítil í kauphöllinni

Þrjú félög hafa verið endurflokkuð sem lítil í kauphöllinni en voru áður flokkuð sem meðalstór. Þetta eru Bakkavör, Eimskip og Icelandair Group.

Í tilkynningu frá kauphöllinni segir að endurflokkun sem þessi sé framkvæmd tvisvar á ári. Endurflokkunin nú er byggð á meðalmarkaðsvirði í maí í ár.

Þá má geta þess að listi yfir endurflokkun sem nær yfir allar kauphallir Nasdaq á Norðurlöndunum (NASDAQ OMX Nordic) fylgir með í tilkynningu kauphallarinnar. Alls eru 19 félög endurflokkuð. Í öllum tilvikum nema einu eru þau flokkuð niður á við.

Þar er m.a. að finna dönsku bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew en það félag er endurflokkað úr meðalstóru og í lítið. Stoðir og Straumur eiga nú fimmtung í Royal Unibrew.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×