Viðskipti innlent

Engin viðskipti í kauphöllinni en krónan styrkist

Enn hafa engin viðskipti orðið með hlutabréf í kauphöllinni, nú þegar klukkan tifar inn á tólfta tímann. Hinsvegar nema viðskipti með skuldabréf tæplega 4,5 milljörðum kr.

Á sama tíma hefur krónan styrkst um 1,2% og stendur gengisvísitalan í 230 stigum. Dollarinn kostar nú 127 kr. pundið er í 207 kr. evran kostar 177,5 kr. og danska krónan er komin aftur undir 24 kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×