Viðskipti innlent

Seðlabankinn lækkar dráttarvexti

Seðlabankinn lækkar dráttarvexti sem gilda fyrir næsta mánuð að því er segir í tilkynningu á heimasíðu bankans.

Grunnur dráttarvaxta hefur lækkað um 1,0% frá síðustu dráttarvaxtaákvörðun úr 13,0% í 12,0%. Vanefndaálag er fast 7%. Dráttavextir lækka því frá 1. júlí 2009 um 1,0% og verða 19,0% fyrir tímabilið 1. júlí - 31. júlí 2009.

Jafnframt segir að vextir verðtryggðra lána lækka úr 5,9% í 5,8%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×