Viðskipti innlent

Fyrsta sjálfvirka heimilisbókhaldið á Íslandi

Landsbankinn hefur opnað aðgang að sjálfvirku Heimilisbókhaldi í Einkabankanum sem veitir viðskiptavinum bankans mjög góða yfirsýn yfir fjármál heimilisins. Þessi sjálfvirka lausn er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Heimilisbókhaldið er auðskilið og einfalt í notkun og því fylgir enginn kostnaður. Heimilisbókhaldið í Einkabanka Landsbankans er sérstaklega hannað til að mæta þörfum neytenda sem vilja halda utan um heimilisbókhaldið en hafa ekki haft tíma til að nýta sér

aðrar lausnir.

„Kosturinn við Heimilisbókhaldið í Einkabanka Landsbankans er að því fylgir lágmarks fyrirhöfn fyrir viðskiptavini okkar," segir Anna Bjarney Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Landsbankans. „Notendur þurfa ekki að slá neinar tölur inn sjálfir, Heimilisbókhaldið í Einkabankanum sér um það fyrir þá. Niðurstöður birtast myndrænt í kökuritum og þannig fæst góð yfirsýn hvernig útgjöld skiptast niður í einstaka útgjaldaflokka."

Þegar viðskiptavinir skrá sig velja þeir sjálfir hvaða veltu- og kreditkortareikninga þeir vilja tengja við Heimilisbókhaldið, þá birtist bókhaldið sjálfkrafa í Einkabankanum.

Hægt er að flokka útgjöldin í tólf flokka og undir hverjum þeirra eru nokkrir undirflokkar. Notendur í Einkabankanum geta svo endurflokkað útgjaldaliði og þannig fært stakar færslur á milli flokka, allt eftir því sem þeim hentar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×