Viðskipti innlent

Sameiningar nánast óhjákvæmilegar

Margar leiðir til sameiningar fjármálastofnana hafa verið skoðaðar í viðskiptaráðuneytinu, en engin áform eru um sameiningu tveggja af viðskiptabönkunum þremur, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Viðskipti innlent

Ríkið eignast Sjóvá að fullu gegnum Glitni og Íslandsbanka

Fjármálaráðherra hefur í samráði við ríkisstjórnina ákveðið að taka þátt í endurskipulagningu á vátryggingastarfsemi Sjóvár. Ríkissjóður hefur keypt 73% hlut í Sjóvá gegnum dótturfélag Glitnis. Þar að auki á Glitnir sjálfur 18% og Íslandsbanki 9%. Fyrir hlut ríkisins eru greiddir 11,6 milljarðar kr.

Viðskipti innlent

Marel hækkaði um 2,18%

Gengi bréfa Marels hækkaði um 2,18% í Kauphöllinni í dag og er nú 56,2 krónur á hlut. Viðskipti með bréf Marels námu rúmum 22 milljónum króna. Bakkavör hækkaði um 1,68% en gengi bréfa í Össuri lækkaði um 0,86%. Heildarviðskipti í Kauphöllinni námu rúmri 41 milljón króna.

Viðskipti innlent

Endurskipulagningu Sjóvár lokið

Fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár er lokið. Nýtt félag undir merkjum Sjóvár verður stofnað sem yfirtekur einungis vátryggingastarfsemi hins eldra félags. Fram kemur í tilkynningu að þetta feli í sér að fasteignatengd fjárfestingastarfsemi er skilin frá hefðbundinni vátryggingastarfsemi Sjóvár. Þar segir einnig að sú rannsókn sem nú stendur yfir af hálfu yfirvalda snerti ekki núverandi starfsemi Sjóvár.

Viðskipti innlent

Fær engar upplýsingar um viðbótarlífeyrissparnað sinn

Halldóra Jóna Lárusdóttir, fyrrum viðskiptavinur Spron, fékk sent bréf frá lífeyrissparnaði Spron sem segir að viðbótariðgjöld í lífeyrissparnað bankans hafi ekki verið greidd. Þegar hún athugaði málið og vildi forvitnast um stöðu sjóðsins fékk hún engin svör. Eins og kunnugt er, heyrir Spron nú undir Fjármálaeftirlitið en flestir fyrrum viðskiptavinir Spron hafa verið fluttir yfir til Kaupþings.

Viðskipti innlent

Raungengi krónunnar nálægt sögulegu lágmarki

Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um rúm 10% á milli ársfjórðunga á öðrum ársfjórðungi en á fyrsta fjórðungi ársins hækkaði raungengi um 12%. Raungengi í júní stóð hinsvegar um 20% veikar en í júní á síðasta ári og er nú nálægt sögulegu lágmarki.

Viðskipti innlent

Icelandair fjölgar flugferðum til Manchester og Glasgow

Icelandair mun fljúga fjórurm sinnum í viku til Manchester og Glasgow á næsta vetri í fjögur flug á viku. Jafnframt verður gerð sú breyting að flug til borganna tveggja verður sameinað og fyrst flogið til Manchester í hverri ferð og síðan höfð viðkoma í Glasgow á leið til Íslands.

Viðskipti innlent

Sérstakur saksóknari leitaði á níu stöðum

Sérstakur saksóknari hefur gert níu húsleitir vegna rannsóknar á fjárfestingum og lánastarfsemi Sjóvár. Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að til rannsóknar sé grunur um meint brot á lögum um hlutafélög, brot á lögum um vátryggingastarfsemi og eftir atvikum brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum félagsins.

Viðskipti innlent

Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi

jóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera.

Viðskipti innlent