Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum lækkaði um 6,7%

Ekkert félag hækkaði í hlutabréfaviðskiptum dagsins í kauphöllinni í dag. Mesta lækkun varð hjá Atlantic Petroleum eða tæp 6,7%. Úrvalsvísitalan (OMX16) lækkaði um tæp 0,8% og stendur í 749 stigum.

Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálag lækkar eftir bankafréttir

Skuldatryggingarálagið á íslenska ríkið lækkaði í dag í kjölfar frétta víða um heim um endurfjármögnun íslensku bankana. Í morgun stóð álagið í 622 punktum en eftir að fréttirnar um endurfjármögnunina fóru að berast lækkaði álagið í 609 punkta.

Viðskipti innlent

Erlendir sérfræðingar: Skref í rétta átt

Þeir erlendu sérfræðingar sem þegar hafa tjáð sig um samkomulagið um endurfjármögnun bankana segja að um sé að ræða skref í rétta átt. En mikið þurfi að koma til í viðbót ef koma á íslensku efnahagslífi á lappirnar að nýju.

Viðskipti innlent

Raunlækkun íbúðaverðs í borginni 15% frá áramótum

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% í júní frá fyrri mánuði samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lækkað um 9,5% að nafnvirði og um 15% að raunvirði frá áramótum talið. Búast má við að íbúðaverð muni enn gefa eftir á næstu misserum.

Viðskipti innlent

Ríkið gæti sloppið með 200 milljarða í nýju bankana

Framlag ríkissjóðs við endurfjármögnun bankana gæti orðið 200 milljarðar kr. eða 70 milljörðum kr. minna en áður var talið. Er þetta háð því að kröfuhafar verði beinir eignaraðilar að Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi en ekki aðeins óbeinir eins og samkomulag liggur fyrir um.

Viðskipti innlent

Krónueignir erlendra aðila minnka umtalsvert

Krónueignir erlendra aðila hafa lækkað umtalsvert frá ársbyrjun eða um 70 milljarða króna. Þess ber að geta að langtímaeignir hafa aukist lítillega en aðallega hafa skammtímaeignir þó minnkað, úr 330 milljörðum í 260 milljarða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag.

Viðskipti innlent

Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að lækka inn- og útlánsvexti þann 21. júlí næstkomandi. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að með því sé tekið enn eitt mikilvægt skref til að létta greiðslubyrði skuldsettra heimila og fyrirtækja.

Viðskipti innlent

Endurfjármögnun bankanna tilkynnt á mánudag

Ráðgert er að ríkisstjórnin gefi út yfirlýsingu á mánudag þar sem grein verður gerð fyrir niðurstöðum samningaviðræðna og þá um leið hvernig staðið verður að endurfjármögnun bankanna. Lokafrestur sem Fjármálaeftirlitið gaf í málinu rennur hinsvegar út í dag.

Viðskipti innlent

Sjóvá tapaði 30 milljörðum

Sjóvá tapaði þrjátíu milljörðum á síðasta ári samkvæmt tilkynningu frá skilanefnd Glitnis sem hefur yfirtekið rekstur Sjóvár. Þá segir ennfremur í tilkynningunni að vátryggingastarfsemin hafi gengið vel, fjárfestingar í fasteignatengdum verkefnum hafi hinsvegar verið þungbærar.

Viðskipti innlent