Viðskipti innlent

Tveir kostir í Icesave

Alþingismenn eiga tvo kosti í Icesave málinu, að mati lagaprófessors og hæstaréttarlögmanns: Að taka mið af lögfræðilegri stöðu Íslands og neita að samþykkja ríkisábyrgð, eða vísa málinu í samningaferli að nýju.

Viðskipti innlent

Formaður skilanefndar Landsbankans báðu megin við borðið

Exista þarf að greiða Lögfræðistofu Reykjavíkur 250 milljónir króna vegna innheimtu lögfræðistofunnar á tug milljarða króna láni sem skilanefnd Landsbankans hefur gjaldfellt á félagið. Formaður skilanefndar Landsbankans, sem sendi skuldina í innheimtu til lögfræðistofunnar, er einn af eigendum hennar

Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs lækkar

Kostnaður við að tryggja skuldabréf ríkissjóðs í evrum til 5 ára hefur lækkað um nærri 1,7% frá miðjum júlí mánuði. Skuldatryggingaálag ríkissjóðs stendur nú í 498 punktum. Við erum þó enn á eftir Kasakstan sem er næst fyrir ofan Ísland með 366 punkta álag.

Viðskipti innlent

50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið

Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag.

Viðskipti innlent

Vörumerki Bókabúðar Máls og menningar selt

Samkomulag hefur náðst milli Kaupangs og Pennans á Íslandi um kaup á vörumerkinu Bókabúðir Máls og Menningar. Kaupangur sem er eigandi að húsnæðinu á Laugavegi 18, þar sem Bókabúð Máls og Menningar hefur verið óslitið síðan 1961 taldi við hæfi að eignast vörumerkið sem á sér mikla sögu samofna húsnæðinu, að því er segir í tilkynningu frá aðilunum.

Viðskipti innlent

Afnám gjaldeyrishafta lýkur síðar en vænst var

Síðdegis í gær birti Seðlabanki Ísland áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Afnám haftanna er ein helsta forsenda þess að íslenska hagkerfið komist í samt lag þannig að fjármagnsmarkaðir opnist til að auka skilvirkni fjárfestinga og lánastarfsemi innlendra aðila. Að mati Seðlabankans mun afnámi haftanna ljúka eftir tvö til þrjú ár.

Viðskipti innlent

Kröfuhafar Straums á kynningarfundi

Kröfuhafar Straums fjárfestingabanka sitja nú á kynningarfundi á Hilton Nordica þar sem forstjóri bankans, Óttar Pálsson kynnir fyrir þeim hvernig hugmyndir stjórnar bankans um samsetningu krafna og framtíðarskipulag. Fundurinn, sem er óformlegur, er sýndur í beinni útsendingu á netinu og hann má sjá hér.

Viðskipti innlent

Fiskafli eykst um 10,2%

Fiskafli á fyrstu sex mánuðum ársins, reiknaður á föstu verði, var 10,2% meiri en á sama tímabili í fyrra. Afli síðustu tólf mánaða, til loka júní, er 7,8% meiri en á sama tímabili árið áður. Frá þessu segir í Hagvísum Hagstofunnar.

Viðskipti innlent

Kreditkortavelta dregst saman um 12%

Kreditkortavelta heimila dróst saman um 11,9% fyrstu sex mánuði ársins miðað við sömu mánuði í fyrra. Debetkortavelta jókst hins vegar um 2,3% á sama tíma. Erlend greiðslukortavelta jókst um 77,5% á þessu tímabili.

Viðskipti innlent

Stjórn Kaupþings harmar lögbannsbeiðni bankastjóra

Stjórn Kaupþings, undir formennsku Huldu Dóru Styrmisdóttur, sendi starfsmönnum bankans tölvupóst í dag þar sem kom fram að stjórnin harmi þann skaða sem hlaust af lögbannskröfu Finns Sveinbjörnssonar, bankastjóra Kaupþings. Þá er sérstaklega tekið fram í póstinum að stjórnin hafi ekki átt þátt í ákvörðun bankastjórans og telur kröfuna ekki þjóna hagsmunum bankans.

Viðskipti innlent

Höftum á innstreymi erlends gjaldeyris verður aflétt á skömmum tíma

Höftum af öllu innstreymi erlends gjaldeyris verður aflétt á tiltölulega skömmum tíma í fyrsta áfanga í afnámi gjaldeyrishaftanna. Þetta kom fram á kynningarfundi í Seðlabanka Íslands í dag vegna afnáms haftanna. Í öðrum áfanga áætlunarinnar verður greint á milli reikninga, eignaflokka og viðskipta sem létta ber höftum af snemma í ferlinu og annarra sem áfram sæta takmörkunum um lengri tíma.

Viðskipti innlent

Raungengi krónu nálgast sögulegt lágmark

Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 0,7% í júní og hefur það nú lækkað fimm mánuði í röð, samtals um 16,2% á því tímabili. Raungengi er mælt sem vísitala og hefur hún aðeins einu sinni verið lægri, í nóvember síðastliðnum, rétt eftir hrun íslensku viðskiptabankanna. Hagsjá Landsbankans greinir frá þessu í dag.

Viðskipti innlent

„Viðskiptavinir okkar bera traust til MP Banka“

„Við erum að sjá alveg gríðarlega aukningu í skuldabréfaveltu eftir fall stóru viðskiptabankanna. Bankinn er að byggja skuldabréfamiðlunina markvisst upp og ég tel að þessi hlutdeild MP Banka sýni að okkar viðskiptavinir bera traust til bankans," segir Styrkár Hendriksson, forstöðumaður markaðsviðskipta hjá MP Banka.

Viðskipti innlent

Kröfur SÍ á innlend fyrirtæki fjörutíufölduðust á áratug

Útistandandi kröfur Seðlabanka Íslands á innlend fjármálafyrirtækji náðu metfjárhæðum í nóvember árið 2008 þegar þær námu tæpum 811 milljörðum króna. Þær höfðu þá margfaldast á skömmum tíma en í nóvember 2007 námu þær rúmum 247 milljörðum. Það merkir að á einu ári þrefölduðust lán Seðlabankans til innlendra fjármálafyrirtækja.

Viðskipti innlent

Fjórum félögum gert að greiða sekt til FME vegna lagabrota

Fjármálaeftirlitið birti í dag fimm sáttagerðir sem náðst höfðu við nokkur fyrirtæki vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Fjögur mál vörðuðu brot á 128. grein laga þar sem dráttur varð á upplýsingagjöf vegna innherja. Eitt brot varðaði við 122. grein sömu laga. Sparisjóður Mýrasýslu þurfti að greiða þrjár milljónir króna í sekt.

Viðskipti innlent