Viðskipti innlent

Slitastjórn Kaupþings ræður PwC til rannsóknarvinnu

Slitastjórn Kaupþings hefur ráðið endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) til að sinna rannsókn á ráðstöfunum bankans áður en hann fór í greiðslustöðvun með sérstakri áherslu á mögulega riftun ráðstafana þrotamanns á grundvelli gjaldþrotaskiptalaga.

Viðskipti innlent

Gríðarleg eftirspurn eftir leiguhúsnæði

Talsvert aukin sókn hefur verið í leiguhúsnæði undanfarið. Sést það á því að aukning hefur verið í fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Í júlí var þinglýstum 1.033 slíkum leigusamningum á landinu öllu og er það 53% aukning frá sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári hefur 6.218 leigusamningum með íbúðarhúsnæði verið þinglýst sem er 37% aukning frá sama tímabili í fyrra. Greining Íslandsbanka kemur að þessu í Morgunkorni sínu.

Viðskipti innlent

Enn lækkar krónan - Verð hennar á aflandsmarkaði 18% lægra

Gengi krónunnar hefur lækkað í morgun um tæpt hálft prósent í fremur litlum millibankaviðskiptum. Er þetta þriðji dagurinn í röð sem gengi krónunnar lækkar en í gær lækkaði gengi hennar um hálft prósent og voru viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri tvær milljónir evra sem er nokkuð meira en venjulega en engu að síður lítið.

Viðskipti innlent

Milljarðalán til Magnúsar ekki afskrifuð

„Það er alveg af og frá að lán til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi verið afskrifuð. Hvorki lán til hans né nokkurra félaga á hans vegum hafa verið afskrifuð. Við munum fyrst ganga að öllum þeim veðum sem liggja láninu til grundvallar," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Skilanefndar Landsbankans.

Viðskipti innlent

Sjóðstjóri Landsvaka kominn aftur til starfa

Sjóðsstjóri hjá Landsvaka sem vikið var frá störfum um miðjan júní síðastliðinn hefur snúið aftur til starfa. Manninum var vikið frá störfum þegar kom í ljós að sjóðsstjórinn hafði komið að því að selja Sigurjóni Þ. Árnasyni fyrrverandi bankastjóra Landsbankans veðskuldabréf af sjálfum sér í gegnum lífeyrissjóð sinn.

Viðskipti innlent

Dregst einkaneysla saman um 20% á árinu?

Seðlabankinn birti uppfærða hagspá samhliða vaxtaákvörðun í síðustu viku. Bankinn gerir ráð fyrir 20% samdrætti einkaneyslu á árinu 2009, en einkaneysla er stærsti einstaki liðurinn í landsframleiðslu Íslendinga og því mikilvægur fyrir þróun hagvaxtar.

Viðskipti innlent

Spáir að tólf mánaða verðbólga lækki milli mánaða

Samkvæmt spá Greiningardeildar Kaupþings mun vísitala neysluverðs hækka um 0,6% milli mánaða í ágúst. Sem fyrr liggur þó risavaxin óvissa í húsnæðislið vísitölunnar sem gæti breytt töluvert heildarniðurstöðunni fyrir vísitölu neysluverðs. Gangi spáin eftir verður 12 mánaða verðbólga í ágúst 10,8% samanborið við 11,1% verðbólgu í júlí.

Viðskipti innlent

Ísland á heimssýningunni EXPO 2010

Benedikt Jónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, undirrituðu í dag samstarfssamning í tengslum við þátttöku Íslands á heimssýningunni EXPO 2010, sem haldin verður í Shanghæ í Kína á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Viðskipti innlent

Langmesta verðbólgan hér á landi af EES löndunum

Verðbólgan í júlí var 16,5% hér á landi og er sú langhæsta meðal ríkja evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Evrópusambandsins hefur birt. Næst Íslandi kemst Rúmenía með 5% verðbólgu, þar á eftir kemur Ungverjaland með 4,9% verðbólgu og í Póllandi mælist verðbólgan 4,5%. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Viðskipti innlent

Töluverð aukning aflaverðmætis

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 42 milljörðum króna fyrstu fimm mánuði ársins 2009, samanborið við 40 milljarða á sama tímabili 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpa 2 milljarða eða 4,2 % á milli ára.

Viðskipti innlent

Íslendingar hagnast á kreppunni

Íslendingar hagnast á kreppunni á meðan aðrir Evrópuþjóðir eru eyðilagðar yfir ástandinu. Þetta kemur fram í vefútgáfu kanadíska blaðsins The Vancouver Sun. Þar segir að á meðan flest lönd í Evrópu hafi þurfi að horfast í augu við mikinn samdrátt í ferðaiðnaði sé því öfugt farið með Ísland

Viðskipti innlent

Forseti Íslands sannfærði stjórnendur Singer & Friedlander

Kaupþing yfirtók Singer & Friedlander bankannn árið 2005 eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafði ári áður haldið bankaráðsformanni og forstjóra Singer & Friedlander hádegisverðarboð með stjórnendum Kaupþings, að beiðni Sigurðar Einarssonar. Þetta kemur fram í Sögu af forseta, sem skrifuð er af Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi.

Viðskipti innlent

Mishkin: Skýrslan var ekki heilbrigðisvottorð

„Við gengum út frá því að Ísland væri þróað ríki með öflugar stofnanir, en áttuðum okkur ekki á að þær höfðu ekki burði til að veita svona stóru bankakerfi aðhald,“ segir Frederic Mishkin, prófessor í hagfræði við Columbia háskólann í New York, Hann segir skýrslu frá árinu 2006 ekki hafa verið heilbrigðisvottorð fyrir íslenskt efnahagslíf.

Viðskipti innlent

Rotið eðli bankanna að koma í ljós

Tæpu ári eftir hrun íslensku bankanna er rotið eðli þeirra smátt og smátt að koma í ljós, segir í grein í breska blaðinu Telegraph. Greinin birtist á vef Telegraph í gærkvöldi og ber yfirskriftina: Hvaða ljótu leyndarmál bíða uppljóstrunar eftir bankahrunið á Íslandi?

Viðskipti innlent

Magma Energy stefnir hátt

Stjórnarformaður Magma Energy segir að stefna félagsins sé að verða eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviði jarðhitaorku. Félagið hefur nú hafið viðræður um kaup á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku.

Viðskipti innlent

Þór með stöðu grunaðs manns

Rannsókn sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu Sjóvá er vel á veg komin. Nokkrir eru með stöðu grunaðs í rannsókninni, þar á meðal Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Viðskipti innlent

27 alþjóðlegir bankar í mál vegna Spron

Tuttugu og sjö stórir alþjóðlegir bankar hafa nú hafið skaðabótamál gegn Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu og Sparisjóði Reykjavíkur. Stjórnendur bankanna eru ósáttir við að ríkið hafi yfirtekið rekstur Spron og vilja fá viðurkennda skaðabótaskyldu. Telja þeir að yfirtakan hafi valdið þeim óþarfa tjóni þar sem samningar um lánalengingar voru þegar í gangi til að bjarga bankanum frá þroti.

Viðskipti innlent