Viðskipti innlent

Ríkissjóður: 118 milljarða viðsnúningur til hins verra

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um 91 milljarða kr., sem er 118,1 milljarða kr. lakari útkoma en á sama tíma í fyrra. Tekjur reyndust 37,4 milljarða kr. minni en í fyrra meðan gjöldin jukust um 71,6 milljarða kr.

Viðskipti innlent

Líkur á talsverðri verðbólguhækkun í september

Vísitalan mun að öllum líkindum hækka nokkuð í september, enda á hluti útsöluáhrifa enn eftir að ganga til baka auk þess sem lækkun krónunnar undanfarnar vikur hefur býsna fljótt áhrif á verð þeirra neysluvara sem næmastar eru fyrir gengisbreytingum, svo sem matvöru og eldsneytis. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka.

Viðskipti innlent

Gengishrun og verðbólga ef SÍ getur ekki treyst á stjórnvöld

Stjórnvöld þurfa að aðstoða Seðlabankann með aðhaldi í ríkisfjármálum. Ef Seðlabankinn getur ekki treyst á stjórnvöld þegar mest á reynir er ljóst að framundan er botnlaust gengishrun og verðbólga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein sem Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia háskóla í Bandaríkjunum, skrifar í grein í Morgunblaðinu í dag.

Viðskipti innlent

Rúmlega 10 milljarða viðsnúningur hjá Bakkavör

Hagnaður Bakkavarar á öðrum ársfjórðungi nam 5,6 milljörðum kr. samanborið við tap að fjárhæð 5 milljarða kr. á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Um verulegan viðsnúning er að ræða sem nemur 10,5 milljörðum kr. að því er segir í tilkynningu um uppgjörið.

Viðskipti innlent

„Aalborg Portland vildu yfirtaka íslenska sementsmarkaðinn“

Sementsverksmiðjan á Akranesi segir að Aalborg Portland á suðurnesjum, sem selur innflutt sement á íslenskum markaði, hafi viljað yfirtaka íslenska sementsmarkaðinn og boðið sement undir kostnaðarverði í þeim tigangi að ná til sín stórum hluta markaðarins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Sementsverksmiðjan á Akranesi sendi frá sér í gærkvöld og má í heild sinni sjá hér að neðan.

Viðskipti innlent

Ársverðbólgan mælist 10,9%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 10,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 16,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,1% sem jafngildir 8,6% verðbólgu á ári.

Viðskipti innlent

„Sementsverksmiðjan fer ekki fram á neina ríkisstyrki“

„Við erum ekki að fara fram á neina ríkisstyrki eða að ríkið hlaupi undir bagga með okkur, það er alrangt. Að okkar mati þarf hið opinbera að auka framkvæmdir til að liðka fyrir byggingariðnaðinum og atvinnumarkaðinum í heild sinni,“ segir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi og bendir á að auðvitað vilji fyrirtækið að íslensk framleiðsla sé notuð í framkvæmdir hins opinbera í stað innflutts sements.

Viðskipti innlent

Aalborg Portland mótmælir ríkisaðstoð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi

Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar Aalborg Portland á suðurnesjum, er ekki sáttur við að Sementsverksmiðjan á Akranesi krefjist þess að ríkið hlaupi undir bagga með Sementsverksmiðjunni og mismuni hinu danska Aalborg Portland svo þjóðin fái aftur notið sements frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi, sem nú er í eigu einkaaðila.

Viðskipti innlent

Aldrei mælst jafn mikill þjónustujöfnuður

Þjónustujöfnuðurinn var jákvæður um 7,2 milljarða króna á öðrum fjórðungi þessa árs samanborið við 10,6 milljarða króna halla á sama ársfjórðungi í fyrra, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Samkvæmt Morgunkorni Íslandsbanka hefur aldrei áður mælst jafn mikill afgangur af þjónustuviðskiptum við útlönd á öðrum ársfjórðungi.

Viðskipti innlent

Áætlun AGS og stjórnvalda gengur brösuglega

Óhætt er að segja að sá hluti aðgerðaáætlunar AGS og stjórnvalda sem snýr að því að ná fram stöðugleika og í kjölfarið styrkingu á gengi krónu með gjaldeyrishöftum, háum vöxtum og verulegum afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum hafi gengið heldur brösuglega frá því áætlunin var sett fram fyrir liðlega níu mánuðum síðan.

Viðskipti innlent

Már Guðmundsson segir krónuna vanmetna

Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, segir í viðtali við Bloomberg fréttaveituna að íslenska krónan sé vanmetin þrátt fyrir mikil gjaldeyrishöft til að koma í veg fyrir frekara hrun krónunnar og afar jákvæðan viðskiptajöfnuð undanfarna ellefu mánuði.

Viðskipti innlent

Lýður: Vonbrigði að málaferli gegn Bretum eru ekki hafin

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir að það séu vonbrigði að enn séu ekki hafin málaferli gegn breskum stjórnvöldum vegna aðgerða þeirra gegn Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. Lýður ræddi þetta m.a. í ræðu sinni á aðalfundi Exista sem haldinn var í dag.

Viðskipti innlent

LSR vill halda rekstri Exista gangandi

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) vill halda starfsemi Exista gangandi til þess að hámarka endurheimtur af kröfum sínum á hendur félaginu. Þetta kemur fram á vefsíðu Landssamtaka lífeyrissjóða. LSR vill þó draga verulega úr rekstrarkostnaði.

Viðskipti innlent

Yfir 300 milljóna velta í Innovit hagkerfinu

Á aðalfundi Innovit sem fram fór í dag kom fram að heildarvelta Innovit sprotafyrirtækja muni fara yfir 300 milljónir árið 2009 og sköpuð hafa verið 106 ný störf. Í ársskýrslu félagsins sem kynnt var á fundinum kemur einnig fram að í það minnsta tólf ný fyrirtæki hafa verið stofnuð eftir þátttöku sína í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Innovit.

Viðskipti innlent

Innstæður greiddar tæpu ári eftir hrun

Skiptastjórar Kaupþing Singer og Friedlander hafa tilkynnt innstæðueigendum bankans á bresku eyjunni Mön, að þeir muni fá fyrsta hluta Kaupthing Edge innstæðna sinna greiddar þann 4. september næstkomandi, ellefu mánuðum eftir fall bankans.

Viðskipti innlent