Már Guðmundsson segir krónuna vanmetna 26. ágúst 2009 11:59 Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri. Mynd/gva Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, segir í viðtali við Bloomberg fréttaveituna að íslenska krónan sé vanmetin þrátt fyrir mikil gjaldeyrishöft til að koma í veg fyrir frekara hrun krónunnar og afar jákvæðan viðskiptajöfnuð undanfarna ellefu mánuði. „Gengi krónunnar er vel fyrir neðan jafnvægisgildi hennar til meðallangs tíma. Við höfum haft afar jákvæðan viðskiptajöfnuð á undanförnum ellefu mánuðum en hann hefur ekki verið nægur til að styrkja gengi krónunnar þar sem aðrir þættir koma í veg fyrir styrkingu hennar, svo sem þrýstingur frá erlendum fjárfestum sem eiga íslenskar eignir," segir Már. Már segir að peningastefnunefnd Seðlabankans verði ávallt að taka gengi krónunnar til ítarlegrar skoðunar þegar hún kemur saman. Fall íslensku krónunnar hefur verið það þriðja mesta af gjaldmiðlum hinna svokölluðu nýmarkaða síðan í lok mars en Bloomberg tekur saman gengi gjaldmiðla 26 nýmarkaðslanda. Már segir mest að mest krefjandi verkefni Seðlabankans sé að finna leiðir til að lækka stýrivexti seðlabankans án þess að það hafi áhrif til lækkunar gengis krónunnar og um leið afnema gjaldeyrishöft. Afnám gjaldeyrishafta mun hefjast þann 1. nóvember næstkomandi. Að lokum segir Már að hann sé ekki viss um að krónan sé rétti gjaldmiðillinn fyrir Ísland til langs tíma litið. „Það er mjög erfitt að vera með sjálfstæða peningastefnu á sama tíma og landið er eins tengt umheiminum á fjármálasviðinu og raun ber vitni. Þar af leiðandi er ráðlegt að skoða alla möguleika á þáttöku í myntbandalagi en sú ákvörðun er að sjálfsögðu í höndum stjórnmálamanna," segir Már í viðtali við Bloomberg og á hann þar við Evrópusambandsaðild. Grein Bloomberg má sjá hér. Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, segir í viðtali við Bloomberg fréttaveituna að íslenska krónan sé vanmetin þrátt fyrir mikil gjaldeyrishöft til að koma í veg fyrir frekara hrun krónunnar og afar jákvæðan viðskiptajöfnuð undanfarna ellefu mánuði. „Gengi krónunnar er vel fyrir neðan jafnvægisgildi hennar til meðallangs tíma. Við höfum haft afar jákvæðan viðskiptajöfnuð á undanförnum ellefu mánuðum en hann hefur ekki verið nægur til að styrkja gengi krónunnar þar sem aðrir þættir koma í veg fyrir styrkingu hennar, svo sem þrýstingur frá erlendum fjárfestum sem eiga íslenskar eignir," segir Már. Már segir að peningastefnunefnd Seðlabankans verði ávallt að taka gengi krónunnar til ítarlegrar skoðunar þegar hún kemur saman. Fall íslensku krónunnar hefur verið það þriðja mesta af gjaldmiðlum hinna svokölluðu nýmarkaða síðan í lok mars en Bloomberg tekur saman gengi gjaldmiðla 26 nýmarkaðslanda. Már segir mest að mest krefjandi verkefni Seðlabankans sé að finna leiðir til að lækka stýrivexti seðlabankans án þess að það hafi áhrif til lækkunar gengis krónunnar og um leið afnema gjaldeyrishöft. Afnám gjaldeyrishafta mun hefjast þann 1. nóvember næstkomandi. Að lokum segir Már að hann sé ekki viss um að krónan sé rétti gjaldmiðillinn fyrir Ísland til langs tíma litið. „Það er mjög erfitt að vera með sjálfstæða peningastefnu á sama tíma og landið er eins tengt umheiminum á fjármálasviðinu og raun ber vitni. Þar af leiðandi er ráðlegt að skoða alla möguleika á þáttöku í myntbandalagi en sú ákvörðun er að sjálfsögðu í höndum stjórnmálamanna," segir Már í viðtali við Bloomberg og á hann þar við Evrópusambandsaðild. Grein Bloomberg má sjá hér.
Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira