Tónlist

Ómetanlegir styrkir fyrir íslenskar hljómsveitir í útrás

Alls sótti íslenskt tónlistarfólk um 22.8 milljónir í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar bara í nóvember, en það er hærri upphæð en stærð sjóðsins hefur verið árlega fram að þessu. Alls hefur verið sótt um 145 milljónir á árinu, og enn er ein úthlutun eftir.

Tónlist

Brunaði yfir þrjú rauð ljós til að ná miðnæturkossinum

Listræna parið Júlí Heiðar og Þórdís Björk hefur komið víða að í hinum skapandi heimi tónlistar og leiklistar en var í fyrsta skipti að gefa út lag saman í dag. Lagið ber nafnið Gamlárskvöld og fjallar textinn meðal annars um það þegar Júlí gerði heiðarlega tilraun til að kyssa Þórdísi, eða Dísu eins og hún er alltaf kölluð, á miðnætti fyrstu áramótin eftir að þau byrjuðu að hittast.

Tónlist

„Listin læknar ekki en hún hefur hjálpað“

„Mig langaði ekki að textinn yrði beint um pabba því ég held að ég hafi bara ekki verið tilbúin í það,“ segir tónlistarkonan Rósa Björk Ásmundsdóttir um lagið Jólin með þér sem hún og Helena Hafsteinsdóttir voru að senda frá sér en þær mynda sviðslistahópinn heró. Ásamt laginu var að koma út tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum.

Tónlist

Jóladagatal Vísis: Næstum því jólalag með Sálinni

Kæru lesendur. Í dag er 1. desember eins og líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Dagurinn er merkilegur fyrir margar sakir, það er auðvitað fullveldisdagurinn og svona, en þetta er ekki síst merkisdagur vegna þess að nú fer Jóladagatal Vísis í loftið.

Tónlist

Þórir Snær Sigurðs­son vann Rímna­flæði 2022

Sigurvegari Rímnaflæði 2022 er Þórir Snær Sigurðsson, Lil Hailo frá félagsmiðstöðinni Gleðibankinn í Reykjavík sem sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“. Í öðru sæti var Bjartmar Elí frá félagsmiðstöðinni Bólið í Mosfellsbæ með lagið „Fullorðnir menn“. Valur Rúnarsson Bridde úr félagsmiðstöðinni Kúlan í Kópavogi tók þriðja sætið með lagið „Auðmjúkur“.

Tónlist

P!nk ætlar aldrei að hætta að dansa

Tónlistarkonan P!nk skipar ellefta sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Never Gonna Not Dance Again. Vinsældum þessarar sögulegu söngkona virðast engin takmörk sett en hún hefur haldið sér stöðugri í rúm 22 ár í heimi tónlistarinnar.

Tónlist

„Jólin eru tíminn fyrir okkur að vera á einum stað og njóta“

Tónlistarkonan Laufey er með sanni rísandi súperstjarna í hinum stóra tónlistarheimi og hefur haldið tónleika víðsvegar. Hérlendis hélt hún tvenna uppselda tónleika í Hörpu í lok október og kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves fyrir stútfullum sal í Fríkirkjunni á milli þess sem hún var í tónleikaferðalagi um Evrópu.

Tónlist

„Öllum fannst mjög undarlegt að ég kynni þetta“

Tónlistarkonan Gugusar hefur með sanni átt viðburðaríkt og öflugt ár í tónlistarheiminum en hún hefur vakið mikla athygli fyrir einstakan hljóm sinn og kraftmikla sviðsframkomu. Gugusar, sem heitir réttu nafni Guðlaug Sóley, finnst ekkert skemmtilegra en að semja tónlist en hún var að senda frá sér plötuna 12:48. Blaðamaður hitti á hana í kaffi og fékk að spyrja hana spjörunum úr.

Tónlist

Biðja aðdáendur afsökunar eftir misheppnaða miðasölu

Miðasölurisinn Ticketmaster hefur beðið aðdáaendur stórsöngkonunnar Taylor Swift afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar sala hófst á miðum á tónleika söngkonunnar. Ticketmaster hefur kennt metaðsókn og tölvuþrjótum um algjörlega misheppnaða sölu.

Tónlist

Danslagið Infinity endurfætt á Íslenska listanum

Danssmellurinn Infinity með Guru Josh Project kom upprunalega út árið 1989 og var svo endurútgefið árið 2008 við miklar vinsældir. Tónlistarmaðurinn Willy William hefur nú gefið út lagið Trompeta sem líkist óneitanlega Infinity en hann notar hljóðbúta úr Infinity og gefur þeim nýtt líf.

Tónlist

Gefur lagið loksins út tíu árum síðar

Tónlistarkonan og læknaneminn Guðrún Ólafsdóttir, einnig þekkt undir listamannsnafninu ЯÚN, var að gefa út lagið Móðurást. Texti lagsins er úr samnefndu ljóði Jónasar Hallgrímssonar en í dag er dagur íslenskrar tungu sem haldinn er á fæðingardegi skáldsins.

Tónlist

Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna

Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaiss­ance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora.

Tónlist

„Konur mega bara taka meira pláss alls staðar í samfélaginu“

Gjörningahljómsveitin „The Post Performance Blues Band“ gerir allt til þess að finna velgengni í nýju kvikmyndinni BAND. Blaðamaður tók púlsinn á leikstjóranum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur en hún segir myndina sameina gjörningalist, tónlist, kvennakraft og kvikmyndalist í góðu flæði.

Tónlist

Bandið sem var næstum því Bítlarnir

Um mitt ár 1966 luku Bítlarnir við upptökur á plötu sem fylgja átti eftir sjöundu breiðskífu hljómsveitarinnar, Revolver. En á einhvern óútskýranlegan hátt hurfu öll segulböndin úr upptökuverinu. Þetta var ekki eina áfallið sem dundi á Bítlunum þetta ár því skömmu síðar varð sveitin fyrir gríðarlegri blóðtöku þegar Paul McCartney lést í hræðilegu bílslysi. Í kjölfarið ákváðu eftirlifandi meðlimir sveitarinnar að gefa týndu tónsmíðarnar alfarið upp á bátinn og láta af öllu tónleikahaldi.

Tónlist

Rihanna var nálægt því að hafna Super Bowl

Tónlistarkonan Rihanna er mætt á Íslenska listann á FM957 eftir langa fjarveru en hún gaf út sitt fyrsta lag í sex ár í lok október. Lagið heitir „Lift Me Up“ og var samið fyrir kvikmyndina „Black Panther: Wakanda Forever“.

Tónlist

Finnur æðruleysi í lægðunum

Tónlistarmaðurinn, leikarinn og lífskúnstnerinn Júlí Heiðar átti öfluga endurkomu inn í íslenskt tónlistarlíf á síðasta ári þegar hann sendi frá sér lagið Ástin heldur vöku sem sat meðal annars í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957. Hann var að senda frá sér lagið Hærra og nýtir tónlistina sem tjáningarform. Júlí Heiðar er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Tónlist

Sven-Bertil Taube er látinn

Einn ástkærasti listamaður Svía, Sven-Bertil Taube, er látinn, 87 ára að aldri. Hann var sonur tónskáldsins Evert Taube og öðlaðist frægð fyrir endurútgáfur af lögum föður síns.

Tónlist