Tónlist

Frum­sýnir nýtt mynd­band: Auður orðinn Luthersson

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Auður Lúthersson gengur undir listamannanafnu Luthersson í Bandaríkjunum.
Auður Lúthersson gengur undir listamannanafnu Luthersson í Bandaríkjunum. Gianni Gallant

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, sendir frá sér stuttmyndband við lagið I Can Always Picture You sem kom út síðastliðinn föstudag og er frumsýnt hér að neðan. Lagið var gefið út samtísmis á ensku og íslensku og kemur út undir listamannsnafninu Luthersson. 

Auðunn hefur búið í Los Angeles frá því í ársbyrjun 2023 og vinnur þar við lagasmíðar og hljóðupptökustjórn. Hann er með tvöfalt ríkisfang og ólst upp af stórum hluta ævi sinnar í Pittsburgh í Pensylvaniu áður en fjölskyldan festi sig rótum í Hafnarfirði.

„Ég elska bæði þessi lönd mín, Ísland og Bandaríkin, svo mér finnst fallegt að geta gefið út lagið á íslensku sem Auður og á ensku undir nafninu Luthersson,“ segir Auður: „Ég er mjög stoltur af hljóðheiminum og laginu í heild. Mig langaði að lagið hljómaði eins og rigning.“

Hér má sjá myndbandið:

Elskar orkuna í gettóinu

„Þetta er lag sem mér þykir mjög vænt um, ég tók upp sönginn heima í stofu í LA. Þar vinn ég nær alla daga. Mér finnst gaman að geta gefið þetta út bæði á ensku og á íslensku en upphaflega samdi ég textann á íslensku. Hér er maður náttúrulega farinn að hugsa oft á ensku sem sést vel á því að innkaupalistinn minn fyrir Whole foods er mjög fyndin samtvinningur af ensku og íslensku. Þetta hafa verið sannkölluð straumhvörf í lífi mínu,“ segir Auðunn sem nýtur sín í hringiðu listamannalífsins í LA sem hann segir inspírerandi fyrir tónlistina. 

Gianni Gallant

„Ég elska að lifa í downtown LA og allt sem því fylgir. Þetta er náttúrulega gettóið hér en þar grasserast geggjuð menning, fullt af tónlistarfólki, fatahönnuðir, kvikmyndafólk. Það er alltaf einhver myndataka eða bíó í gangi. Það er mjög inspírerandi fyrir mig að vera i umkringdur þessari orku. List er alltaf samtal við alheiminn, innra samtal við sjálfið og endurspeglun á þeirri orku sem umkringir mann. Hún er leitin að einhverju sammannlegu,“ segir Auðunn.

Lagið er pródúserað og flutt af Auðuni Lútherssyni. Styrmir Hauksson sá um hljóðblöndun. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×