Sport

UFC snýr aftur á heimavöll Gunnars í júlí

UFC snýr aftur til London í sumar og verður bar­daga­kvöld sam­bandsins á dag­skrá í O2-höllinni þann 22. júlí næstkomandi. Frá þessu var greint í gær­kvöldi en orð­rómur hafði verðið á kreiki um að UFC væri að snúa aftur til London.

Sport

Boðar táraflóð á tímamótum í London

Breski hlauparinn Mo Farah segir að komandi London mara­þon á sunnudaginn næstkomandi verði síðasta mara­þon sitt á hlaupa­ferlinum. Í við­tali við BBC segist hann búast við því að tár muni falla að mara­þoninu loknu.

Sport

Pavel: Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður

Það var ljóst strax á fyrstu mínútum leiks Njarðvíkur og Tindastóls í hvað stefndi þegar liðin mættust í fyrsta leik undarúrslita Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í Ljónagryfjunni í kvöld. Stefnan var á sigur gestanna af Sauðárkrók en þeir byrjuðu ótrúlega vel og slepptu aldrei hálstakinu sem þeir náðu Njarðvíkingum í. Leikar enduðu 52-85 fyrir Tindastól sem leiða 1-0 í einvíginu sem fer norður á sunnudag.

Körfubolti

Höfum ekki áhuga á að fara í sumarfrí strax

„Þetta var okkar langbesti leikur í vetur“, sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 14 marka sigur á Stjörnunni norður á Akureyri í dag í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni en leikurinn endaði 34 - 18 og var sigur heimakvenna aldrei í hættu.

Sport