Körfubolti

Þóra Kristín og stöllur hennar danskir meistarar annað árið í röð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þóra Kristín í landsleik.
Þóra Kristín í landsleik. Vísir / Hulda Margrét

Aks Falcon varð í dag Danmerkurmeistari í körfubolta annað árið í röð.

Liðið vann öruggan tólf stiga sigur á BMS Herlev og sigraði þar með einvígið 3-0 en með liði Aks Falcon leikur íslenska landsliðskonan Þóra Kristín Jónsdóttir.

Þóra átti góðan leik í dag; skoraði sjö stig, tók sjö fráköst og var stoðsendingahæsti leikmaður vallarins með átta stoðsendingar.

Þetta var annað tímabil Þóru með danska liðinu og hefur liðið sem fyrr segir unnið deildina í bæði skiptin. Þóra og stöllur hennar höfðu mikla yfirburði í ár og unnu alla sína leiki í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×