Lífið

Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum

„Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði.

Lífið

Einlægnin er aldrei einföld

Dagur Hjartarson skáld og rithöfundur er að senda frá sér nýja vísindaskáldsögu sem heitir Ljósagangur. Hún er aðeins gefin út í 69 eintökum og það sem ekki selst í kvöld verður brennt á báli.

Menning

„Þetta er ástarsaga“

Bússi er harðasta löggan í bænum en málin flækjast þó þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, pankynhneigða heimsmanninn Hörð Bess.

Lífið

Þekktur slagara­smiður fallinn frá

Breski lagasmiðurinn og leikskáldið Leslie Bricusse, sem kom að gerð ótal þekktra laga úr heimi kvikmynda og söngleikja, er látinn. Hann lést í Saint-Paul-de-Vence í Frakklandi í gær.

Menning

Erlendir fagaðilar mæta á Bransaveislu ÚTÓN í Reykjavík

ÚTÓN stendur fyrir Bransaveislu fyrstu vikuna í nóvember. Um er að ræða viðburðarseríu sem unnið hefur verið að með samstarfsaðilum: STEF, Tónlistarborginni Reykjavík, INNI, Listaháskóla Íslands, SÍK, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Íslandsstofu og RIFF.

Lífið

Queens skella sér í Tangó

Stelpurnar í Queens ætla að snúa bökum saman í kvöld og spila samspilunarleikinn Operation Tango. Í honum þurfa þær að setja sig í spor alþjóðlegra njósnara sem þurfa að leysa hin ýmsu verkefni.

Leikjavísir

Birkir Blær kominn í tíu manna úr­slit í sænska Idol

Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, er að slá í gegn í Svíþjóð þar sem hann er kominn í tíu manna úrslit í sænsku söngvakeppninni Idol. Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig.

Lífið

Útförin reynist vera aftaka nafnlauss manns

Svertuskotna-mulningskjarnahljómsveitin Grafnár gefur í dag út myndband við lagið Ómennsk. Grafnár er orð yfir kviksetta manneskju, þ.e. grafna lifandi, og lætur tónlistarmyndbandið sveitina sannlega standa undir nafni.

Tónlist

Þurftu að flytja úr landi til þess að Már fengi fullnægjandi menntun

Afreksíþróttamaðurinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum og er hann í dag með um það bil 0,5 prósent sjón. Hann segist þó alltaf hafa verið jákvæður að eðlisfari og hann lætur þær áskoranir sem fylgja blindunni ekki á sig fá.

Lífið

Forfeðurnir hjuggu niður álftir og söltuðu í tunnur

Steingrímur J. Sigfússon hyggst meðal annars sinna æðarvarpi og vonast til að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt nú þegar hann hefur látið af þingmennsku. Á heimaslóðum sínum í Þistilfirði rifjar hann upp að forfeður hans veiddu álftir sér til matar.

Lífið

GameTíví: Sprengjuregn í Verdansk

Strákarnir í GameTíví stefna á þrjá sigra í Warzone í kvöld. Þar að auki verður nýr liður í streymi kvöldsins þar sem strákanir leita að fyndansta YouTube-myndbandinu.

Leikjavísir

Tólf ára Kristín Erla valin besta aðalleikkonan

Kristín Erla Pétursdóttir, 12 ára aðalleikkona í kvikmyndinni Birtu eftir Braga Þór Hinriksson, var valin besta leikkonan í hópi ungmenna þvert á aldursflokka frá 7-18 ára á Schlingel í Chemnitz í Þýskalandi, einni af stærstu barnakvikmyndahátíð í Evrópu.

Bíó og sjónvarp