Lífið

Stillur á þorra og gylltur sjór

María Huld Markan Sigfúsdóttir og Páll Ragnar Pálsson hafa verið virk í tónlistarlífi hérlendis um árabil en nú fá hlustendur að kynnast verkum þeirra í nýju samhengi.

Tónlist

Elísabet valin vínþjónn ársins

Elísabet Alba Valdimarsdóttir varð Vínþjónn ársins um síðustu helgi. Hún útskýrir hér hvernig slíkar keppnir fara iðulega fram. „Það þarf alltaf að taka bóklegt próf, sem gildir allt að sextíu prósent af heildareinkunn,“ sagði Elísabet, sem er oftast kölluð Alba. „Svo er annað hvort umhelling á víni í karöflu, að opna kampavínsflösku eða bæði,“ útskýrði hún.

Lífið

Háskólabíó verði heimavöllur Íslands

Sena hefur tekið við rekstri Háskólabíós af Sambíóunum og hyggst gera kvikmyndahúsið að heimavelli íslenskrar kvikmyndagerðar. Af því tilefni hefur verið ákveðið að bjóða upp á „tveir fyrir einn“-tilboð á spennumyndirnar Köld slóð og Mýrina.

Bíó og sjónvarp

Hreint Ísland á Einari Ben

Veitingastaðurinn Einar Ben leggur aukna áherslu á íslenskt hráefni með nýjum matseðli. „Breytingin er sú að allt grunnhráefni héðan í frá verður íslenskt. Ef íslenskt hreindýr fæst ekki, þá verðum við bara ekki með hreindýr,“ útskýrði rekstrarstjórinn Jón Páll Haraldsson.

Heilsuvísir

Gisele hætt hjá Victoria‘s Secret

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen er hætt störfum fyrir undirfatarisann Victoria"s Secret. „Við óskum henni alls hins besta og viljum þakka henni fyrir frábært starf. Hún mun halda áfram að vera áberandi hluti af kynþokkafyllsta vörumerki heims það sem eftir er ársins,“ sagði Edward Razek hjá Victoria"s Secret.

Lífið

Jón Sæmundur selur Liborius

Jón Sæmundur Auðarson hefur selt tískuverslunina Liborius. Kaupendur eru þeir Svanur Kristbergsson, Jóhann Meunier og Þorsteinn Stephensen. Jóhann verður verslunarstjóri Liborius og hann boðar breyttar áherslur.

Lífið

Sjóræningjar og Spartverjar einoka MTV-hátíðina

Stórsmellurinn 300 og sjóræningjarnir á Karíbahafinu berjast um hylli áhorfenda á MTV-kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Los Angeles. Báðar eru tilnefndar sem besta myndin og keppa þar við Little Miss Sunshine, Blades of Glory og Borat. Tilkynnt hefur verið að Sarah Silverman muni kynna hátíðina, sem verður sýnd í beinni útsendingu í fyrsta sinn.

Bíó og sjónvarp

Þegar múrinn féll

Græna ljósið tekur til sýningar um helgina þýsku myndina Líf hinna eða Das Leben der Anderen en hún hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin fyrr á árinu. Að venju býður Græna ljósið félögum í kvikmyndaklúbbnum sínum frítt á myndina um opnunarhelgina en þeir fá sendan miðakvóta á föstudaginn sem þeir geta notað á midi.is.

Bíó og sjónvarp

Ljúfar tenóraríur

Tenórinn ungi Þorsteinn H. Árbjörnsson syngur þekktar aríur við undirleik píanóleikarans Antoníu Hevesi á hádegistónleikum í menningarmiðstöðinni Hafnarborg í dag. Tónleikarnir standa sem fyrr yfir í um hálfa klukkustund og eru algjörlega ókeypis.

Tónlist

Uppsprengt verð á Kjarval

„Þetta er bull og vitleysa,“ sagði Bragi Kristjónsson fornbókasali um verðlagningu á Hvalasögu Jóhannesar S. Kjarvals á uppboðssíðunni eBay. Seljandi, sem virðist búsettur í Kópavogi en lætur nafns síns ekki getið, býður upp áritað eintak af smásögunni „Hvalasagan – átján hundruð níutíu og sjö“ á eBay, fyrir lágmarksupphæðina 58.500 bandaríkjadali.

Menning

Tröllaslagurinn í Kvosinni

Skessur leggja undir sig Reykjavík sólarhringana fyrir kosningarnar. Tilefnið er ekki fardagar heldur Listahátíðin sem skellir sér ofan í síðustumetrana í kosningabáráttu og andlegan undirbúning þjóðarinnar fyrir Eurovision.

Menning

Línudansmanía í Reykjavík

150 íslenskir línudansarar stíga sporin við undirleik Baggalúts í Laugardalshöll á laugardagskvöld á línudanshátíð. Jóhann Örn Ólafsson segir að 5-600 manns stundi línudans að staðaldri á Íslandi. „Þetta hefur verið í lægð út á við en alls ekki inn á við. Ákveðinn kjarni stundar línudans af kappi,“ segir Jóhann Örn Ólafsson, dansari og danskennari.

Lífið

Sjónlistatilnefningar kynntar

Tilkynnt var um tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna árið 2007 í gær en markmið þeirra verðlauna er að vekja athygli á framúrskarandi framlagi myndlistarmanna og hönnuða starfandi á Íslandi og íslenskra sjónlistamanna erlendis.

Lífið

OK! vann Hello!

Breska tímaritið OK! vann dómsmál sem það höfðaði gegn helsta keppinauti sínum Hello! vegna ljósmynda sem Hello! birti úr brúðkaupi leikarahjónanna Michael Douglas og Catherina Zeta-Jones árið 2000. OK! hafði samið við Douglas og Zeta-Jones um einkarétt á myndunum en þrátt fyrir það birti Hello! „paparazzi“-myndir frá athöfninni.

Lífið

Ryder og Amy gestir

Söngkonan Amy Winehouse og Shaun Ryder, forsprakki Happy Mondays, verða að öllum líkindum í gestahlutverki á annarri plötu Babyshambles. Sveitin er í viðræðum við Ryder um þátttökuna og næst á blaði er síðan Winehouse, sem er mikil vinkona Pete Doherty og félaga.

Tónlist

Dansveisla á Nasa

Þeir sitja í sjötta sæti heimslistans yfir bestu plötusnúða veraldar í dag og hafa meðal annars unnið til Grammy verðlauna. Deep Dish skipa þeir Sharam og Dubfire, en sá síðarnefndi hefur nýlokið við útgáfu af nýjustu afurð í hinni ótrúlegu Global Underground seríu, Global Underground Taipei.

Lífið

Vann 150.000 kr gjafabréf á Vísi

Ester Antonstdóttir hafði heppnina með sér þegar hún vann 150.000 króna ferðaávísun frá Sumarferðum í skafleik hjá Vísi. Allir gátu tekið þátt í leiknum sem fólst í því að gera Vísi að upphafsíðu og fá í staðinn skafmiða þar sem hægt var að vinna ýmsa vinninga.

Lífið

2 f1 á Mýrina og Kalda slóð

Í tilefni að yfirtöku Senu á Háskólabíói frá og með 1. maí vill Sena gera Háskólabíó meðal annars að "heimavelli íslenskrar kvikmyndagerðar" og bjóða landsmönnum því 2 f 1 á Mýrina og Kalda slóð en þessar myndir fara aftur í sýningu vegna fjölda áskoranna enda eiga þær mikið inni í aðsókn.

Lífið

Spiderman 3 slær öll met í Asíu

Kvikmyndin Spiderman 3 hefur slegið hvert aðsóknarmetið á fætur öðru um alla Asíu undanfarna daga. Myndin, sem verður frumsýnd í Bandaríkjunum sem og hér á landi á föstudaginn kemur, sló út bæði Spiderman 1 og 2 í Japan og Suður-Kóreu. Í Hong Kong og Suður-Kóreu setti hún met í mestri aðsókn á opnunardegi. Á opnunardeginum í Japan halaði myndin inn 3,5 milljónir dollara og í Suður-Kóreu var upphæðin 3,4 milljónir dollara.

Lífið

Eiríki spáð slæmu gengi á Júróvisjón

Greinarhöfundur vefsíðunnar Heckler Spray virðist ekki hafa mikla trú á lagi Eiríks Haukssonar í Júróvisjónkeppninni ef marka má umsögn síðunnar. Þar er Eiríki lýst sem miðaldra eftirlíkingu af bandaríska söngvaranum Meat Loaf, sem gerði allt vitlaust á níunda áratugnum. Þá er texti lagsins, Valentine Lost, sagður vera hallærislegur og fullur af klénum myndlíkingum.

Lífið

Lord of the Rings Online kominn út

Einn viðamesti tölvuleikur ársins kemur til Íslands um næstu mánaðamót. Lord of the Rings Online: Shadows of Angmar er kominn út. Leikurinn er netleikur þar sem hægt er að spila sem menn, álfar, dvergar eða hobbitar í Miðgarði Tolkiens.

Leikjavísir

Beckham hjónin búin að finna hið fullkomna heimili

David og Victoria Beckham hafa loksins fundið hið fullkomna hús í Beverly Hills en þau hafa lengi verið að leita að rétta heimilinu fyrir fjölskylduna sína. Ástæða húsnæðisleitarinnar er sú að þau munu flytja frá Spáni til Bandaríkjanna í sumar, þegar David fer að spila fótbolta með L.A. Galaxy.

Lífið

Söngkona Sugababes handtekin

Átján ára bresk stúlka, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir frá því í viðtali við breska dagblaðið The Sun hvernig nýjasti meðlimur stúlknahljómsveitarinnar Sugababes, Amelle Berrabah, réðist á hana á öldurhúsi og hélt áfram eftir að lögreglan mætti á staðinn. Dyraverðir öldurhússins þurftu að draga Amelle, sem er 23 ára, af 18 ára fórnarlambinu.

Lífið

Vill hert götueftirlit í miðborginni

„Ég er að senda vinaleg boð til borgaryfirvalda um betra götueftirlit til handa komandi æsku," segir götuspilarinn Jójó sem stendur fyrir baráttutónleikum á Kaffi Hressó á morgun.

Lífið

Feginn að fylgja rólyndisrokkaranum Eiríki Hauks

„Einfalt og heiðarlegt verður meginþemað okkar í Helsinki,“ segir Haukur Hauksson en hann hefur tekið við keflinu af Jónatani Garðarssyni sem innsti koppur í búri Eurovision-hópsins en senn líður að því að hópurinn haldi til Finnlands og keppi fyrir hönd Íslands í þessari sívinsælu söngkeppni.

Lífið

Áhyggjur af þyngdartapi

Hjartaknúsarinn George Clooney hefur lést um tíu kíló á skömmum tíma og óttast margir að hann eigi við vandamál að stríða. Talsmaður Clooneys vísar þessu á bug og segir að leikarinn sé við góða heilsu.

Lífið

Hvaladráp 14. maí

Fjórða plata rokksveitarinnar Mínus, The Great Northern Whalekill kemur út hinn 14. maí næstkomandi. Hið sérstaka umslag plötunnar var hannað af Gunnari Vilhjálmssyni og tók Börkur Sigþórsson myndina.

Tónlist

Ekta síðkjólaball

Nú er mál að taka fram dansskóna og æfa valsinn og polkann því í kvöld verður haldið ball í Íslensku óperunni. Hið svokallaða söngvaraball er nú haldið í annað sinn en framtak þetta sló í gegn í fyrra. Ballið er haldið að erlendri fyrirmynd en á meginlandinu er rík hefð fyrir samkomum sem þessum.

Lífið