Lífið

Eiríki spáð slæmu gengi á Júróvisjón

MYND/365

Greinarhöfundur vefsíðunnar Heckler Spray virðist ekki hafa mikla trú á lagi Eiríks Haukssonar í Júróvisjónkeppninni ef marka má umsögn síðunnar. Þar er Eiríki lýst sem miðaldra eftirlíkingu af bandaríska söngvaranum Meat Loaf, sem gerði allt vitlaust á níunda áratugnum. Þá er texti lagsins, Valentine Lost, sagður vera hallærislegur og fullur af klénum myndlíkingum.

Í greininni kemur fram að fyrir síðustu Júróvisjónkeppni hafi vefsíðan spáð Silvíu Nótt góðu gengi. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir sökum þess hversu ótrúlega hratt henni hafi tekist að móðga alla. Greinarhöfundur telur möguleika Íslands í keppninni í ár minni og virðast alls ekki hafa góða trúa á framlagi Eiríks Haukssonar. Hann segir árangurinn muni velta á því hvernig Evrópa mun taka þessari miðaldra eftirlíkingu af Meat Loaf.

Sjá umfjöllun Heckler Spray hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.