Lífið

Elsta leyndarmál þjóðarinnar

Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð var ein af metsölubókum síðustu jólavertíðar og seldist í sex þúsund eintökum. Nú fylgir Óttar bókinni eftir með nýrri skáldsögu, Sólkrossi. „Þessi bók gerist á Íslandi og kærasta Adams Swift, Embla Þöll, er aðalsöguhetjan þótt Adam komi líka við sögu,“ segir Óttar. „Þetta er miklu metnaðarfyllri bók. Síðast var ég að gera tilraun með að skrifa svona flugvallarmetsölubók, en þessi er rólegri og skandinavískari.“

Menning

Prinsessa hljóp í Glitnismaraþoni

Mette Marit, krónprinsessa Norðmanna, hljóp í dag 10 kílómetra í Oslóarmaraþoninu en Glitnir er aðal styrktaraðili hlaupsins líkt og í maraþoninu hér heima.

Lífið

Tóku upp tónleika

Hljómsveitin South River Band hélt tvenna tónleika á Grand Rokk á dögunum þar sem stemningin var einkar góð. Tónleikarnir voru teknir upp og til stendur að gefa þá út á DVD-mynddiski, sem verður sá fyrsti frá sveitinni. South River Band hefur gefið út fjórar plötur á ferli sínum og kom sú síðasta, Allar stúlkurnar, út í fyrra.

Tónlist

Kvikmyndahátíð hafin

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, var sett opinberlega á fimmtudagskvöld í Regnboganum með sýningu norsku myndarinnar O"Horten. Íslenskir kvikmyndaáhugamenn létu sig að sjálfsögðu ekki vanta á uppákomuna.

Bíó og sjónvarp

Leikur Don Juan í þekktasta leikhúsi Bretlands

„Þetta er stór rulla sem maður verður að prófa," segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur þekkst boð hins virta breska leikhúss Royal Shakespeare Company um að taka að sér hlutverk kvennabósans Don Juan í væntanlegri leiksýningu. Um er að ræða nýja leikgerð sem byggð er á hinni þekktu óperu Don Giovanni. Leikritið kallast Don John og gerist árið 1978, á pönktímabilinu í Bretlandi. „Þetta leggst bara vel í mig, mér líst ótrúlega vel á það sem mér hefur verið sagt af þessu," segir Gísli, sem mun sýna á sér nýja hlið í hlutverki Don Juan sjálfs.

Menning

Gervais sem Óskarskynnir

Orðrómur er uppi um að breski grínistinn Ricky Gervais verði kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni næsta vor. Gervais þótti standa sig einkar vel á Emmy-verðlaununum á dögunum þar sem hann kenndi áhorfendum hvernig ætti að taka á móti verðlaunum.

Bíó og sjónvarp

Útilistaverk í Árborg fjórfaldaðist í verði

Útilistaverkið Sveipur, sem sveitarfélagið Árborg samdi um kaup á við listakonuna Sigrúnu Ólafsdóttur í ársbyrjun 2006, hefur enn ekki verið gert. Kostnaður við smíði verksins verður margfalt hærri en þær þrjár til fimm milljónir króna sem upphaflega var áætlað.

Menning

Miðar á ABBA sýningu rjúka út

„Við héldum að þetta færi rólega af stað þar sem sex vikur eru í tónleikana en það er greinilega mikill áhugi fyrir hendi," segir Eyþór Guðjónsson, skipuleggjandi The ABBA show með hljómsveitinni Arrival.

Lífið

Ásdís Rán á batavegi, ræðir við módelskrifstofur

„Hún hefur það fínt, er bara hægt og rólega að komast aftur inn í daglegt líf." segir Garðar Gunnlaugsson knattspyrnukappi og eiginmaður fyrirsætunnar Ásdísar Ránar. Ásdís var flutt í snarhasti á sjúkrahús með blæðingar í kviðarholi fyrir um tveimur vikum. Skömmu eftir að hún flutti til Búlgaríu til að vera við hlið eiginmannsins sem leikur þar með CSKA Sofia.

Lífið

Idolstjarnan Clay Aiken opnar sig - myndband

MSNBC heldur því fram að Clay hafi fengið 500 þúsund dollara, sem samsvara rúmum 48 milljónum íslenskra króna, greitt fyrir viðtalið og myndir sem birtust af feðgunum í fyrrnefndu tímariti.

Lífið

Tíu ára plötugerð á enda

Tónlistarmaðurinn Bob Justman, sem heitir réttu nafni Kristinn Gunnar Blöndal, hefur sent frá sér hið hugljúfa lag Most of All sem verður að finna á fyrstu sólóplötu hans, Happiness & Woe.

Tónlist

Óperur á neti

Metropolitan Opera í New York er fremst í flokki þeirra óperuhúsa heimsins sem vilja halda sér í takt við tímann. Þar er uppi sú hreyfing að heimta að óperusöngvarar grenni sig, þar er lengst komið tæknivæðingu í þjónustu við áhugamenn um óperur á netinu.

Menning

Þrefaldur Rúnar Júl

Meistari Rúnar Júl hefur frá árinu 1965 gefið út plötur með nýju efni. Í ár verður breyting á. Í stað hefðbundins nýmetis kemur út þrefaldi safndiskurinn Sögur um lífið.

Tónlist

Leikið til góðs

Píanóleikarinn Martin Berkofsky og klarínettuleikarinn Einar Jóhannesson koma fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi kl. 17 á sunnudag.

Menning

Mynd um Ernu

Heimildarmyndin Þetta kalla ég dans, sem fjallar um starfsaðferðir, verkefni og persónu nútímadansarans Ernu Ómarsdóttur, verður sýnd í kvikmyndahúsinu Regnboganum kl. 18.15 í kvöld á vegum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Leikstjóri myndarinnar, Ásthildur Kjartansdóttir, verður viðstödd sýninguna og mun svara spurningum forvitins dansáhugafólks.

Bíó og sjónvarp

Ljósmyndari þjóðarinnar

Á laugardag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928-1958 en á því tímabili var hann einn afkastamesti ljósmyndari landsins.

Menning

Iceland Airwaves í útrás

Góður rómur var gerður að London Airwaves-hátíðinni sem haldin var um síðustu helgi. Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs, segir að hátíðin verði haldin aftur á næsta ári og verið sé að skoða hvort Airwaves verði haldin í fleiri löndum í framtíðinni.

Tónlist

Berlínarmynd Slingstjóra

Heimildarmyndin Berlin Song er sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF ásamt öðrum tónlistarmyndum í flokknum Hljóð í mynd. Myndin fjallar um sex tónlistarmenn og hvernig þeir upplifa Berlin.

Bíó og sjónvarp

Johnny Depp í Lone Ranger

Johnny Depp er sagður hafa samþykkt að leika í nýrri kvikmynd byggðri á sjónvarpsþáttaröðinni The Lone Ranger. Fer Depp með hlutverk hins snjalla aðstoðarmanns The Lone Ranger, indíánans Tonto.

Bíó og sjónvarp

Engisprettur koma aftur á svið

Leikhúsunnendum sem misstu af Engisprettum á liðnu leikári gefst nú tækifæri til að sjá þessa rómuðu leiksýningu, en efnt verður til fimm aukasýninga á verkinu nú í haust.

Menning

Myndbandalist í Gerðubergi

Opnuð var yfirlitssýning á verkum myndbandslistakonunnar Steinu – Steinunnar Briem Bjarnadóttur Vasulka – í menningarmiðstöðinni Gerðubergi um síðustu helgi.

Menning

Brant Bjork til Íslands

Bandaríska rokksveitin Brant Bjork & The Bros heldur tvenna tónleika á Íslandi í kvöld og annað kvöld. Forsprakki sveitarinnar er Brant Bjork, fyrrverandi meðlimur hljómsveitanna Fu Manchu og Kyuss, sem hafði á að skipa Josh Homme og Nick Oliveri úr Queens of the Stone Age.

Tónlist