Lífið

Semur teknólag fyrir CCP

Þórhallur Skúlason, tónlistarmaður, tók að sér að semja lag við kynningarmyndband fyrir Eve Online netleikinn. „Þetta er teknó lag og ég hef verið að vinna að því undanfarnar tvær vikur. Það er verið að klára auglýsinguna núna á næstu dögum og hún ætti væntanlega að fara í umferð í vikunni,“ segir Þórhallur.

Lífið

Nýr Guttormur verður til

Verið er að endurgera útilistaverkið Guttorm í Húsdýragarðinum í Laugardal. Kveikt var í listaverkinu fyrr í mánuðinum og brann það til grunna. Sex unglingar vinna nú undir handleiðslu Friðjóns Ólafssonar við að endurgera verkið, og að sögn Friðjóns munu þeir líklega ljúka við verkið á morgun.

Lífið

Fyrrverandi viðhald Beckhams ól barn

Rebecca Loos, sem þekktust er vegna orðróms um að hún hafi haldið við David Beckham, hefur alið sitt fyrsta barn. Faðirinn er hinn norski Sven Christjar Skaiaa. Samkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Mail var króginn alinn í Osló og vóg 3,3 kíló við fæðingu.

Lífið

Enn deilt um lík Jacksons

Enn hefur líkið af Michael Jackson ekki verið jarðsett. Ástæðan er sú að fjölskyldan kemur sér ekki saman um það hvar Jackson á að liggja.

Lífið

Tom Cruise fylgdist með Beckham

Stórleikarinn Tom Cruise sást á knattspyrnuleik á sunnudaginn þar sem hann fylgdist með David Beckham og félögum hans í LA Galaxy harka í LA á sunnudaginn. Spúsa hans, Katie Holmes var hvergi sjáanleg en Victoria Becham veitti Cruise félagsskap.

Lífið

Hrós frá kóngi söngleikjanna

„Hann líkti mér við Yvonne Elliman, sem söng lagið upphaflega. Hann sagði að ég minnti hann á hana og hljómaði eiginlega alveg eins og hún, sem mér fannst geðveikt,“ segir Katrín Ýr Óskarsdóttir söngkona um masterclass námskeið sem hún tók hjá Tim Rice, einum frægasta söngleikjahöfundi allra tíma.

Lífið

Belgískt grín

Belgíski atvinnugrínistinn Lieven Scheire skemmtir á Batteríinu á fimmtudagskvöld. Auk hans flytja Rökkvi Vésteinsson og Sveinn Waage uppistand á ensku.

Lífið

Ballack færir þeim silfrið

„Síðast voru það Cannes-verðlaunin, sem Vínbúðarmyndin tók og síðan eru það þessi, þannig að þetta gengur vel,“ segir Samúel Bjarki Pétursson auglýsingaleikstjóri.

Lífið

Tryggður en fær tjónið ekki bætt

Listamaðurinn Kristjan Zaklynsky varð fyrir barðinu á óprúttnum aðila um helgina þegar tölvunni hans var rænt af honum á skyndibitastað í miðbæ Reykjavíkur.

Lífið

Kraftaverkasaga heróínfíkils

Heimir Sverrisson kvikmyndagerðarmaður vinnur að nýrri heimildarmynd sem fjallar um líf götustráksins Suyash sem stofnaði meðferðarheimili í höfuðborg Nepal.

Lífið

Ulrich vinsæll í heimalandi sínu

Danski trommuleikarinn Lars Ulrich og félagar hans í Metallica virðast njóta gríðalegrar hylli í heimalandi Ulrics. Hljómsveitin mun á næstunni halda fimm tónleika í Forum og margir mánuðir eru liðnir síðan að miðar á tónleikana seldust upp.

Lífið

Paula Abdul hugsanlega hætt í American Idol

Alls óvíst er hvort framleiðendur American Idol þátttana munu bjóða Paulu Abdul að vera með í næstu seríu, eftir því sem umboðsmaður hennar, David Sonenberg, segir á vef Los Angelses Times. Paula Abdul hafði slíkar fullyrðingar í

Lífið

Deilt um Davíð á Facebook

Hópur var stofnaður fyrir stuttu á Facebook þar sem skorað var á Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra og seðlabankastjóra að snúa aftur í heim stjórnmálanna. Um þrjú þúsund manns skráðu sig í hópinn til stuðnings við Davíð. Nokkuð var sagt frá hópnum í fjölmiðlum og bættist hægt og rólega í.

Lífið

Miðar á Jethro Tull rjúka út

Um 600 miðar seldust á tónleika Jethro Tull á einum klukkutíma í morgun þegar miðasalan hófst. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói í Reykjavík föstudaginn 11. september næstkomandi, en það er Ian Anderson forsprakki hljómsveitarinnar sem á frumkvæðið að þeim. Í tilkynningu sem send var fjölmiðlum vegna tónleikanna segir að allur ágóði af tónleikunum renni til fjölskyldna Vildarbarna og Fjölskylduhjálpar Íslands.

Lífið

Vilja Bruce Lee safn í staðinn fyrir ástarhreiður

Fyrrum heimili kvikmyndaleikarans Bruce Lee er nýtt sem ástarhreiður þessa dagana og eru herbergi leigð út klukkutíma í senn. En nú hyggjast opinberir aðilar setja á fót samkeppni til þess að gera heimilið að virðulegu safni.

Lífið

Bestu ljósmyndarar Íslandssögunnar

Ljósmyndarinn Einar Falur Ingólfsson hefur tekist á hendur það erfiða, og væntanlega umdeilda, verkefni að velja bestu ljósmyndara Íslandssögunnar og verk eftir þá. Afraksturinn verður gefinn út í veglegri bók og mikil sýning sett upp á Akureyri þar sem þessar myndir verða sýndar.

Lífið

Úr múrverki í maðkana

„Ég er aðallega að rækta orma til áburðarframleiðslu og svo til að eyða rusli,“ segir Guðmundur Óskar Sigurðsson sem stendur sannarlega í sérstæðum atvinnurekstri – hann lifir og hrærist í heimi sem sumum þykir fremur ókræsilegur.

Lífið

Íþróttafélagið Styrmir selur klósettpappír og grænmeti

Íþróttafélagið Styrmir, sem skipað er samkynhneigðum, er á leið til Kaupmannahafnar þar sem félagið mun taka þátt í Outgames-íþróttamótinu sem fram fer í borginni dagana 23. júlí til 3. ágúst. Þetta er í annað sinn sem Outgames fer fram, en mótið er haldið á tveggja ára fresti.

Lífið

Horfa til íslenska markaðarins

„Við vorum að staðfesta talsmann frá Habbo Hotel, næst stærsta sýndarveruleika-leik í heiminum. Það er mjög spennandi. Það er samfélag með 138 milljón notendur og við viljum athuga hvernig vörumerki eru að notfæra sér þennan heim til að markaðssetja sig,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar um ráðstefnuna You are in Control.

Lífið

Fatahönnun er mikil barátta

Hér á landi er að finna marga efnilega hönnuði, sem margir eru að taka sín fyrstu skref í hinum harða heimi tískunnar. Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir, eða Edda eins og hún er kölluð, útskrifaðist fyrir ári síðan úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Hún hannar nú flíkur undir nafninu Blindfold, sem voru meðal annars seldar í versluninni Trilogiu og í Kronkron.

Lífið

Bruni söng til heiðurs Mandela

Carla Bruni, forsetafrú Frakklands, vakti mikla athygli á veitingastað í gær þegar hún söng á skemmtun til heiðurs Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku.

Lífið

Stendur Partývakt Bylgjunnar í hjólhýsi - myndir

Útvarpsmaðurinn hláturmildi Ásgeir Páll Ágústsson mun senda partívakt Bylgjunnar út úr hjólhýsi á tjaldstæðinu á Flúðum í kvöld. Ásgeir er í raun að senda útvarpsþáttinn út heimanfrá sér þar sem hann er að eigin sögn „Trailertrash par exelance“.

Lífið

Fagnaði 105 ára afmæli

Margrét Hannesdóttir fangaði hundrað og fimm ára afmæli í dag. Margrét átti afmæli á miðvikudaginn en hélt ekki upp á það fyrr en í dag. Margrét þakkar góðu skapi og góðri hegðun háan aldur.

Lífið

Rússnesk stórmynd á Íslandi

„Þetta er stórmynd og mjög stórt verkefni fyrir okkur,“ segir Kristinn Þórðarson hjá framleiðslufyrirtækinu Saga Film um nýjustu mynd rússneska leikstjórans Aleksandr Sokurov.

Lífið