Lífið

Belgískt grín

Umdeildur Uppistandarinn Lieven Scheire er þekktur og umdeildur í Belgíu.
Umdeildur Uppistandarinn Lieven Scheire er þekktur og umdeildur í Belgíu. Mynd/Rökkvi
Belgíski atvinnugrínistinn Lieven Scheire skemmtir á Batteríinu á fimmtudagskvöld. Auk hans flytja Rökkvi Vésteinsson og Sveinn Waage uppistand á ensku.Scheire er með eigin sjónvarpsþátt í Belgíu ásamt hljómsveit sinni, Neveneffecten og vann The Luneatics Award, belgísk uppistandsverðlaun árið 2002.Árið 2000 var Scheire í skiptinámi á Íslandi og kynntust þeir Rökkvi þá. Þeir hafa áður staðið fyrir uppistandi á Íslandi, árið 2006. Lieven verður einnig með spunaleiklistarnámsskeið í Hinu húsinu næsta laugardagskvöld.

Dagskráin hefst klukkan níu og kostar þúsund krónur inn.

-kbs

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.