Kraftaverkasaga heróínfíkils 21. júlí 2009 06:00 Heimir Sverrisson kvikmyndagerðarmaður segist hafa heillast af sögunni um Suyash. fréttablaðið/Gva Heimir Sverrisson kvikmyndagerðarmaður vinnur að nýrri heimildarmynd sem fjallar um líf götustráksins Suyash sem stofnaði meðferðarheimili í höfuðborg Nepal. „Þetta er lítil kraftaverkasaga,“ segir Heimir Sverrisson kvikmyndagerðarmaður um heimildarmynd sem hann vinnur að. Myndin fjallar um Suyash, götustrák og fyrrverandi heróínfíkil, sem opnaði meðferðastöð í Kathmandu, höfuðborg Nepal, með hjálp frá bandarískum áfengisráðgjafa og íslenskum lækni. „Þetta byrjaði þannig að Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, fór til Nepal í gegnum samtökin Recovery Without Boarders, til að aðstoða Suyash við rekstur meðferðarheimilisins. Ég frétti svo af þessum unga manni og starfi hans í Kathmandu frá vinkonu minni sem hafði sótt fyrirlestur hjá Valgerði um meðferðarheimilið og þar með var áhugi minn vakinn. Það eru um 80-100 þúsund sprautufíklar í Kathmandu og um níutíu prósent þeirra eru HIV smitaðir, þannig að þetta er stórt og mikið verkefni sem Suyash hefur ráðist í,“ segir Heimir. Saga Suyash er að mörgu leyti ótrúleg. Fjölskylda hans rak hann á dyr þegar hann byrjaði í neyslu og í sjö ár bjó hann á skítugum götum í „Toilet“-hverfinu í Kathmandu. „Hverfið er það allra fátækasta í borginni. Þar býr fjöldi munaðarlausra barna sem mörg hver frjósa til dauða í frosthörkunum á veturna. Mansal og vændi eru stórt vandamál í landinu og HIV er orðið það útbreitt að því hefur verið lýst sem faraldri og ástandið fer versnandi ár frá ári. Vendipunkturinn í lífi Suyash varð þegar kofinn hans brann stuttu eftir að hann hafði lent í höndunum á glæpamönnum sem höfðu ráðist á hann með sveðju. Hann hætti í neyslu en ákvað að til að ná fullkomnum bata yrði hann að hjálpa öðrum. Hann stofnaði meðferðarheimili og stuttu seinna voru tuttugu og þrír sjúklingar fluttir þangað inn til meðferðar. Gallinn var bara sá að Suyash vissi ekki hvernig átti að fara að og leitaði hjálpar hjá Jake Epperly, áfengisráðgjafa í Chicago, sem leiðbeindi honum í gegnum bréfaskriftir.“ Síðan þá hefur meðferðarheimilið stækkað og með fjármagni og aðstoð sjálfboðaliða hefur einnig verið hægt að koma á laggirnar meðferðarheimili fyrir konur. Undirbúningur fyrir tökur á heimildarmyndinni eru komnar vel á veg og mun Heimir halda aftur til Nepal í haust ásamt Árna Ben, hljóðmanni, og ljúka tökum. Þeim sem vilja kynna sér söguna um Suyash betur er bent á síðuna www.keepcomingbackfilm.com. sara@frettabladid.is Mögnuð saga fíkils Kvikmyndagerðarmaðurinn Heimir Sverrisson, til vinstri, vinnur nú að mynd um nepalskan götustrák sem segir skilið við heróínneyslu og stofnar meðferðarheimili í höfuðborg landsins. Fíkillinn, sem heitir, Siuyash ákvað að auðveldast væri fyrir hann að halda sjálfum sér á beinu brautinni ef hann hjálpaði öðrum fíklum. Heimir fer til Nepals í haust til að ljúka tökum á myndinni. Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Fleiri fréttir Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Sjá meira
Heimir Sverrisson kvikmyndagerðarmaður vinnur að nýrri heimildarmynd sem fjallar um líf götustráksins Suyash sem stofnaði meðferðarheimili í höfuðborg Nepal. „Þetta er lítil kraftaverkasaga,“ segir Heimir Sverrisson kvikmyndagerðarmaður um heimildarmynd sem hann vinnur að. Myndin fjallar um Suyash, götustrák og fyrrverandi heróínfíkil, sem opnaði meðferðastöð í Kathmandu, höfuðborg Nepal, með hjálp frá bandarískum áfengisráðgjafa og íslenskum lækni. „Þetta byrjaði þannig að Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, fór til Nepal í gegnum samtökin Recovery Without Boarders, til að aðstoða Suyash við rekstur meðferðarheimilisins. Ég frétti svo af þessum unga manni og starfi hans í Kathmandu frá vinkonu minni sem hafði sótt fyrirlestur hjá Valgerði um meðferðarheimilið og þar með var áhugi minn vakinn. Það eru um 80-100 þúsund sprautufíklar í Kathmandu og um níutíu prósent þeirra eru HIV smitaðir, þannig að þetta er stórt og mikið verkefni sem Suyash hefur ráðist í,“ segir Heimir. Saga Suyash er að mörgu leyti ótrúleg. Fjölskylda hans rak hann á dyr þegar hann byrjaði í neyslu og í sjö ár bjó hann á skítugum götum í „Toilet“-hverfinu í Kathmandu. „Hverfið er það allra fátækasta í borginni. Þar býr fjöldi munaðarlausra barna sem mörg hver frjósa til dauða í frosthörkunum á veturna. Mansal og vændi eru stórt vandamál í landinu og HIV er orðið það útbreitt að því hefur verið lýst sem faraldri og ástandið fer versnandi ár frá ári. Vendipunkturinn í lífi Suyash varð þegar kofinn hans brann stuttu eftir að hann hafði lent í höndunum á glæpamönnum sem höfðu ráðist á hann með sveðju. Hann hætti í neyslu en ákvað að til að ná fullkomnum bata yrði hann að hjálpa öðrum. Hann stofnaði meðferðarheimili og stuttu seinna voru tuttugu og þrír sjúklingar fluttir þangað inn til meðferðar. Gallinn var bara sá að Suyash vissi ekki hvernig átti að fara að og leitaði hjálpar hjá Jake Epperly, áfengisráðgjafa í Chicago, sem leiðbeindi honum í gegnum bréfaskriftir.“ Síðan þá hefur meðferðarheimilið stækkað og með fjármagni og aðstoð sjálfboðaliða hefur einnig verið hægt að koma á laggirnar meðferðarheimili fyrir konur. Undirbúningur fyrir tökur á heimildarmyndinni eru komnar vel á veg og mun Heimir halda aftur til Nepal í haust ásamt Árna Ben, hljóðmanni, og ljúka tökum. Þeim sem vilja kynna sér söguna um Suyash betur er bent á síðuna www.keepcomingbackfilm.com. sara@frettabladid.is Mögnuð saga fíkils Kvikmyndagerðarmaðurinn Heimir Sverrisson, til vinstri, vinnur nú að mynd um nepalskan götustrák sem segir skilið við heróínneyslu og stofnar meðferðarheimili í höfuðborg landsins. Fíkillinn, sem heitir, Siuyash ákvað að auðveldast væri fyrir hann að halda sjálfum sér á beinu brautinni ef hann hjálpaði öðrum fíklum. Heimir fer til Nepals í haust til að ljúka tökum á myndinni.
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Fleiri fréttir Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Sjá meira