Lífið

Fatahönnun er mikil barátta

Edda Hannar og selur undir nafninu Blindfold. Hún segir að það sé mikið hark að vera fatahönnuður á Íslandi.
Fréttablaðið/Arnþór
Edda Hannar og selur undir nafninu Blindfold. Hún segir að það sé mikið hark að vera fatahönnuður á Íslandi. Fréttablaðið/Arnþór

Hér á landi er að finna marga efnilega hönnuði, sem margir eru að taka sín fyrstu skref í hinum harða heimi tískunnar. Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir, eða Edda eins og hún er kölluð, útskrifaðist fyrir ári síðan úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Hún hannar nú flíkur undir nafninu Blindfold, sem voru meðal annars seldar í versluninni Trilogiu og í Kronkron.

„Það er allt uppselt hjá mér eins og er, en ég er að vinna að nýrri línu þessa dagana sem ég vonast eftir að geta komið í verslanir," segir Edda. Hún segist sækja innblástur í gamlar ljósmyndir og hrollvekjur og blandar gjarnan saman andstæðum, grótesku í bland við klassík, og andstæða liti.

Hún segir að það sé mikið hark að vera hönnuður á Íslandi og að hönnuðir þurfi að vera duglegir við að koma sér áfram og kynna vörur sínar. „Þetta er mikil barátta og getur verið mjög dýrt, maður þarf að vera sniðugur að finna ódýrar lausnir ef maður ætlar ekki að enda á hausnum. Ég hef líka verið dugleg við að tala við fólk og redda mér símanúmerum og einnig sótt námskeið hjá Nýsköpunarsjóði," segir Edda.

Spurð út í framtíðarplön sín segist Edda hafa áhuga á að selja hönnun sína fyrir utan höfuðborgarsvæðið. „Mig langar að fara út á landsbyggðina og sjá hvort það sé áhugi fyrir hönnun minni þar. Það væri gaman að geta selt flíkurnar í hverjum landshluta," segir Edda að lokum.

Hægt er að skoða flíkurnar á www.eddagudmunds.com. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.