Úr múrverki í maðkana 20. júlí 2009 07:00 Mörgum finnst þetta fremur ókræsilegur atvinnuvegur en ekki Guðmundi sem talar um heillandi heim maðksins – sem hann sannarlega er. Gagnsemi ánamaðksins er óumdeilanleg.fréttablaðið/arnþór „Ég er aðallega að rækta orma til áburðarframleiðslu og svo til að eyða rusli," segir Guðmundur Óskar Sigurðsson sem stendur sannarlega í sérstæðum atvinnurekstri - hann lifir og hrærist í heimi sem sumum þykir fremur ókræsilegur. En ekki Guðmundi, sem talar um heillandi heim ánamaðksins. Hann upplýsir blaðamann Fréttablaðsins um að nú þegar eigi hann milljón maðka þótt stutt sé síðan hann byrjaði. Og viðkoman er svo öflug, þeir fjölga sér svo bratt, að í næsta mánuði verða þessir milljón maðkar komnir í sex milljónir. „Þetta eru eins og hænur. Verpa eggjum," segir Guðmundur sem er með sína maðkaframleiðslu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann segist ekki þurfa mikið svæði undir maðkaframleiðslu sína sem hann byrjaði með í einum gámi. „Þetta er orðið óteljandi. Ég tek eina skóflu og þá er upp í kíló á henni. Þúsund ormar. Fyrir utan þá sem ég vinsa úr og eru of litlir." Guðmundur sér framtíð í maðkaframleiðslunni sem hann segir sniðuga og spennandi. Hann er múrari en ólíkt léttara er að eiga við maðkinn. Fjöldi maðkategunda er á Íslandi. Erfitt að festa hendur á því að sögn Guðmundar. Menn hér tala um grána, brúna, móra… en í fræðibókum er um annað rætt. Hér er þekktur skoski maðkurinn. Guðmundur er með maðk af Vellinum, sem þá væntanlega er kominn frá Ameríku og svo er hann að skoða rússneskan maðk sem barst til landsins með rússneskum veiðimönnum fyrir tuttugu árum. Guðmundur ræktar fjórar tegundir. Sú tegund sem hann er helst með verður ekki meira en um 15 sentimetrar að lengd. Svo er hann með sérræktun laxamaðka í útihólfi. „Ég hef aldrei séð önnur eins kvikindi. Miklu stærri en ég hef séð í náttúrunni." Maðkaframleiðsluna lærði Guðmundur Óskar úti í Englandi og ætlar hann fljótlega að efna til námskeiðs fyrir Íslendinga. Segir þetta bæði frábært hobbý og svo megi hafa lifibrauð af þessu: Með öflugri maðkaframleiðslu úti í bílskúr. Og tilgangurinn er sá að bæði eyða þeir rusli í stórum stíl og svo framleiða þeir áburð. „Maðkurinn borðar allt sem hefur rotnað. Ég fóðra hann á úrgangi sem ég læt rotna og svo bréfi til helminga. Hann þolir vel kúa- og hrossaskít. Étur það líka. Hann étur ryðgað járn, kannski ekki æskilegt en hann étur það nú samt. Hann étur í raun allt nema sítrónu og fuglaskít. Það vill hann ekki sjá. Sóðalegt? Mér finnst það ekki. Jú, sumum finnst vond lykt af þessu," segir Guðmundur sem hefur ýmsar hugmyndir uppi. Eins og til dæmis þá að setja sig í samband við fiskeldismenn með það fyrir augum að blanda maðki í fiskafóður. „Þetta er próteinríkasta fæða sem um getur. Jú, jú, menn leggja sér þetta til munns víða um heim. Ekki hérna þó. Hér er nóg að éta." jakob@frettabladid.is Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
„Ég er aðallega að rækta orma til áburðarframleiðslu og svo til að eyða rusli," segir Guðmundur Óskar Sigurðsson sem stendur sannarlega í sérstæðum atvinnurekstri - hann lifir og hrærist í heimi sem sumum þykir fremur ókræsilegur. En ekki Guðmundi, sem talar um heillandi heim ánamaðksins. Hann upplýsir blaðamann Fréttablaðsins um að nú þegar eigi hann milljón maðka þótt stutt sé síðan hann byrjaði. Og viðkoman er svo öflug, þeir fjölga sér svo bratt, að í næsta mánuði verða þessir milljón maðkar komnir í sex milljónir. „Þetta eru eins og hænur. Verpa eggjum," segir Guðmundur sem er með sína maðkaframleiðslu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann segist ekki þurfa mikið svæði undir maðkaframleiðslu sína sem hann byrjaði með í einum gámi. „Þetta er orðið óteljandi. Ég tek eina skóflu og þá er upp í kíló á henni. Þúsund ormar. Fyrir utan þá sem ég vinsa úr og eru of litlir." Guðmundur sér framtíð í maðkaframleiðslunni sem hann segir sniðuga og spennandi. Hann er múrari en ólíkt léttara er að eiga við maðkinn. Fjöldi maðkategunda er á Íslandi. Erfitt að festa hendur á því að sögn Guðmundar. Menn hér tala um grána, brúna, móra… en í fræðibókum er um annað rætt. Hér er þekktur skoski maðkurinn. Guðmundur er með maðk af Vellinum, sem þá væntanlega er kominn frá Ameríku og svo er hann að skoða rússneskan maðk sem barst til landsins með rússneskum veiðimönnum fyrir tuttugu árum. Guðmundur ræktar fjórar tegundir. Sú tegund sem hann er helst með verður ekki meira en um 15 sentimetrar að lengd. Svo er hann með sérræktun laxamaðka í útihólfi. „Ég hef aldrei séð önnur eins kvikindi. Miklu stærri en ég hef séð í náttúrunni." Maðkaframleiðsluna lærði Guðmundur Óskar úti í Englandi og ætlar hann fljótlega að efna til námskeiðs fyrir Íslendinga. Segir þetta bæði frábært hobbý og svo megi hafa lifibrauð af þessu: Með öflugri maðkaframleiðslu úti í bílskúr. Og tilgangurinn er sá að bæði eyða þeir rusli í stórum stíl og svo framleiða þeir áburð. „Maðkurinn borðar allt sem hefur rotnað. Ég fóðra hann á úrgangi sem ég læt rotna og svo bréfi til helminga. Hann þolir vel kúa- og hrossaskít. Étur það líka. Hann étur ryðgað járn, kannski ekki æskilegt en hann étur það nú samt. Hann étur í raun allt nema sítrónu og fuglaskít. Það vill hann ekki sjá. Sóðalegt? Mér finnst það ekki. Jú, sumum finnst vond lykt af þessu," segir Guðmundur sem hefur ýmsar hugmyndir uppi. Eins og til dæmis þá að setja sig í samband við fiskeldismenn með það fyrir augum að blanda maðki í fiskafóður. „Þetta er próteinríkasta fæða sem um getur. Jú, jú, menn leggja sér þetta til munns víða um heim. Ekki hérna þó. Hér er nóg að éta." jakob@frettabladid.is
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira