Úr múrverki í maðkana 20. júlí 2009 07:00 Mörgum finnst þetta fremur ókræsilegur atvinnuvegur en ekki Guðmundi sem talar um heillandi heim maðksins – sem hann sannarlega er. Gagnsemi ánamaðksins er óumdeilanleg.fréttablaðið/arnþór „Ég er aðallega að rækta orma til áburðarframleiðslu og svo til að eyða rusli," segir Guðmundur Óskar Sigurðsson sem stendur sannarlega í sérstæðum atvinnurekstri - hann lifir og hrærist í heimi sem sumum þykir fremur ókræsilegur. En ekki Guðmundi, sem talar um heillandi heim ánamaðksins. Hann upplýsir blaðamann Fréttablaðsins um að nú þegar eigi hann milljón maðka þótt stutt sé síðan hann byrjaði. Og viðkoman er svo öflug, þeir fjölga sér svo bratt, að í næsta mánuði verða þessir milljón maðkar komnir í sex milljónir. „Þetta eru eins og hænur. Verpa eggjum," segir Guðmundur sem er með sína maðkaframleiðslu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann segist ekki þurfa mikið svæði undir maðkaframleiðslu sína sem hann byrjaði með í einum gámi. „Þetta er orðið óteljandi. Ég tek eina skóflu og þá er upp í kíló á henni. Þúsund ormar. Fyrir utan þá sem ég vinsa úr og eru of litlir." Guðmundur sér framtíð í maðkaframleiðslunni sem hann segir sniðuga og spennandi. Hann er múrari en ólíkt léttara er að eiga við maðkinn. Fjöldi maðkategunda er á Íslandi. Erfitt að festa hendur á því að sögn Guðmundar. Menn hér tala um grána, brúna, móra… en í fræðibókum er um annað rætt. Hér er þekktur skoski maðkurinn. Guðmundur er með maðk af Vellinum, sem þá væntanlega er kominn frá Ameríku og svo er hann að skoða rússneskan maðk sem barst til landsins með rússneskum veiðimönnum fyrir tuttugu árum. Guðmundur ræktar fjórar tegundir. Sú tegund sem hann er helst með verður ekki meira en um 15 sentimetrar að lengd. Svo er hann með sérræktun laxamaðka í útihólfi. „Ég hef aldrei séð önnur eins kvikindi. Miklu stærri en ég hef séð í náttúrunni." Maðkaframleiðsluna lærði Guðmundur Óskar úti í Englandi og ætlar hann fljótlega að efna til námskeiðs fyrir Íslendinga. Segir þetta bæði frábært hobbý og svo megi hafa lifibrauð af þessu: Með öflugri maðkaframleiðslu úti í bílskúr. Og tilgangurinn er sá að bæði eyða þeir rusli í stórum stíl og svo framleiða þeir áburð. „Maðkurinn borðar allt sem hefur rotnað. Ég fóðra hann á úrgangi sem ég læt rotna og svo bréfi til helminga. Hann þolir vel kúa- og hrossaskít. Étur það líka. Hann étur ryðgað járn, kannski ekki æskilegt en hann étur það nú samt. Hann étur í raun allt nema sítrónu og fuglaskít. Það vill hann ekki sjá. Sóðalegt? Mér finnst það ekki. Jú, sumum finnst vond lykt af þessu," segir Guðmundur sem hefur ýmsar hugmyndir uppi. Eins og til dæmis þá að setja sig í samband við fiskeldismenn með það fyrir augum að blanda maðki í fiskafóður. „Þetta er próteinríkasta fæða sem um getur. Jú, jú, menn leggja sér þetta til munns víða um heim. Ekki hérna þó. Hér er nóg að éta." jakob@frettabladid.is Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira
„Ég er aðallega að rækta orma til áburðarframleiðslu og svo til að eyða rusli," segir Guðmundur Óskar Sigurðsson sem stendur sannarlega í sérstæðum atvinnurekstri - hann lifir og hrærist í heimi sem sumum þykir fremur ókræsilegur. En ekki Guðmundi, sem talar um heillandi heim ánamaðksins. Hann upplýsir blaðamann Fréttablaðsins um að nú þegar eigi hann milljón maðka þótt stutt sé síðan hann byrjaði. Og viðkoman er svo öflug, þeir fjölga sér svo bratt, að í næsta mánuði verða þessir milljón maðkar komnir í sex milljónir. „Þetta eru eins og hænur. Verpa eggjum," segir Guðmundur sem er með sína maðkaframleiðslu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann segist ekki þurfa mikið svæði undir maðkaframleiðslu sína sem hann byrjaði með í einum gámi. „Þetta er orðið óteljandi. Ég tek eina skóflu og þá er upp í kíló á henni. Þúsund ormar. Fyrir utan þá sem ég vinsa úr og eru of litlir." Guðmundur sér framtíð í maðkaframleiðslunni sem hann segir sniðuga og spennandi. Hann er múrari en ólíkt léttara er að eiga við maðkinn. Fjöldi maðkategunda er á Íslandi. Erfitt að festa hendur á því að sögn Guðmundar. Menn hér tala um grána, brúna, móra… en í fræðibókum er um annað rætt. Hér er þekktur skoski maðkurinn. Guðmundur er með maðk af Vellinum, sem þá væntanlega er kominn frá Ameríku og svo er hann að skoða rússneskan maðk sem barst til landsins með rússneskum veiðimönnum fyrir tuttugu árum. Guðmundur ræktar fjórar tegundir. Sú tegund sem hann er helst með verður ekki meira en um 15 sentimetrar að lengd. Svo er hann með sérræktun laxamaðka í útihólfi. „Ég hef aldrei séð önnur eins kvikindi. Miklu stærri en ég hef séð í náttúrunni." Maðkaframleiðsluna lærði Guðmundur Óskar úti í Englandi og ætlar hann fljótlega að efna til námskeiðs fyrir Íslendinga. Segir þetta bæði frábært hobbý og svo megi hafa lifibrauð af þessu: Með öflugri maðkaframleiðslu úti í bílskúr. Og tilgangurinn er sá að bæði eyða þeir rusli í stórum stíl og svo framleiða þeir áburð. „Maðkurinn borðar allt sem hefur rotnað. Ég fóðra hann á úrgangi sem ég læt rotna og svo bréfi til helminga. Hann þolir vel kúa- og hrossaskít. Étur það líka. Hann étur ryðgað járn, kannski ekki æskilegt en hann étur það nú samt. Hann étur í raun allt nema sítrónu og fuglaskít. Það vill hann ekki sjá. Sóðalegt? Mér finnst það ekki. Jú, sumum finnst vond lykt af þessu," segir Guðmundur sem hefur ýmsar hugmyndir uppi. Eins og til dæmis þá að setja sig í samband við fiskeldismenn með það fyrir augum að blanda maðki í fiskafóður. „Þetta er próteinríkasta fæða sem um getur. Jú, jú, menn leggja sér þetta til munns víða um heim. Ekki hérna þó. Hér er nóg að éta." jakob@frettabladid.is
Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira