Lífið

Mischa Barton lögð inn á geðsjúkrahús

Mischa Barton var orðin ansi tuskuleg.
Mischa Barton var orðin ansi tuskuleg.
Vandræðagemlingurinn Mischa Barton hefur verið lögð inn á geðsjúkrahús eftir að hún fékk taugaáfall.

Lögreglan var kölluð að heimili Barton í Hollywood vegna heilsufarsvandamála eftir nafnlaust símta til neyðarlínu. Hún mætti ekki á frumsýningu myndarinnar Homecoming og staðfesti framleiðandi myndarinnar að það væri vegna heilsufarsvandamála.

Fregnir herma að hún hafi verið svipt sjálfræði líkt og gert var við Britney Spears þegar hún rasaði út á síðasta ári. Samkvæmt lögum má svipta manneskju sjálfræði í 72 klukkustundir.

Upplýsingafulltrúi Barton staðfesti að leikkonan hefði verið flutt til að fá læknismeðferð og væri nú meðhöndluð af læknum.

Mischa Barton hefur átt erfitt uppdráttar frá því hún sagði skilið við hlutverk Marissu Cooper í þáttunum OC árið 2006. Í febrúar á síðasta ári var hún dæmd í 36 mánaða skilorð þegar hún var fundin sek um ölvunarakstur og vörslu marijúana.

Þá hefur þyngd leikkonunnar sveiflast mikið að undanförnu og hefur það valdið áhyggjum fólks af heilsu þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.