Lífið

Enn deilt um lík Jacksons

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jackson brosir ekki lengur. Því miður. Mynd/ AFP.
Jackson brosir ekki lengur. Því miður. Mynd/ AFP.
Enn hefur líkið af Michael Jackson ekki verið jarðsett. Ástæðan er sú að fjölskyldan kemur sér ekki saman um það hvar Jackson á að liggja.

„Þau hafa ekki enn tekið ákvörðun," segir heimildarmaður People.com, sem telur þó að stutt sé í að málið leysist. Móðir Jacksons vill ekki að hann hvíli í Neverland, búgarði Jacksons, þar sem margir aðrir úr fjölskyldunni vilja að hann hvíli. Hún telur að Michael hefði ekki viljað hvíla þar sjálfur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.