Rússnesk stórmynd á Íslandi 18. júlí 2009 06:00 Leiðandi afl Rússneski kvikmyndaleikstjórinn Alexandr Sokurov leitar til Íslands vegna nýrrar kvikmyndar. Nordicphotos/AFP „Þetta er stórmynd og mjög stórt verkefni fyrir okkur,“ segir Kristinn Þórðarson hjá framleiðslufyrirtækinu Saga Film um nýjustu mynd rússneska leikstjórans Aleksandr Sokurov. Myndin verður tekin að hluta til á Íslandi og með íslenskum leikurum. Sokurov sótti Ísland heim í maí og voru haldnar stórar áheyrnarprufur í samstarfi við Eskimó. „Hann var mjög spenntur að hitta íslenska leikara og hitti fjölmarga. Við erum langt komin með samningaviðræður við nokkra unga leikara, alveg frábæra. Við vorum upprunalega bara að leita að fólki í minni hlutverk en hann vildi samt hitta nokkra stærri leikara, sem ég kynnti hann svo fyrir,“ segir Andrea Brabin hjá Eskimó. Sigurður Skúlason sló í gegn í prufunum og fékk í kjölfarið hlutverk í myndinni. Hann fór til Rússlands fyrir tveimur vikum í búningamátun, hár og förðun. „Hann mun svo halda til þeirra landa sem tekið verður upp í fyrir utan Ísland og leika í nokkra daga. Þannig að þetta er nokkuð stórt hlutverk. Það kom skemmtilega á óvart,“ segir Andrea. Ekki náðist í Sigurð í gær. Ungu leikararnir eru fimm talsins og koma úr Listaháskóla Íslands. Þau verða í minni hlutverkum án texta, en hafa þó verið beðin um að senda mál af sér fyrir búninga. Þá er ekki loku fyrir það skotið að fleiri bætist í hópinn. sló í gegn Sigurður fékk óvænt hlutverk í kvikmyndinni við prufur í maí. Fréttablaðið/Hari Mikil leynd er yfir myndinni. „Það liggur mikill trúnaður yfir handritinu. Sigurður er búinn að sjá það en bara af því að æfingar standa yfir. Það má enginn tjá sig um það að svo stöddu. En þetta er skemmtilegt verkefni og stórir aðilar sem koma að þessu,“ segir Andrea. Endir myndarinnar er tekinn upp á Íslandi en tökur hér hefjast seinni partinn í október og standa í rúma viku. Svokallað B-Unit kemur hingað í lok mánaðar til að mynda og ferðast það vítt og breitt um landið og er tekið meðal annars úr þyrlum. Þær tökur verða svo meðal annars notaðar við tölvuvinnslu. Aleksandr Sokurov hefur leikstýrt 47 verkum auk þess að skrifa handrit og hefur hann unnið til verðlauna á öllum helstu kvikmyndahátíðum heims, líkt og í Toronto, Montréal og Cannes. Hann hefur lengi verið leiðandi í rússneskri kvikmyndagerð og hafa myndir eins og Russian Ark, Father and Son, Aleksandra, The Sun, Mother and Son og fleiri vakið verðskuldaða athygli um allan heim. kbs@frettabladid.is Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
„Þetta er stórmynd og mjög stórt verkefni fyrir okkur,“ segir Kristinn Þórðarson hjá framleiðslufyrirtækinu Saga Film um nýjustu mynd rússneska leikstjórans Aleksandr Sokurov. Myndin verður tekin að hluta til á Íslandi og með íslenskum leikurum. Sokurov sótti Ísland heim í maí og voru haldnar stórar áheyrnarprufur í samstarfi við Eskimó. „Hann var mjög spenntur að hitta íslenska leikara og hitti fjölmarga. Við erum langt komin með samningaviðræður við nokkra unga leikara, alveg frábæra. Við vorum upprunalega bara að leita að fólki í minni hlutverk en hann vildi samt hitta nokkra stærri leikara, sem ég kynnti hann svo fyrir,“ segir Andrea Brabin hjá Eskimó. Sigurður Skúlason sló í gegn í prufunum og fékk í kjölfarið hlutverk í myndinni. Hann fór til Rússlands fyrir tveimur vikum í búningamátun, hár og förðun. „Hann mun svo halda til þeirra landa sem tekið verður upp í fyrir utan Ísland og leika í nokkra daga. Þannig að þetta er nokkuð stórt hlutverk. Það kom skemmtilega á óvart,“ segir Andrea. Ekki náðist í Sigurð í gær. Ungu leikararnir eru fimm talsins og koma úr Listaháskóla Íslands. Þau verða í minni hlutverkum án texta, en hafa þó verið beðin um að senda mál af sér fyrir búninga. Þá er ekki loku fyrir það skotið að fleiri bætist í hópinn. sló í gegn Sigurður fékk óvænt hlutverk í kvikmyndinni við prufur í maí. Fréttablaðið/Hari Mikil leynd er yfir myndinni. „Það liggur mikill trúnaður yfir handritinu. Sigurður er búinn að sjá það en bara af því að æfingar standa yfir. Það má enginn tjá sig um það að svo stöddu. En þetta er skemmtilegt verkefni og stórir aðilar sem koma að þessu,“ segir Andrea. Endir myndarinnar er tekinn upp á Íslandi en tökur hér hefjast seinni partinn í október og standa í rúma viku. Svokallað B-Unit kemur hingað í lok mánaðar til að mynda og ferðast það vítt og breitt um landið og er tekið meðal annars úr þyrlum. Þær tökur verða svo meðal annars notaðar við tölvuvinnslu. Aleksandr Sokurov hefur leikstýrt 47 verkum auk þess að skrifa handrit og hefur hann unnið til verðlauna á öllum helstu kvikmyndahátíðum heims, líkt og í Toronto, Montréal og Cannes. Hann hefur lengi verið leiðandi í rússneskri kvikmyndagerð og hafa myndir eins og Russian Ark, Father and Son, Aleksandra, The Sun, Mother and Son og fleiri vakið verðskuldaða athygli um allan heim. kbs@frettabladid.is
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira