Rússnesk stórmynd á Íslandi 18. júlí 2009 06:00 Leiðandi afl Rússneski kvikmyndaleikstjórinn Alexandr Sokurov leitar til Íslands vegna nýrrar kvikmyndar. Nordicphotos/AFP „Þetta er stórmynd og mjög stórt verkefni fyrir okkur,“ segir Kristinn Þórðarson hjá framleiðslufyrirtækinu Saga Film um nýjustu mynd rússneska leikstjórans Aleksandr Sokurov. Myndin verður tekin að hluta til á Íslandi og með íslenskum leikurum. Sokurov sótti Ísland heim í maí og voru haldnar stórar áheyrnarprufur í samstarfi við Eskimó. „Hann var mjög spenntur að hitta íslenska leikara og hitti fjölmarga. Við erum langt komin með samningaviðræður við nokkra unga leikara, alveg frábæra. Við vorum upprunalega bara að leita að fólki í minni hlutverk en hann vildi samt hitta nokkra stærri leikara, sem ég kynnti hann svo fyrir,“ segir Andrea Brabin hjá Eskimó. Sigurður Skúlason sló í gegn í prufunum og fékk í kjölfarið hlutverk í myndinni. Hann fór til Rússlands fyrir tveimur vikum í búningamátun, hár og förðun. „Hann mun svo halda til þeirra landa sem tekið verður upp í fyrir utan Ísland og leika í nokkra daga. Þannig að þetta er nokkuð stórt hlutverk. Það kom skemmtilega á óvart,“ segir Andrea. Ekki náðist í Sigurð í gær. Ungu leikararnir eru fimm talsins og koma úr Listaháskóla Íslands. Þau verða í minni hlutverkum án texta, en hafa þó verið beðin um að senda mál af sér fyrir búninga. Þá er ekki loku fyrir það skotið að fleiri bætist í hópinn. sló í gegn Sigurður fékk óvænt hlutverk í kvikmyndinni við prufur í maí. Fréttablaðið/Hari Mikil leynd er yfir myndinni. „Það liggur mikill trúnaður yfir handritinu. Sigurður er búinn að sjá það en bara af því að æfingar standa yfir. Það má enginn tjá sig um það að svo stöddu. En þetta er skemmtilegt verkefni og stórir aðilar sem koma að þessu,“ segir Andrea. Endir myndarinnar er tekinn upp á Íslandi en tökur hér hefjast seinni partinn í október og standa í rúma viku. Svokallað B-Unit kemur hingað í lok mánaðar til að mynda og ferðast það vítt og breitt um landið og er tekið meðal annars úr þyrlum. Þær tökur verða svo meðal annars notaðar við tölvuvinnslu. Aleksandr Sokurov hefur leikstýrt 47 verkum auk þess að skrifa handrit og hefur hann unnið til verðlauna á öllum helstu kvikmyndahátíðum heims, líkt og í Toronto, Montréal og Cannes. Hann hefur lengi verið leiðandi í rússneskri kvikmyndagerð og hafa myndir eins og Russian Ark, Father and Son, Aleksandra, The Sun, Mother and Son og fleiri vakið verðskuldaða athygli um allan heim. kbs@frettabladid.is Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Þetta er stórmynd og mjög stórt verkefni fyrir okkur,“ segir Kristinn Þórðarson hjá framleiðslufyrirtækinu Saga Film um nýjustu mynd rússneska leikstjórans Aleksandr Sokurov. Myndin verður tekin að hluta til á Íslandi og með íslenskum leikurum. Sokurov sótti Ísland heim í maí og voru haldnar stórar áheyrnarprufur í samstarfi við Eskimó. „Hann var mjög spenntur að hitta íslenska leikara og hitti fjölmarga. Við erum langt komin með samningaviðræður við nokkra unga leikara, alveg frábæra. Við vorum upprunalega bara að leita að fólki í minni hlutverk en hann vildi samt hitta nokkra stærri leikara, sem ég kynnti hann svo fyrir,“ segir Andrea Brabin hjá Eskimó. Sigurður Skúlason sló í gegn í prufunum og fékk í kjölfarið hlutverk í myndinni. Hann fór til Rússlands fyrir tveimur vikum í búningamátun, hár og förðun. „Hann mun svo halda til þeirra landa sem tekið verður upp í fyrir utan Ísland og leika í nokkra daga. Þannig að þetta er nokkuð stórt hlutverk. Það kom skemmtilega á óvart,“ segir Andrea. Ekki náðist í Sigurð í gær. Ungu leikararnir eru fimm talsins og koma úr Listaháskóla Íslands. Þau verða í minni hlutverkum án texta, en hafa þó verið beðin um að senda mál af sér fyrir búninga. Þá er ekki loku fyrir það skotið að fleiri bætist í hópinn. sló í gegn Sigurður fékk óvænt hlutverk í kvikmyndinni við prufur í maí. Fréttablaðið/Hari Mikil leynd er yfir myndinni. „Það liggur mikill trúnaður yfir handritinu. Sigurður er búinn að sjá það en bara af því að æfingar standa yfir. Það má enginn tjá sig um það að svo stöddu. En þetta er skemmtilegt verkefni og stórir aðilar sem koma að þessu,“ segir Andrea. Endir myndarinnar er tekinn upp á Íslandi en tökur hér hefjast seinni partinn í október og standa í rúma viku. Svokallað B-Unit kemur hingað í lok mánaðar til að mynda og ferðast það vítt og breitt um landið og er tekið meðal annars úr þyrlum. Þær tökur verða svo meðal annars notaðar við tölvuvinnslu. Aleksandr Sokurov hefur leikstýrt 47 verkum auk þess að skrifa handrit og hefur hann unnið til verðlauna á öllum helstu kvikmyndahátíðum heims, líkt og í Toronto, Montréal og Cannes. Hann hefur lengi verið leiðandi í rússneskri kvikmyndagerð og hafa myndir eins og Russian Ark, Father and Son, Aleksandra, The Sun, Mother and Son og fleiri vakið verðskuldaða athygli um allan heim. kbs@frettabladid.is
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira