Rússnesk stórmynd á Íslandi 18. júlí 2009 06:00 Leiðandi afl Rússneski kvikmyndaleikstjórinn Alexandr Sokurov leitar til Íslands vegna nýrrar kvikmyndar. Nordicphotos/AFP „Þetta er stórmynd og mjög stórt verkefni fyrir okkur,“ segir Kristinn Þórðarson hjá framleiðslufyrirtækinu Saga Film um nýjustu mynd rússneska leikstjórans Aleksandr Sokurov. Myndin verður tekin að hluta til á Íslandi og með íslenskum leikurum. Sokurov sótti Ísland heim í maí og voru haldnar stórar áheyrnarprufur í samstarfi við Eskimó. „Hann var mjög spenntur að hitta íslenska leikara og hitti fjölmarga. Við erum langt komin með samningaviðræður við nokkra unga leikara, alveg frábæra. Við vorum upprunalega bara að leita að fólki í minni hlutverk en hann vildi samt hitta nokkra stærri leikara, sem ég kynnti hann svo fyrir,“ segir Andrea Brabin hjá Eskimó. Sigurður Skúlason sló í gegn í prufunum og fékk í kjölfarið hlutverk í myndinni. Hann fór til Rússlands fyrir tveimur vikum í búningamátun, hár og förðun. „Hann mun svo halda til þeirra landa sem tekið verður upp í fyrir utan Ísland og leika í nokkra daga. Þannig að þetta er nokkuð stórt hlutverk. Það kom skemmtilega á óvart,“ segir Andrea. Ekki náðist í Sigurð í gær. Ungu leikararnir eru fimm talsins og koma úr Listaháskóla Íslands. Þau verða í minni hlutverkum án texta, en hafa þó verið beðin um að senda mál af sér fyrir búninga. Þá er ekki loku fyrir það skotið að fleiri bætist í hópinn. sló í gegn Sigurður fékk óvænt hlutverk í kvikmyndinni við prufur í maí. Fréttablaðið/Hari Mikil leynd er yfir myndinni. „Það liggur mikill trúnaður yfir handritinu. Sigurður er búinn að sjá það en bara af því að æfingar standa yfir. Það má enginn tjá sig um það að svo stöddu. En þetta er skemmtilegt verkefni og stórir aðilar sem koma að þessu,“ segir Andrea. Endir myndarinnar er tekinn upp á Íslandi en tökur hér hefjast seinni partinn í október og standa í rúma viku. Svokallað B-Unit kemur hingað í lok mánaðar til að mynda og ferðast það vítt og breitt um landið og er tekið meðal annars úr þyrlum. Þær tökur verða svo meðal annars notaðar við tölvuvinnslu. Aleksandr Sokurov hefur leikstýrt 47 verkum auk þess að skrifa handrit og hefur hann unnið til verðlauna á öllum helstu kvikmyndahátíðum heims, líkt og í Toronto, Montréal og Cannes. Hann hefur lengi verið leiðandi í rússneskri kvikmyndagerð og hafa myndir eins og Russian Ark, Father and Son, Aleksandra, The Sun, Mother and Son og fleiri vakið verðskuldaða athygli um allan heim. kbs@frettabladid.is Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
„Þetta er stórmynd og mjög stórt verkefni fyrir okkur,“ segir Kristinn Þórðarson hjá framleiðslufyrirtækinu Saga Film um nýjustu mynd rússneska leikstjórans Aleksandr Sokurov. Myndin verður tekin að hluta til á Íslandi og með íslenskum leikurum. Sokurov sótti Ísland heim í maí og voru haldnar stórar áheyrnarprufur í samstarfi við Eskimó. „Hann var mjög spenntur að hitta íslenska leikara og hitti fjölmarga. Við erum langt komin með samningaviðræður við nokkra unga leikara, alveg frábæra. Við vorum upprunalega bara að leita að fólki í minni hlutverk en hann vildi samt hitta nokkra stærri leikara, sem ég kynnti hann svo fyrir,“ segir Andrea Brabin hjá Eskimó. Sigurður Skúlason sló í gegn í prufunum og fékk í kjölfarið hlutverk í myndinni. Hann fór til Rússlands fyrir tveimur vikum í búningamátun, hár og förðun. „Hann mun svo halda til þeirra landa sem tekið verður upp í fyrir utan Ísland og leika í nokkra daga. Þannig að þetta er nokkuð stórt hlutverk. Það kom skemmtilega á óvart,“ segir Andrea. Ekki náðist í Sigurð í gær. Ungu leikararnir eru fimm talsins og koma úr Listaháskóla Íslands. Þau verða í minni hlutverkum án texta, en hafa þó verið beðin um að senda mál af sér fyrir búninga. Þá er ekki loku fyrir það skotið að fleiri bætist í hópinn. sló í gegn Sigurður fékk óvænt hlutverk í kvikmyndinni við prufur í maí. Fréttablaðið/Hari Mikil leynd er yfir myndinni. „Það liggur mikill trúnaður yfir handritinu. Sigurður er búinn að sjá það en bara af því að æfingar standa yfir. Það má enginn tjá sig um það að svo stöddu. En þetta er skemmtilegt verkefni og stórir aðilar sem koma að þessu,“ segir Andrea. Endir myndarinnar er tekinn upp á Íslandi en tökur hér hefjast seinni partinn í október og standa í rúma viku. Svokallað B-Unit kemur hingað í lok mánaðar til að mynda og ferðast það vítt og breitt um landið og er tekið meðal annars úr þyrlum. Þær tökur verða svo meðal annars notaðar við tölvuvinnslu. Aleksandr Sokurov hefur leikstýrt 47 verkum auk þess að skrifa handrit og hefur hann unnið til verðlauna á öllum helstu kvikmyndahátíðum heims, líkt og í Toronto, Montréal og Cannes. Hann hefur lengi verið leiðandi í rússneskri kvikmyndagerð og hafa myndir eins og Russian Ark, Father and Son, Aleksandra, The Sun, Mother and Son og fleiri vakið verðskuldaða athygli um allan heim. kbs@frettabladid.is
Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira