Lífið

Þórunn bjó til nýtt samgöngukerfi

Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir hefur hannað nokkuð sérstakan hanska sem nefnist Hitchhike, eða Puttalingurinn. Hanskinn þjónar sem nokkurs konar samskiptatæki milli bílstjóra og ferðalangs og hefur ítalska hönnunartímaritið Abitare meðal annars fjallað um hanskann.

Tíska og hönnun

Ömmulegar tískuflíkur

Borghildur Gunnarsdóttir hannar flíkur og fylgihluti undir heitinu Milla Snorrason, flíkurnar minna eilítið á litríkan ömmuklæðnað en þó í nýjum og hátískulegri búningi.

Lífið

Klaxons snýr aftur

Hljómsveitin Klaxons skellti nýlega nýju lagi á heimasíðu sína. Það er á annarri plötu hennar en sveitin er nú farin í tónleikaferð um Bretlandseyjar.

Lífið

Framleiðendur kætast yfir goslokum

Erlent kvikmyndafólk er byrjað að hringja aftur til Íslands og fyrirspurnir að berast. Þjónusta við erlend kvikmyndagerðarfyrirtæki hefur nánast legið niðri síðan gosið hófst.

Lífið

Eurovision: Viltu syngja til að hressa okkur við? - myndband

„Syngja bara hérna á planinu?" spurði Friðrik Ómar áður hann að söng fyrir okkur á miðri götu í Osló. Í myndskeiðinu syngur hann fyrir okkur bút úr laginu This is my life sem hann ásamt Regínu Ósk, sungu fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni árið 2008.

Lífið

Eurovision: Hæ ég heiti Lena - myndband

„Halló ég heiti Lena, ég er nítján ára og er frá Hannover og ég sigraði Eurovisionkeppnina í dag,“ sagði Lena Mayer á þýsku í byrjun blaðamannafundarins sem haldinn eftir keppnina í Telenor höllinni í gærkvöldi. Þar má sjá óteljandi ljósmyndara mynda þýsku sigurvegarann.

Lífið

Eurovision: Þjóðverjar fagna - myndband

Í myndskeiðinu má sjá þýsku 19 ára gömlu Lenu Meyer-Landrut sem sigraði Eurovision keppnina í gærkvöldi fagna með fylgdarliði sínu á blaðamannafundinum sem haldinn var strax að lokinni keppni. Sjá flutning Lenu á sigurlaginu Satellite í Telenor höllinni.

Lífið

Eurovision: Auðvitað voru þetta vonbrigði - myndband

„Auðvitað voru þetta vonbrigði en það var samt gleði að hafa komist í úrslitin. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það er erfitt að komast í úrslitin," svaraði hann. Hvar eru krakkarnir núna? „Krakkarnir eru upp á herbergjunum sínum. Þau taka þessu eins og alvöru keppnisfólk. Ná þau að höndla ósigurinn? „Já þau ná því alveg," sagði hann áður en hann fór upp á hótelherbergi útkeyrður eftir tveggja vikna dvöl í Osló. Hópurinn flýgur heim til Íslands á morgun. Sjá Lenu fagna í myndskeiðinu.

Lífið

Eurovision: Við erum í þvílíku hamingjukasti - myndband

Við hittum framkvæmdastjóra íslenska Eurovisionhópsins, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, systur Heru Bjarkar, eftir æfinguna í dag. „Við erum í þvílíku hamingjukasti hérna," sagði hún ánægð með lokaæfinguna í dag og þakkaði Írisi í Liber, Kolbrúnu í Kow og stelpunum í Kron Kron fyrir ómetanlega aðstoð. „Þetta gefur okkur svakalega mikið," sagði hún.

Lífið

Eurovision: Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu - myndband

„Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu," sagði Örlygur Smári sem er höfundur lagsins Je ne sais quoi ásamt Heru, þegar við hittum hann eftir lokaæfinguna sem fram fór fyrr í dag. Íslenski hópurinn er í þessum töluðu orðum á leiðinni í Telenor höllina í Osló eftir að hafa hvílt sig. Eftir tæpa tvo klukkutíma rennur stóra stundin upp.

Lífið

Eurovision: Friðrik Ómar í Osló - myndband

„Ég vona náttúrulega að við vinnum. Engin spurning," segir Friðrik Ómar söngvari þegar við hittum hann í Osló í dag. Eurobandið, þau Friðrik Ómar og Regína Ósk, sungu fyrir fullu húsi í gærkvöldi á næturklúbbnum Latter í miðborg Oslóar Við spurðum hann út í tónleikana og sigurvissa Íslendinga.

Lífið

Tryllt tjútt hjá Tobbu

Blaðakonan og pistlahöfundurinn Þorbjörg Marinósdóttir var að senda frá sér fyrstu skáldsögu sína. Tobba, eins og hún er jafnan kölluð, fagnaði útgáfunni með hörkupartíi á Austur á fimmtudaginn.

Lífið

Eurovision: Greinilega ekkert stressuð - myndband

Íslenski Eurovision hópurinn sem staddur er í Osló er greinilega afslappaður þrátt fyrir þá staðreynd að stóra stundin rennur upp í kvöld. Þegar við mynduðum þau yfirgefa rútuna fyrir utan hótelið þeirra fyrir tæpri stundu voru þau skellihlæjandi eins og sjá má í myndskeiðinu.

Lífið

Eurovision: Lokaæfingin gekk vel - myndband

Myndskeiðið var tekið fyrir 30 mínútum af íslenska Eurovisionhópnum fyrir utan hótelið sem þau dvelja á í Osló. Nú tekur klukkutíma hvíld við áður en þau leggja aftur af stað í rútu í Telenor höllina þar sem keppnin fer fram. Sjá má að vel liggur á mannskapnum.

Lífið

Hera vinnur hommana á sitt band

Hera Björk Þórhallsdóttir hefur unnið einn mikilvægasta þrýstihópinn í Eurovision-keppninni á sitt band, hommana. Þetta segir Friðrik Ómar Hjörleifsson sem tryllti Eurovision-aðdáendur í gærkvöldi á miklu Eurovision-balli á einum stærsta skemmtistað Noregs, Latter. Friðrik hefur sjálfur reynslu af Eurovision, söng að sjálfsögðu með Eurobandinu fyrir tveimur árum og var bakrödd í rússneska ævintýrinu hjá Jóhönnu Guðrúnu.

Lífið