Heimsækja 206 lönd í einum rykk - Ísland númer 93 Tinni Sveinsson skrifar 31. maí 2010 11:15 Antonio, Kelly og Tony lentu á besta tíma á Íslandi, á kosninga- og Eurovision-deginum. Þau Antonio Santiago frá Mexíkó, Kelly Ferris frá Belgíu og Tony Martin frá Bandaríkjunum byrjuðu í brjáluðu, eins árs ferðalagi um áramót. Þau komu hingað á föstudag en stoppuðu stutt og flugu aftur af stað í gær. Ísland var 93 landið af 206 sem þau ætla að heimsækja á einu ári. Tríóið var valið í kosningu á netinu til að heimsækja þau lönd sem selja kók og kallast þau hamingjusendiherrar Coca-cola fyrirtækisins. Verkefnið sem þeim ber að sinna er að kynnast heimamönnum á hverjum stað og reyna að komast að því hvað gerir þá hamingjusama. Við Íslendingar vorum nokkuð heppnir að þau skyldu lenda hérna einmitt á laugardaginn þegar kosið var um allt land og Eurovision-veislur skipulagðar í öðru hverju húsi um kvöldið. Það er hætt við því að fólk hafi verið í mjög góðu skapi og það verði skráð í skýrslur hópsins.Heimi stóð til boða að fara í 206 landa ferðalagið en hafnaði boðinu. Hann hannar í staðinn kók í gleri sem fer á safn í Bandaríkjunum.Leikmyndahönnuðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Heimir Sverrisson var á meðal þeirra sem kom til greina að færi í þennan leiðangur um gervallan heiminn. Heimir er sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur eftir að hann birtist á Skjá einum í heimildarmynd um ferð hans með syni sínum um Kína. Heimi bauðst að taka þátt í leiðangrinum á vegum Coca-cola en afþakkaði þar sem að hann treysti sér ekki til að skuldbinda sig til ferðalaga í heilt ár og skilja allt eftir hér heima á Íslandi. Heimir fær þó að aðeins að koma nálægt verkefninu því að hann hefur umsjón með íslenskri hönnun á lítilli kók í gleri (ásamt Sruli Recht) sem Íslendingar láta í skiptum fyrir grænlenska útfærslu flöskurnar í eins konar listrænu boðhlaupi hópsins með þessa frægu flösku. Flöskurnar með útfærslu listamanna frá öllum löndum heims verða svo til sýnis í safni Coca-Cola í Atlanta í Bandaríkjunum. Ferðalagið reynir væntanlega mikið á. Áður en lagt var af stað fengu þau góðan undirbúning í því hvernig eigi að halda líkamlegri og andlegri heilsu á ferðalaginu. Þau fengu líka stutta kynningu á því hvernig eigi að pakka hratt niður og fengu að smakka alls kyns framandi mat frá öllum heimshornum. Þeim var einnig kennt að segja „what makes you happy" á fjölda tungumála svo að þau geti spurt fólk víða um heim. Þau hófu ferðalagið í Madrid á Spáni 1. janúar síðastliðinn og enda í Atlanta í Bandaríkjunum 31.desember. Niðurstöðurnar birta þau svo í bloggfærslum og á samfélagsmiðlum eins og Twitter, bloggi og Facebook. Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Þau Antonio Santiago frá Mexíkó, Kelly Ferris frá Belgíu og Tony Martin frá Bandaríkjunum byrjuðu í brjáluðu, eins árs ferðalagi um áramót. Þau komu hingað á föstudag en stoppuðu stutt og flugu aftur af stað í gær. Ísland var 93 landið af 206 sem þau ætla að heimsækja á einu ári. Tríóið var valið í kosningu á netinu til að heimsækja þau lönd sem selja kók og kallast þau hamingjusendiherrar Coca-cola fyrirtækisins. Verkefnið sem þeim ber að sinna er að kynnast heimamönnum á hverjum stað og reyna að komast að því hvað gerir þá hamingjusama. Við Íslendingar vorum nokkuð heppnir að þau skyldu lenda hérna einmitt á laugardaginn þegar kosið var um allt land og Eurovision-veislur skipulagðar í öðru hverju húsi um kvöldið. Það er hætt við því að fólk hafi verið í mjög góðu skapi og það verði skráð í skýrslur hópsins.Heimi stóð til boða að fara í 206 landa ferðalagið en hafnaði boðinu. Hann hannar í staðinn kók í gleri sem fer á safn í Bandaríkjunum.Leikmyndahönnuðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Heimir Sverrisson var á meðal þeirra sem kom til greina að færi í þennan leiðangur um gervallan heiminn. Heimir er sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur eftir að hann birtist á Skjá einum í heimildarmynd um ferð hans með syni sínum um Kína. Heimi bauðst að taka þátt í leiðangrinum á vegum Coca-cola en afþakkaði þar sem að hann treysti sér ekki til að skuldbinda sig til ferðalaga í heilt ár og skilja allt eftir hér heima á Íslandi. Heimir fær þó að aðeins að koma nálægt verkefninu því að hann hefur umsjón með íslenskri hönnun á lítilli kók í gleri (ásamt Sruli Recht) sem Íslendingar láta í skiptum fyrir grænlenska útfærslu flöskurnar í eins konar listrænu boðhlaupi hópsins með þessa frægu flösku. Flöskurnar með útfærslu listamanna frá öllum löndum heims verða svo til sýnis í safni Coca-Cola í Atlanta í Bandaríkjunum. Ferðalagið reynir væntanlega mikið á. Áður en lagt var af stað fengu þau góðan undirbúning í því hvernig eigi að halda líkamlegri og andlegri heilsu á ferðalaginu. Þau fengu líka stutta kynningu á því hvernig eigi að pakka hratt niður og fengu að smakka alls kyns framandi mat frá öllum heimshornum. Þeim var einnig kennt að segja „what makes you happy" á fjölda tungumála svo að þau geti spurt fólk víða um heim. Þau hófu ferðalagið í Madrid á Spáni 1. janúar síðastliðinn og enda í Atlanta í Bandaríkjunum 31.desember. Niðurstöðurnar birta þau svo í bloggfærslum og á samfélagsmiðlum eins og Twitter, bloggi og Facebook.
Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira