Heimsækja 206 lönd í einum rykk - Ísland númer 93 Tinni Sveinsson skrifar 31. maí 2010 11:15 Antonio, Kelly og Tony lentu á besta tíma á Íslandi, á kosninga- og Eurovision-deginum. Þau Antonio Santiago frá Mexíkó, Kelly Ferris frá Belgíu og Tony Martin frá Bandaríkjunum byrjuðu í brjáluðu, eins árs ferðalagi um áramót. Þau komu hingað á föstudag en stoppuðu stutt og flugu aftur af stað í gær. Ísland var 93 landið af 206 sem þau ætla að heimsækja á einu ári. Tríóið var valið í kosningu á netinu til að heimsækja þau lönd sem selja kók og kallast þau hamingjusendiherrar Coca-cola fyrirtækisins. Verkefnið sem þeim ber að sinna er að kynnast heimamönnum á hverjum stað og reyna að komast að því hvað gerir þá hamingjusama. Við Íslendingar vorum nokkuð heppnir að þau skyldu lenda hérna einmitt á laugardaginn þegar kosið var um allt land og Eurovision-veislur skipulagðar í öðru hverju húsi um kvöldið. Það er hætt við því að fólk hafi verið í mjög góðu skapi og það verði skráð í skýrslur hópsins.Heimi stóð til boða að fara í 206 landa ferðalagið en hafnaði boðinu. Hann hannar í staðinn kók í gleri sem fer á safn í Bandaríkjunum.Leikmyndahönnuðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Heimir Sverrisson var á meðal þeirra sem kom til greina að færi í þennan leiðangur um gervallan heiminn. Heimir er sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur eftir að hann birtist á Skjá einum í heimildarmynd um ferð hans með syni sínum um Kína. Heimi bauðst að taka þátt í leiðangrinum á vegum Coca-cola en afþakkaði þar sem að hann treysti sér ekki til að skuldbinda sig til ferðalaga í heilt ár og skilja allt eftir hér heima á Íslandi. Heimir fær þó að aðeins að koma nálægt verkefninu því að hann hefur umsjón með íslenskri hönnun á lítilli kók í gleri (ásamt Sruli Recht) sem Íslendingar láta í skiptum fyrir grænlenska útfærslu flöskurnar í eins konar listrænu boðhlaupi hópsins með þessa frægu flösku. Flöskurnar með útfærslu listamanna frá öllum löndum heims verða svo til sýnis í safni Coca-Cola í Atlanta í Bandaríkjunum. Ferðalagið reynir væntanlega mikið á. Áður en lagt var af stað fengu þau góðan undirbúning í því hvernig eigi að halda líkamlegri og andlegri heilsu á ferðalaginu. Þau fengu líka stutta kynningu á því hvernig eigi að pakka hratt niður og fengu að smakka alls kyns framandi mat frá öllum heimshornum. Þeim var einnig kennt að segja „what makes you happy" á fjölda tungumála svo að þau geti spurt fólk víða um heim. Þau hófu ferðalagið í Madrid á Spáni 1. janúar síðastliðinn og enda í Atlanta í Bandaríkjunum 31.desember. Niðurstöðurnar birta þau svo í bloggfærslum og á samfélagsmiðlum eins og Twitter, bloggi og Facebook. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Þau Antonio Santiago frá Mexíkó, Kelly Ferris frá Belgíu og Tony Martin frá Bandaríkjunum byrjuðu í brjáluðu, eins árs ferðalagi um áramót. Þau komu hingað á föstudag en stoppuðu stutt og flugu aftur af stað í gær. Ísland var 93 landið af 206 sem þau ætla að heimsækja á einu ári. Tríóið var valið í kosningu á netinu til að heimsækja þau lönd sem selja kók og kallast þau hamingjusendiherrar Coca-cola fyrirtækisins. Verkefnið sem þeim ber að sinna er að kynnast heimamönnum á hverjum stað og reyna að komast að því hvað gerir þá hamingjusama. Við Íslendingar vorum nokkuð heppnir að þau skyldu lenda hérna einmitt á laugardaginn þegar kosið var um allt land og Eurovision-veislur skipulagðar í öðru hverju húsi um kvöldið. Það er hætt við því að fólk hafi verið í mjög góðu skapi og það verði skráð í skýrslur hópsins.Heimi stóð til boða að fara í 206 landa ferðalagið en hafnaði boðinu. Hann hannar í staðinn kók í gleri sem fer á safn í Bandaríkjunum.Leikmyndahönnuðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Heimir Sverrisson var á meðal þeirra sem kom til greina að færi í þennan leiðangur um gervallan heiminn. Heimir er sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur eftir að hann birtist á Skjá einum í heimildarmynd um ferð hans með syni sínum um Kína. Heimi bauðst að taka þátt í leiðangrinum á vegum Coca-cola en afþakkaði þar sem að hann treysti sér ekki til að skuldbinda sig til ferðalaga í heilt ár og skilja allt eftir hér heima á Íslandi. Heimir fær þó að aðeins að koma nálægt verkefninu því að hann hefur umsjón með íslenskri hönnun á lítilli kók í gleri (ásamt Sruli Recht) sem Íslendingar láta í skiptum fyrir grænlenska útfærslu flöskurnar í eins konar listrænu boðhlaupi hópsins með þessa frægu flösku. Flöskurnar með útfærslu listamanna frá öllum löndum heims verða svo til sýnis í safni Coca-Cola í Atlanta í Bandaríkjunum. Ferðalagið reynir væntanlega mikið á. Áður en lagt var af stað fengu þau góðan undirbúning í því hvernig eigi að halda líkamlegri og andlegri heilsu á ferðalaginu. Þau fengu líka stutta kynningu á því hvernig eigi að pakka hratt niður og fengu að smakka alls kyns framandi mat frá öllum heimshornum. Þeim var einnig kennt að segja „what makes you happy" á fjölda tungumála svo að þau geti spurt fólk víða um heim. Þau hófu ferðalagið í Madrid á Spáni 1. janúar síðastliðinn og enda í Atlanta í Bandaríkjunum 31.desember. Niðurstöðurnar birta þau svo í bloggfærslum og á samfélagsmiðlum eins og Twitter, bloggi og Facebook.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira