Lífið

Alicia ófrísk og trúlofuð gæjanum Swizz Beatz

Alicia á von á barni með unnusta sínum, Swizz Beatz.
Alicia á von á barni með unnusta sínum, Swizz Beatz.

Söngkonan Alicia Keys hefur tilkynnt að hún eigi von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum, upptökustjóranum Swizz Beatz. Þau eru einnig trúlofuð og ætla að ganga upp að altarinu síðar á þessu ári.

„Þau eru mjög hamingjusöm. Alicia er með manni sem hefur veitt henni mikinn innblástur, meðal annars við gerð plötunnar The Element of Freedom," sagði fulltrúi þeirra. Söngkonan, sem er 29 ára, sýndi þó engin merki um að hún væri ófrísk á dögunum því hún þótti fara á kostum á tónleikum sínum í O2-höllinni í London.

Stutt er síðan hún lýsti yfir áhuga á að stofna fjölskyldu. „Ég hef mikinn áhuga á að stofna fjölskyldu. Það er ein yndislegasta reynsla sem til er og ég hlakka mikið til þegar rétta stundin kemur," sagði hún.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.