Lífið

Klaxons snýr aftur

Klaxons sendir frá sér nýja plötu á næstunni.
Klaxons sendir frá sér nýja plötu á næstunni.

Hljómsveitin Klaxons lauk nýlega við aðra plötu sína og er nú farin í tónleikaferð um Bretlandseyjar. Nýja platan hefur hlotið nafnið Touching The Void en hún fylgir hinni frábæru Myths of the Near Future sem kom út árið 2007 og vann Mercury-verðlaunin eftirsóttu.

Hljómsveitin skellti nýlega laginu Flashover hér á heimasíðu sína, en það var eitt af 14 lögum sem hljómsveitin lék á tónleikum í vikunni - þeim fyrstu í langan tíma. Söngvarinn og hljómborðsleikarinn James Righton var ánægður með tónleikana og sagði í viðtali við NME að þeir væru nýtt upphaf. „Við erum klárlega að hefja nýjan kafla," sagði hann.

Óvíst er hvenær nýja platan kemur út, en talið er að það verði á næstunni vegna þess að hljómsveitin er búin að bóka tónleikaferð í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.