Lífið

Fannst fimmtug vera of gömul fyrir nekt

Kim er hætt að fækka fötum vegna kynlífsatriða í Sex and the City.
Kim er hætt að fækka fötum vegna kynlífsatriða í Sex and the City.

Leikkonan Kim Cattrall úr þáttunum og kvikmyndunum Sex and the City er hætt að fækka fötum fyrir kynlífsatriði. Ástæðan er sú að hún er orðin 53 ára og telur það ekki lengur vera við hæfi.

„Þegar ég varð fimmtug ákvað ég að ég vildi ekki láta mynda mig framar nakta," segir Cattrall sem leikur í framhaldsmyndinni Sex and the City 2. „Þið sjáið mig eiginlega ekki nakta í nýju myndinni. Ég sést kannski í kynlífsathöfnum en ég er aldrei nakin. Ég lít annars á þessi kynlífsatriði sem grín því allt sem Samantha gerir í rúminu er fyndið. Atriðin snúast frekar um útlit og samtöl en kynlífsathafnirnar sjálfar. Þannig hefur það alltaf verið," sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.