Lífið

Tuttugu þúsund á árlegum Fjölskyldudegi vildaráskrifenda Stöðvar 2

Boðið var uppá glæsilega skemmtidagskrá fyrir börn á öllum aldri.
Boðið var uppá glæsilega skemmtidagskrá fyrir börn á öllum aldri.
Það var mikið fjör í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á laugardag þar sem vildaráskrifendur Stöðvar 2 og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag í boði Stöðvar 2. Að vanda var afar fjölmennt en gert er ráð fyrir að um tuttugu þúsund manns hafi verið í garðinum þegar hæst stóð, í blíðskaparveðri.

Boðið var uppá glæsilega skemmtidagskrá fyrir börn á öllum aldri. Íþróttaálfurinn og Solla Stirða komu alla leið úr Latabæ til að skemmta börnunum og Sveppi og Villi grínuðu og sprelluðu eins og þeim er einum lagið. Ingó úr Veðurguðunum tók lagið við undirtekt barnanna og kættu Skoppa og Skrítla allra yngstu gestina með gælum sínum og glensi.

Þá var frítt í tækin fyrir alla og þegar hungrið sagði til sín gátu allir fengið sér grillaða SS pylsu, Svala og ískalt Coke. Tugþúsund Latabæjarblöðrur voru blásnar upp og kættu lítil hjörtu.

Fjölskyldudagur Stöðvar 2 er fyrir alla þá áskrifendur sem eru meðlimir í Stöð 2 Vild. Starfsfólk Stöðvar 2 þakkar öllum þeim sem komu og skemmtu sér.

Í myndasafni má sjá myndir frá deginum. Ljósmyndirnar tók Daníel Rúnarsson.



Ingó Veðurguð tók nokkra smelli og fékk alla til að syngja með fullum hálsi.
Gleðin skein úr andlitum barnanna.
Íþróttaálfurinn var í miklu fjöri.
Krakkarnir fengu blöðrur og frítt var í öll tæki.
Skoppa og Skrítla sögðu sögur og voru þessir flottu dansarar þeim til halds og trausts.
Solla stirða geislaði eins og venjulega.
Sveppi og Villi eru vinsælir hjá krökkunum sem tóku afar vel í atriðið þeirra.
Það var þétt staðið fyrir framan sviðið Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
Þessi tók mynd til að festa augnablikið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.